Þrír flokkar fá falleinkun í loftslagsmálum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2017 10:01 Lengi hefur verið vitað að losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur breytingum á loftslagi jarðar. Vísir/EPA Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá falleinkun í úttekt hópsins París 1,5 á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum. Síðarnefndu flokkarnir tveir skiluðu ekki inn svörum og fá því núll í einkunn. Sjálfstæðisflokkuirinn fær 4,7. Hinir átta flokkarnir standast allir prófið og eru Píratar með „metnaðarfyllstu stefnuna,“ að mati hópsins. Fá þeir 8,5 í einkunn. Björt framtíð kemur þar á eftir með 8,1. Samfylkingin með 7,8 og Vinstri græn með 7,6 koma þar á eftir. Mynda þessir flokkar svokallaðan toppflokk að mati hópsins og segir hópurinn að varla sé marktækur munur á flokkunum, út frá þeirri aðferðarfræði sem er beitt, þó stefnur flokkanna séu mismunandi útfærðar. Stefnur Alþýðufylkingarinnar, Dögunar, Framsóknarflokksins og Viðreisnar teljast „ekki nægjanlega góðar til að teljast í toppflokknum,“ að mati hópsins. Af þeim flokkum sem skiluðu inn svörum er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem stenst ekki mat hópsins. Telur hópurinn þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki langt frá því að standast matið. „Lítið vantar uppá að Sjálfstæðisflokkurinn standist matið og virðist bara lítillega vanta uppá metnaðinn við að setja skýrari markmið og aðeins ítarlegri stefnu, en það þarf ekki mikið til og það virðist vera áhugi fyrir hendi,“ segir hópurinn á heimasíðu sinni.Svona dreifast einkunnir flokkanna.Mynd/París 1,5Öllum flokkum sem eru með lista í kjöri fyrir kosningarnar 2017 var sendur tölvupóstur með spurningum í sex liðum sem flokkarnir voru beðnir um að svara. Einkunnir voru gefnar á forsendum stefnu flokkanna, út frá þeim svörum sem bárust. Svörin voru metin og gefin einkunn á bilinu 0-10 en misjafnt vægi var á milli þeirra sex þátta sem spurt var um, meðal annars hvort flokkurinn væri á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hvort finna mætti tillögur um endurheimt votlendis og skógrægt í stefnu flokkanna og hvort tölu- og/eða tímasett markmið væru varðandi samdrátt í losun kolvtvísýrings. Hópurinn gaf út svipað mat fyrir kosningarnar fyrir ári síðan og stóðust aðeins þrír flokkar prófið í það skipti. Er það mat hópsins að flestir flokkarnir hafi tekið loftslagsmál fastari tökum en fyrir síðustu kosningar.Svör flokkanna má sjá hér auk þess sem hægt er að kynna sér aðferðafræðina hér. Kosningar 2017 Loftslagsmál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá falleinkun í úttekt hópsins París 1,5 á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum. Síðarnefndu flokkarnir tveir skiluðu ekki inn svörum og fá því núll í einkunn. Sjálfstæðisflokkuirinn fær 4,7. Hinir átta flokkarnir standast allir prófið og eru Píratar með „metnaðarfyllstu stefnuna,“ að mati hópsins. Fá þeir 8,5 í einkunn. Björt framtíð kemur þar á eftir með 8,1. Samfylkingin með 7,8 og Vinstri græn með 7,6 koma þar á eftir. Mynda þessir flokkar svokallaðan toppflokk að mati hópsins og segir hópurinn að varla sé marktækur munur á flokkunum, út frá þeirri aðferðarfræði sem er beitt, þó stefnur flokkanna séu mismunandi útfærðar. Stefnur Alþýðufylkingarinnar, Dögunar, Framsóknarflokksins og Viðreisnar teljast „ekki nægjanlega góðar til að teljast í toppflokknum,“ að mati hópsins. Af þeim flokkum sem skiluðu inn svörum er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem stenst ekki mat hópsins. Telur hópurinn þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki langt frá því að standast matið. „Lítið vantar uppá að Sjálfstæðisflokkurinn standist matið og virðist bara lítillega vanta uppá metnaðinn við að setja skýrari markmið og aðeins ítarlegri stefnu, en það þarf ekki mikið til og það virðist vera áhugi fyrir hendi,“ segir hópurinn á heimasíðu sinni.Svona dreifast einkunnir flokkanna.Mynd/París 1,5Öllum flokkum sem eru með lista í kjöri fyrir kosningarnar 2017 var sendur tölvupóstur með spurningum í sex liðum sem flokkarnir voru beðnir um að svara. Einkunnir voru gefnar á forsendum stefnu flokkanna, út frá þeim svörum sem bárust. Svörin voru metin og gefin einkunn á bilinu 0-10 en misjafnt vægi var á milli þeirra sex þátta sem spurt var um, meðal annars hvort flokkurinn væri á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hvort finna mætti tillögur um endurheimt votlendis og skógrægt í stefnu flokkanna og hvort tölu- og/eða tímasett markmið væru varðandi samdrátt í losun kolvtvísýrings. Hópurinn gaf út svipað mat fyrir kosningarnar fyrir ári síðan og stóðust aðeins þrír flokkar prófið í það skipti. Er það mat hópsins að flestir flokkarnir hafi tekið loftslagsmál fastari tökum en fyrir síðustu kosningar.Svör flokkanna má sjá hér auk þess sem hægt er að kynna sér aðferðafræðina hér.
Kosningar 2017 Loftslagsmál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira