Þrír flokkar fá falleinkun í loftslagsmálum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2017 10:01 Lengi hefur verið vitað að losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur breytingum á loftslagi jarðar. Vísir/EPA Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá falleinkun í úttekt hópsins París 1,5 á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum. Síðarnefndu flokkarnir tveir skiluðu ekki inn svörum og fá því núll í einkunn. Sjálfstæðisflokkuirinn fær 4,7. Hinir átta flokkarnir standast allir prófið og eru Píratar með „metnaðarfyllstu stefnuna,“ að mati hópsins. Fá þeir 8,5 í einkunn. Björt framtíð kemur þar á eftir með 8,1. Samfylkingin með 7,8 og Vinstri græn með 7,6 koma þar á eftir. Mynda þessir flokkar svokallaðan toppflokk að mati hópsins og segir hópurinn að varla sé marktækur munur á flokkunum, út frá þeirri aðferðarfræði sem er beitt, þó stefnur flokkanna séu mismunandi útfærðar. Stefnur Alþýðufylkingarinnar, Dögunar, Framsóknarflokksins og Viðreisnar teljast „ekki nægjanlega góðar til að teljast í toppflokknum,“ að mati hópsins. Af þeim flokkum sem skiluðu inn svörum er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem stenst ekki mat hópsins. Telur hópurinn þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki langt frá því að standast matið. „Lítið vantar uppá að Sjálfstæðisflokkurinn standist matið og virðist bara lítillega vanta uppá metnaðinn við að setja skýrari markmið og aðeins ítarlegri stefnu, en það þarf ekki mikið til og það virðist vera áhugi fyrir hendi,“ segir hópurinn á heimasíðu sinni.Svona dreifast einkunnir flokkanna.Mynd/París 1,5Öllum flokkum sem eru með lista í kjöri fyrir kosningarnar 2017 var sendur tölvupóstur með spurningum í sex liðum sem flokkarnir voru beðnir um að svara. Einkunnir voru gefnar á forsendum stefnu flokkanna, út frá þeim svörum sem bárust. Svörin voru metin og gefin einkunn á bilinu 0-10 en misjafnt vægi var á milli þeirra sex þátta sem spurt var um, meðal annars hvort flokkurinn væri á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hvort finna mætti tillögur um endurheimt votlendis og skógrægt í stefnu flokkanna og hvort tölu- og/eða tímasett markmið væru varðandi samdrátt í losun kolvtvísýrings. Hópurinn gaf út svipað mat fyrir kosningarnar fyrir ári síðan og stóðust aðeins þrír flokkar prófið í það skipti. Er það mat hópsins að flestir flokkarnir hafi tekið loftslagsmál fastari tökum en fyrir síðustu kosningar.Svör flokkanna má sjá hér auk þess sem hægt er að kynna sér aðferðafræðina hér. Kosningar 2017 Loftslagsmál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá falleinkun í úttekt hópsins París 1,5 á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum. Síðarnefndu flokkarnir tveir skiluðu ekki inn svörum og fá því núll í einkunn. Sjálfstæðisflokkuirinn fær 4,7. Hinir átta flokkarnir standast allir prófið og eru Píratar með „metnaðarfyllstu stefnuna,“ að mati hópsins. Fá þeir 8,5 í einkunn. Björt framtíð kemur þar á eftir með 8,1. Samfylkingin með 7,8 og Vinstri græn með 7,6 koma þar á eftir. Mynda þessir flokkar svokallaðan toppflokk að mati hópsins og segir hópurinn að varla sé marktækur munur á flokkunum, út frá þeirri aðferðarfræði sem er beitt, þó stefnur flokkanna séu mismunandi útfærðar. Stefnur Alþýðufylkingarinnar, Dögunar, Framsóknarflokksins og Viðreisnar teljast „ekki nægjanlega góðar til að teljast í toppflokknum,“ að mati hópsins. Af þeim flokkum sem skiluðu inn svörum er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem stenst ekki mat hópsins. Telur hópurinn þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki langt frá því að standast matið. „Lítið vantar uppá að Sjálfstæðisflokkurinn standist matið og virðist bara lítillega vanta uppá metnaðinn við að setja skýrari markmið og aðeins ítarlegri stefnu, en það þarf ekki mikið til og það virðist vera áhugi fyrir hendi,“ segir hópurinn á heimasíðu sinni.Svona dreifast einkunnir flokkanna.Mynd/París 1,5Öllum flokkum sem eru með lista í kjöri fyrir kosningarnar 2017 var sendur tölvupóstur með spurningum í sex liðum sem flokkarnir voru beðnir um að svara. Einkunnir voru gefnar á forsendum stefnu flokkanna, út frá þeim svörum sem bárust. Svörin voru metin og gefin einkunn á bilinu 0-10 en misjafnt vægi var á milli þeirra sex þátta sem spurt var um, meðal annars hvort flokkurinn væri á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hvort finna mætti tillögur um endurheimt votlendis og skógrægt í stefnu flokkanna og hvort tölu- og/eða tímasett markmið væru varðandi samdrátt í losun kolvtvísýrings. Hópurinn gaf út svipað mat fyrir kosningarnar fyrir ári síðan og stóðust aðeins þrír flokkar prófið í það skipti. Er það mat hópsins að flestir flokkarnir hafi tekið loftslagsmál fastari tökum en fyrir síðustu kosningar.Svör flokkanna má sjá hér auk þess sem hægt er að kynna sér aðferðafræðina hér.
Kosningar 2017 Loftslagsmál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira