Ný landbúnaðarstefna Guðjón Sigurbjartsson skrifar 26. október 2017 10:15 Píratar boða framsækna landbúnaðarstefnu sem sækir fyrirmyndir í sameiginlegu Evrópsku landbúnaðarstefnuna, CAP. Hér er henni lýst í aðalatriðum.Niðurfelling matartolla Við viljum fella niður tolla og innflutningshömlur á matvæli í áföngum. Það myndi koma neytendum gríðarlega vel því við það lækkar verð viðkomandi matvara um 35% að meðaltali, sem lækkar matarútgjöld hvers neytenda um 100.000 krónur á ári og fjögurra manna fjölskyldu því um 400.000 kr. á ári. Auk þess eykur það fjölbreytni matvælaframboðsins, loksins fengjum við allar þær vörur sem eru á boðstólum í Evrópu sem við kærum okkur um. Samt myndu flestir áfram versla hér lendar vörur sem þeir þekkja. Lækkun matarverða mun líka styrkja ferðaþjónustuna um land allt sem kemur landsbyggðinni einkar vel. Í kjölfar vaxandi ferðaþjónustu skapast líka ný tækifæri í þróun vöru og þjónustu í hinum dreifðu byggðum.Grunnstuðningur og viðbótarstuðningur Við viljum halda áfram beinum stuðningi skattgreiðenda við landbúnaðinn en breyta styrkjakerfinu í grundvallaratriðum úr framleiðslutengdum stuðningi í grunnstuðning til virkra bænda og hvatatengdan stuðning fyrir valin mikilvæg verkefni. Við viljum að grunnstuðningurinn verði svipaður og í nágrannalöndunum en þó heldur hærri vegna norðlægrar stöðu landsins. Beini stuðningurinn verndar þá fyrir sveiflum á markaði og skapar þeim frelsi til að prófa sig áfram í nýsköpun. Grunnstuðningurinn miðast við laun og verður að ákveða árlega fyrir gerð fjárlaga. Til viðbótar viljum við að bændur fái viðbótarstuðning fyrir tiltekin skilgreind verkefni svo sem endurheimt votlendis, nýliðun og nýsköpun, skógrækt, lífræna ræktun o.fl. Þannig myndi landbúnaðurinn taka meira mið af umhverfissjónarmiðum og verða vistvænni og fjölbreyttari. Með þessu fá bændur aukið svigrúm og frelsi og möguleika til að bæta sinn hag með því að ráðast í frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi og þróa vörur sínar á þann hátt sem höfðar til neytenda nútímans. Í dag þarf að eiga kvóta til að stunda hefðbundinn kúa- og kindabúskap og það er erfitt að komast inn í greinina nema með því að hafa töluvert fjármagn á bak við sig. Þessu viljum við breyta til að auðvelda nýliðun, auka sveigjanleika kerfisins og auðvelda bændum að bæta hag sinn með því að keppa á markaði á jafnræðisgrundvelli.Umhverfismálin Landbúnaður á Íslandi hefur verið mjög skaðlegur umhverfinu. Þurrkun votlendis hefur verið styrkt og því mikið stunduð. Reiknað hefur verið út að skurðir til sveita myndu ná nokkrum sinnum kringum jörðina. Mýrar hafa mesta lífmassann pr. fermetra hér á landi og því er afleiðingin hægur bruni þegar súrefni kemst að jarðveginum sem leiðir af sér losun gróðurhúslofttegunda í miklu magni. Talið er að bruni þurrkaðs votlendis svari til á bilinu 40% til 70% af losuninni hér á landi á móti um 15% frá samanlagðri losun frá bílaumferð, skipum og flugi. Endurheimt votlendis er því iðja sem mikilvægt er að beina stuðningi í og hætta stuðningi við þurrkun votlendis. Ofbeit landsins hefur gert það gróðursnautt á stórum svæðum, sem þýðir minni ljóstillífun, minna skjól og meiri loftkælingu. Vel gróið land og skógi vaxið er vistvænna og betur fallið til útiveru. Það þarf því að hætta lausagöngu búfjár og meta slíkt í stuðningsgreiðslum. Kolefnisspor af innflutningi kjöts er lægra en af innflutningi vara til framleiðslu hér á landi. Sem dæmi má taka að til að framleiða 1 kg af kjúklingi þarf um 2,3 kg af innfluttu korni. Svipað á við um framleiðslu svínakjöts og með öðrum hætti um kindakjöt og mjólk. Við minnkum ekki kolefnissporið með minni innflutningi matvæla hér á þessari norðlægu eyju.Að lokum Píratar eru kerfisbreytingaflokkur, vilja betri kerfi á nokkrum sviðum. Breyting landbúnaðarkerfisins er þar á meðal og mjög mikilvæg fyrir okkur og umhverfi landsins. Það kostar viss átök að breyta, en borgar sig þegar upp er staðið. Áfram Ísland.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Píratar boða framsækna landbúnaðarstefnu sem sækir fyrirmyndir í sameiginlegu Evrópsku landbúnaðarstefnuna, CAP. Hér er henni lýst í aðalatriðum.Niðurfelling matartolla Við viljum fella niður tolla og innflutningshömlur á matvæli í áföngum. Það myndi koma neytendum gríðarlega vel því við það lækkar verð viðkomandi matvara um 35% að meðaltali, sem lækkar matarútgjöld hvers neytenda um 100.000 krónur á ári og fjögurra manna fjölskyldu því um 400.000 kr. á ári. Auk þess eykur það fjölbreytni matvælaframboðsins, loksins fengjum við allar þær vörur sem eru á boðstólum í Evrópu sem við kærum okkur um. Samt myndu flestir áfram versla hér lendar vörur sem þeir þekkja. Lækkun matarverða mun líka styrkja ferðaþjónustuna um land allt sem kemur landsbyggðinni einkar vel. Í kjölfar vaxandi ferðaþjónustu skapast líka ný tækifæri í þróun vöru og þjónustu í hinum dreifðu byggðum.Grunnstuðningur og viðbótarstuðningur Við viljum halda áfram beinum stuðningi skattgreiðenda við landbúnaðinn en breyta styrkjakerfinu í grundvallaratriðum úr framleiðslutengdum stuðningi í grunnstuðning til virkra bænda og hvatatengdan stuðning fyrir valin mikilvæg verkefni. Við viljum að grunnstuðningurinn verði svipaður og í nágrannalöndunum en þó heldur hærri vegna norðlægrar stöðu landsins. Beini stuðningurinn verndar þá fyrir sveiflum á markaði og skapar þeim frelsi til að prófa sig áfram í nýsköpun. Grunnstuðningurinn miðast við laun og verður að ákveða árlega fyrir gerð fjárlaga. Til viðbótar viljum við að bændur fái viðbótarstuðning fyrir tiltekin skilgreind verkefni svo sem endurheimt votlendis, nýliðun og nýsköpun, skógrækt, lífræna ræktun o.fl. Þannig myndi landbúnaðurinn taka meira mið af umhverfissjónarmiðum og verða vistvænni og fjölbreyttari. Með þessu fá bændur aukið svigrúm og frelsi og möguleika til að bæta sinn hag með því að ráðast í frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi og þróa vörur sínar á þann hátt sem höfðar til neytenda nútímans. Í dag þarf að eiga kvóta til að stunda hefðbundinn kúa- og kindabúskap og það er erfitt að komast inn í greinina nema með því að hafa töluvert fjármagn á bak við sig. Þessu viljum við breyta til að auðvelda nýliðun, auka sveigjanleika kerfisins og auðvelda bændum að bæta hag sinn með því að keppa á markaði á jafnræðisgrundvelli.Umhverfismálin Landbúnaður á Íslandi hefur verið mjög skaðlegur umhverfinu. Þurrkun votlendis hefur verið styrkt og því mikið stunduð. Reiknað hefur verið út að skurðir til sveita myndu ná nokkrum sinnum kringum jörðina. Mýrar hafa mesta lífmassann pr. fermetra hér á landi og því er afleiðingin hægur bruni þegar súrefni kemst að jarðveginum sem leiðir af sér losun gróðurhúslofttegunda í miklu magni. Talið er að bruni þurrkaðs votlendis svari til á bilinu 40% til 70% af losuninni hér á landi á móti um 15% frá samanlagðri losun frá bílaumferð, skipum og flugi. Endurheimt votlendis er því iðja sem mikilvægt er að beina stuðningi í og hætta stuðningi við þurrkun votlendis. Ofbeit landsins hefur gert það gróðursnautt á stórum svæðum, sem þýðir minni ljóstillífun, minna skjól og meiri loftkælingu. Vel gróið land og skógi vaxið er vistvænna og betur fallið til útiveru. Það þarf því að hætta lausagöngu búfjár og meta slíkt í stuðningsgreiðslum. Kolefnisspor af innflutningi kjöts er lægra en af innflutningi vara til framleiðslu hér á landi. Sem dæmi má taka að til að framleiða 1 kg af kjúklingi þarf um 2,3 kg af innfluttu korni. Svipað á við um framleiðslu svínakjöts og með öðrum hætti um kindakjöt og mjólk. Við minnkum ekki kolefnissporið með minni innflutningi matvæla hér á þessari norðlægu eyju.Að lokum Píratar eru kerfisbreytingaflokkur, vilja betri kerfi á nokkrum sviðum. Breyting landbúnaðarkerfisins er þar á meðal og mjög mikilvæg fyrir okkur og umhverfi landsins. Það kostar viss átök að breyta, en borgar sig þegar upp er staðið. Áfram Ísland.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun