Rekstrarhagnaður N1 minnkar um rúmlega 4 prósent á milli ára Hörður Ægisson skrifar 25. október 2017 16:42 Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni hjá N1 á þriðja ársfjórðungi. VÍSIR/VILHELM Rekstrarhagnaður olíufélagsins N1 fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.409 milljónum á þriðja ársfjórðungi og dróst saman um 4,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Framlegð af vörusölu jókst um 2,8 prósent á fjórðungnum sem skýrist einkum af hagstæðari þróun á heimsmarkaðsverði með olíu. Í afkomutilkynningu N1 kemur fram að selt magn af bensíni og gasolíu hafi aukist um 0,4 prósent á tímabilinu en á sama tíma jókst hins vegar umferð á þjóðvegum landsins um átta prósent á milli ára. Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni á fjórðungnum en sé litið til fyrstu níu mánaða ársins nemur sölusamdrátturinn 2,5 prósentum. Launa- og starfsmannakostnaður nam 1.109 milljónum og hækkaði um 7,4 prósent á milli ára sem skýrist einkum af samningsbundnum launahækkunum ásamt fjölgun stöðugilda. Þá hækkaði annar rekstrarkostnaður um 55 milljónir á fjórðungnum, eða 14 prósent, sem kemur til vegna kostnaðar við kaup N1 á Festi. Það sem af er ári nemur EBITDA hagnaður N1 samtals 2.699 milljónum króna borið saman við 2.950 milljónir á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður olíufélagsins var tæplega 1.630 milljónir og dregst saman um 14,4 prósent miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2016. Eigið fé N1 var 13.461 milljónir í lok þriðja fjórðungs og eiginfjárhlutfall félagsins 46,4 prósent. Fyrr í þessum mánuði var endanlega gengið frá kaupsamningi vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Samkvæmt spá stjórnenda N1, eins og áður hefur komið fram, verður EBITDA félagsins á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir árinu 2017 að undanskildum kostnaði við kaup á Festi. Áætluð EBITDA sameinaðs félags á yfirstandandi rekstrarári, án kostnaðar N1 við kaup á Festi, er á bilinu 6.840 til 6.940 milljónir en ekki hefur verið tekið tillit til samlegðar í framangreindum tölum. Áætluð samlegðaráhrif af sameiningu N1 og Festi eru á bilinu 500 til 600 milljónir króna. Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Rekstrarhagnaður olíufélagsins N1 fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.409 milljónum á þriðja ársfjórðungi og dróst saman um 4,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Framlegð af vörusölu jókst um 2,8 prósent á fjórðungnum sem skýrist einkum af hagstæðari þróun á heimsmarkaðsverði með olíu. Í afkomutilkynningu N1 kemur fram að selt magn af bensíni og gasolíu hafi aukist um 0,4 prósent á tímabilinu en á sama tíma jókst hins vegar umferð á þjóðvegum landsins um átta prósent á milli ára. Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni á fjórðungnum en sé litið til fyrstu níu mánaða ársins nemur sölusamdrátturinn 2,5 prósentum. Launa- og starfsmannakostnaður nam 1.109 milljónum og hækkaði um 7,4 prósent á milli ára sem skýrist einkum af samningsbundnum launahækkunum ásamt fjölgun stöðugilda. Þá hækkaði annar rekstrarkostnaður um 55 milljónir á fjórðungnum, eða 14 prósent, sem kemur til vegna kostnaðar við kaup N1 á Festi. Það sem af er ári nemur EBITDA hagnaður N1 samtals 2.699 milljónum króna borið saman við 2.950 milljónir á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður olíufélagsins var tæplega 1.630 milljónir og dregst saman um 14,4 prósent miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2016. Eigið fé N1 var 13.461 milljónir í lok þriðja fjórðungs og eiginfjárhlutfall félagsins 46,4 prósent. Fyrr í þessum mánuði var endanlega gengið frá kaupsamningi vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Samkvæmt spá stjórnenda N1, eins og áður hefur komið fram, verður EBITDA félagsins á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir árinu 2017 að undanskildum kostnaði við kaup á Festi. Áætluð EBITDA sameinaðs félags á yfirstandandi rekstrarári, án kostnaðar N1 við kaup á Festi, er á bilinu 6.840 til 6.940 milljónir en ekki hefur verið tekið tillit til samlegðar í framangreindum tölum. Áætluð samlegðaráhrif af sameiningu N1 og Festi eru á bilinu 500 til 600 milljónir króna.
Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira