Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Jón Hákon Halldórsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 26. október 2017 08:30 Óttarr Proppé virðist ætla að feta í fótspor Júlíusar Sólnes. Vísir/Daniel Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Meirihlutastjórn þarf að hafa 32 menn að baki sér en tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, myndu einungis hafa 31 fulltrúa á þingi.Sjá einnig: Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Sterkasti þriggja flokka meirihlutinn sem völ væri á yrði meirihluti Sjálfstæðisflokksins, VG og Samfylkingarinnar. Hann myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Þriggja flokka ríkisstjórn krefst aðildar Sjálfstæðisflokksins og annaðhvort VG eða Samfylkingarinnar. Hún verður þó að teljast harla ólíkleg ef marka má orð formanns Samfylkingarinnar, Loga Einarssonar, í Fréttablaðinu í gær. Hins vegar væri hægt að mynda fjögurra flokka stjórn án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir hafa gert fjórar mælingar á fylgi flokka í október. Allar benda þær til að Björt framtíð fái ekki kjörinn fulltrúa á Alþingi. Á sama tíma er Samfylkingin að sækja í sig veðrið. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi, en fékk 5,7 prósent í kosningunum í október 2016.Þetta myndi skila flokknum 10 þingmönnum en flokkurinn er með þrjá kjörna þingmenn á Alþingi í dag. Þingflokkurinn myndi því þrefaldast að stærð. Einungis eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að stjórnmálaflokkur hafi átt aðild að ríkisstjórn en síðan horfið af Alþingi í næstu kosningum á eftir. Það er Borgaraflokkurinn, sem Albert Guðmundsson stofnaði eftir að hann gekk úr Sjálfstæðisflokknum. Borgaraflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningum árið 1987.Sjá einnig: Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Eftir að Albert gerðist sendiherra í París ákvað flokkurinn, undir forystu Júlíusar Sólnes, að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins og fengu tveir fulltrúar flokksins ráðherrasæti. Flokkurinn bauð fram í þingkosningum árið 1991 en fékk ekki kjörinn mann og var lagður niður nokkrum árum seinna. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45 Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Formlegar viðræður milli flokka eru ekki fyrirhugaðar fyrir kosningar, að fenginni reynslu. Formenn flokka eru farnir að hringjast á og hlera stemningu hver hjá öðrum um mögulega myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. 25. október 2017 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Meirihlutastjórn þarf að hafa 32 menn að baki sér en tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, myndu einungis hafa 31 fulltrúa á þingi.Sjá einnig: Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Sterkasti þriggja flokka meirihlutinn sem völ væri á yrði meirihluti Sjálfstæðisflokksins, VG og Samfylkingarinnar. Hann myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Þriggja flokka ríkisstjórn krefst aðildar Sjálfstæðisflokksins og annaðhvort VG eða Samfylkingarinnar. Hún verður þó að teljast harla ólíkleg ef marka má orð formanns Samfylkingarinnar, Loga Einarssonar, í Fréttablaðinu í gær. Hins vegar væri hægt að mynda fjögurra flokka stjórn án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir hafa gert fjórar mælingar á fylgi flokka í október. Allar benda þær til að Björt framtíð fái ekki kjörinn fulltrúa á Alþingi. Á sama tíma er Samfylkingin að sækja í sig veðrið. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi, en fékk 5,7 prósent í kosningunum í október 2016.Þetta myndi skila flokknum 10 þingmönnum en flokkurinn er með þrjá kjörna þingmenn á Alþingi í dag. Þingflokkurinn myndi því þrefaldast að stærð. Einungis eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að stjórnmálaflokkur hafi átt aðild að ríkisstjórn en síðan horfið af Alþingi í næstu kosningum á eftir. Það er Borgaraflokkurinn, sem Albert Guðmundsson stofnaði eftir að hann gekk úr Sjálfstæðisflokknum. Borgaraflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningum árið 1987.Sjá einnig: Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Eftir að Albert gerðist sendiherra í París ákvað flokkurinn, undir forystu Júlíusar Sólnes, að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins og fengu tveir fulltrúar flokksins ráðherrasæti. Flokkurinn bauð fram í þingkosningum árið 1991 en fékk ekki kjörinn mann og var lagður niður nokkrum árum seinna.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45 Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Formlegar viðræður milli flokka eru ekki fyrirhugaðar fyrir kosningar, að fenginni reynslu. Formenn flokka eru farnir að hringjast á og hlera stemningu hver hjá öðrum um mögulega myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. 25. október 2017 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45
Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00
Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01
Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Formlegar viðræður milli flokka eru ekki fyrirhugaðar fyrir kosningar, að fenginni reynslu. Formenn flokka eru farnir að hringjast á og hlera stemningu hver hjá öðrum um mögulega myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. 25. október 2017 06:00