„Góða fólkið“ Logi Einarsson skrifar 26. október 2017 07:00 Við í Samfylkingunni erum iðulega uppnefnd „góða fólkið“ af andstæðingum okkar. Eins skrýtið og það er þá er það meint niðrandi, og ætlað að sýna fram á að við viljum sífellt hafa vit fyrir öðrum. Það væri í sjálfu sér undarleg stjórnmálahreyfing sem héldi ekki fram skoðunum sem hún teldi líklegar til að bæta samfélagið, en nóg um það. Við trúum því að samhjálpin sé einn göfugasti eiginleiki mannsins og jöfnuður sé vænlegasta leiðin til þess að byggja kraftmikið og friðsælt samfélag. Við trúum því að við fæðumst öll jöfn, með jafnan rétt til öruggs og innihaldsríks lífs og tækifæra til að þroska hæfileika okkar. Þess vegna tölum við svo oft um að auka hér félagslegan stöðugleika og styrkja almannaþjónustuna. Okkur finnst að hér eigi að vera fyrirtaks heilbrigðisþjónusta, góðir skólar og öflugir innviðir sem við njótum öll óháð efnahag og búsetu. Okkur finnst sanngjarnt að landsmenn njóti allir góðs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, að við deilum byrðunum eftir getu hvers og eins‚ og tryggum þannig að þau sem eru í bágri stöðu geti lifað með reisn. Þess vegna ætlum við að styðja betur við eldri borgara og þau 6.000 börn sem líða skort. Við ætlum að hjálpa leigjendum sem eru fastir í fátæktargildru. Við viljum að lög um móttöku flóttamanna byggi á meiri mannúð og að skýrari reglur verði settar sem taka sérstakt tillit til fólks í viðkvæmri stöðu, einkum barna. Við ætlum að ráðast í stórsókn gegn ofbeldi og efla löggæsluna. Okkur þykir meira að segja að það geti verið skynsamlegt að hafa áhrif á neyslu fólks; til að mynda vegna lýðheilsusjónarmiða eða til að hafa betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Loks erum við sannfærð um að gott siðferði sé nauðsynlegt í stjórnmálum, samtvinnun þeirra og viðskipta sé skaðleg og við viljum að staðið sé við gefin loforð. Svona getum við nú verið afskiptasöm! Ef þú ert svo sammála þessari sýn okkar á samfélagið geturðu kosið XS á laugardaginn og tilheyrt hópi „góða fólksins“. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Logi Einarsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni erum iðulega uppnefnd „góða fólkið“ af andstæðingum okkar. Eins skrýtið og það er þá er það meint niðrandi, og ætlað að sýna fram á að við viljum sífellt hafa vit fyrir öðrum. Það væri í sjálfu sér undarleg stjórnmálahreyfing sem héldi ekki fram skoðunum sem hún teldi líklegar til að bæta samfélagið, en nóg um það. Við trúum því að samhjálpin sé einn göfugasti eiginleiki mannsins og jöfnuður sé vænlegasta leiðin til þess að byggja kraftmikið og friðsælt samfélag. Við trúum því að við fæðumst öll jöfn, með jafnan rétt til öruggs og innihaldsríks lífs og tækifæra til að þroska hæfileika okkar. Þess vegna tölum við svo oft um að auka hér félagslegan stöðugleika og styrkja almannaþjónustuna. Okkur finnst að hér eigi að vera fyrirtaks heilbrigðisþjónusta, góðir skólar og öflugir innviðir sem við njótum öll óháð efnahag og búsetu. Okkur finnst sanngjarnt að landsmenn njóti allir góðs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, að við deilum byrðunum eftir getu hvers og eins‚ og tryggum þannig að þau sem eru í bágri stöðu geti lifað með reisn. Þess vegna ætlum við að styðja betur við eldri borgara og þau 6.000 börn sem líða skort. Við ætlum að hjálpa leigjendum sem eru fastir í fátæktargildru. Við viljum að lög um móttöku flóttamanna byggi á meiri mannúð og að skýrari reglur verði settar sem taka sérstakt tillit til fólks í viðkvæmri stöðu, einkum barna. Við ætlum að ráðast í stórsókn gegn ofbeldi og efla löggæsluna. Okkur þykir meira að segja að það geti verið skynsamlegt að hafa áhrif á neyslu fólks; til að mynda vegna lýðheilsusjónarmiða eða til að hafa betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Loks erum við sannfærð um að gott siðferði sé nauðsynlegt í stjórnmálum, samtvinnun þeirra og viðskipta sé skaðleg og við viljum að staðið sé við gefin loforð. Svona getum við nú verið afskiptasöm! Ef þú ert svo sammála þessari sýn okkar á samfélagið geturðu kosið XS á laugardaginn og tilheyrt hópi „góða fólksins“. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun