Þrír flokkar fá falleinkun í loftslagsmálum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2017 10:01 Lengi hefur verið vitað að losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur breytingum á loftslagi jarðar. Vísir/EPA Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá falleinkun í úttekt hópsins París 1,5 á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum. Síðarnefndu flokkarnir tveir skiluðu ekki inn svörum og fá því núll í einkunn. Sjálfstæðisflokkuirinn fær 4,7. Hinir átta flokkarnir standast allir prófið og eru Píratar með „metnaðarfyllstu stefnuna,“ að mati hópsins. Fá þeir 8,5 í einkunn. Björt framtíð kemur þar á eftir með 8,1. Samfylkingin með 7,8 og Vinstri græn með 7,6 koma þar á eftir. Mynda þessir flokkar svokallaðan toppflokk að mati hópsins og segir hópurinn að varla sé marktækur munur á flokkunum, út frá þeirri aðferðarfræði sem er beitt, þó stefnur flokkanna séu mismunandi útfærðar. Stefnur Alþýðufylkingarinnar, Dögunar, Framsóknarflokksins og Viðreisnar teljast „ekki nægjanlega góðar til að teljast í toppflokknum,“ að mati hópsins. Af þeim flokkum sem skiluðu inn svörum er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem stenst ekki mat hópsins. Telur hópurinn þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki langt frá því að standast matið. „Lítið vantar uppá að Sjálfstæðisflokkurinn standist matið og virðist bara lítillega vanta uppá metnaðinn við að setja skýrari markmið og aðeins ítarlegri stefnu, en það þarf ekki mikið til og það virðist vera áhugi fyrir hendi,“ segir hópurinn á heimasíðu sinni.Svona dreifast einkunnir flokkanna.Mynd/París 1,5Öllum flokkum sem eru með lista í kjöri fyrir kosningarnar 2017 var sendur tölvupóstur með spurningum í sex liðum sem flokkarnir voru beðnir um að svara. Einkunnir voru gefnar á forsendum stefnu flokkanna, út frá þeim svörum sem bárust. Svörin voru metin og gefin einkunn á bilinu 0-10 en misjafnt vægi var á milli þeirra sex þátta sem spurt var um, meðal annars hvort flokkurinn væri á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hvort finna mætti tillögur um endurheimt votlendis og skógrægt í stefnu flokkanna og hvort tölu- og/eða tímasett markmið væru varðandi samdrátt í losun kolvtvísýrings. Hópurinn gaf út svipað mat fyrir kosningarnar fyrir ári síðan og stóðust aðeins þrír flokkar prófið í það skipti. Er það mat hópsins að flestir flokkarnir hafi tekið loftslagsmál fastari tökum en fyrir síðustu kosningar.Svör flokkanna má sjá hér auk þess sem hægt er að kynna sér aðferðafræðina hér. Kosningar 2017 Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá falleinkun í úttekt hópsins París 1,5 á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum. Síðarnefndu flokkarnir tveir skiluðu ekki inn svörum og fá því núll í einkunn. Sjálfstæðisflokkuirinn fær 4,7. Hinir átta flokkarnir standast allir prófið og eru Píratar með „metnaðarfyllstu stefnuna,“ að mati hópsins. Fá þeir 8,5 í einkunn. Björt framtíð kemur þar á eftir með 8,1. Samfylkingin með 7,8 og Vinstri græn með 7,6 koma þar á eftir. Mynda þessir flokkar svokallaðan toppflokk að mati hópsins og segir hópurinn að varla sé marktækur munur á flokkunum, út frá þeirri aðferðarfræði sem er beitt, þó stefnur flokkanna séu mismunandi útfærðar. Stefnur Alþýðufylkingarinnar, Dögunar, Framsóknarflokksins og Viðreisnar teljast „ekki nægjanlega góðar til að teljast í toppflokknum,“ að mati hópsins. Af þeim flokkum sem skiluðu inn svörum er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem stenst ekki mat hópsins. Telur hópurinn þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki langt frá því að standast matið. „Lítið vantar uppá að Sjálfstæðisflokkurinn standist matið og virðist bara lítillega vanta uppá metnaðinn við að setja skýrari markmið og aðeins ítarlegri stefnu, en það þarf ekki mikið til og það virðist vera áhugi fyrir hendi,“ segir hópurinn á heimasíðu sinni.Svona dreifast einkunnir flokkanna.Mynd/París 1,5Öllum flokkum sem eru með lista í kjöri fyrir kosningarnar 2017 var sendur tölvupóstur með spurningum í sex liðum sem flokkarnir voru beðnir um að svara. Einkunnir voru gefnar á forsendum stefnu flokkanna, út frá þeim svörum sem bárust. Svörin voru metin og gefin einkunn á bilinu 0-10 en misjafnt vægi var á milli þeirra sex þátta sem spurt var um, meðal annars hvort flokkurinn væri á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hvort finna mætti tillögur um endurheimt votlendis og skógrægt í stefnu flokkanna og hvort tölu- og/eða tímasett markmið væru varðandi samdrátt í losun kolvtvísýrings. Hópurinn gaf út svipað mat fyrir kosningarnar fyrir ári síðan og stóðust aðeins þrír flokkar prófið í það skipti. Er það mat hópsins að flestir flokkarnir hafi tekið loftslagsmál fastari tökum en fyrir síðustu kosningar.Svör flokkanna má sjá hér auk þess sem hægt er að kynna sér aðferðafræðina hér.
Kosningar 2017 Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira