Frítekjumark ellilífeyrisþega Haukur Haraldsson skrifar 27. október 2017 07:00 Um áramótin 2016 og 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar sem fólu í sér umtalsverðar kerfisbreytingar og umtalsverðar hækkanir bóta til 9.463 einstaklinga sem bjuggu einir, en 24.875 einstaklingar sem voru í sambúð fengu aðeins 5 prósent hækkun. Jafnframt var frítekjumark vegna atvinnutekna lækkað úr 109.000 krónum á mánuði í 25.000 krónur og frítekjumark látið gilda fyrir allar tekjur, þar með fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem var af hinu góða en þetta var smánarleg upphæð og ekki þeim til sóma sem að henni stóðu. Undanfarið hefir mikið verið fundað og rætt um frítekjumark atvinnutekna og að það verði 100.000 krónur á mánuði og virðast allir frambjóðendur til Alþingis vera tilbúnir að samþykkja það eins og kom fram á fundi sem haldinn var í Háskólabíói 14. október sl. Hins vegar hefir lítið verið rætt um að þetta frítekjumark eigi einnig að gilda fyrir aðrar tekjur eins og fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem ætti þó að vera meginhagsmunamál meirihluta lífeyrisþega. Samkvæmt skrá TR (Tryggingastofnun) eru í janúar 2017 34.338 sem fá bætur frá TR, þar af 9.463 sem búa einir og fá fjölskylduuppbót, en aðeins 4.621 sem hafa atvinnutekjur. Þannig að þetta frítekjumark vegna atvinnutekna myndi aðeins gagnast þrettán prósentum lífeyrisþega. Á hverju ári fjölgar ellilífeyrisþegum þannig að ef frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar fer þeim fjölgandi sem nýta sér að halda áfram að vinna sem er ekki fýsilegur kostur í dag. Það deyja líka margir ellilífeyrisþegar á ári hverju sem hafa þurft að lifa við kröpp kjör undanfarin ár. Þjóðfélaginu ber skylda til að bæta kjör ellilífeyrisþega og það fljótt, þannig að gamalt fólk geti lifað mannsæmandi lífi síðustu árin. Það hlýtur að verða krafa ellilífeyrisþega að þetta 100.000 króna frítekjumark gildi fyrir allar tekjur, atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur. Ef vel ætti að vera þarf þetta frítekjumark að vera 150.000, þá myndu ráðstöfunartekjur eftir skatt hækka um 94.300 krónur. Á framboðsfundum hafa þingmenn sagt að það kosti tvo til 2,5 milljarða að hækka frítekjumark atvinnutekna úr 25.000 upp í 100.000 krónur. Þessi kostnaður er eflaust reiknaður út frá tapaðri skerðingu sem er kr. 33.750 á mánuði fyrir hvern lífeyrisþega sem hefir atvinnutekjur. Þessir 2-2,5 milljarðar eru með skatti, þannig að ef við drögum skatttekjur frá þá er raunkostnaður aðeins hálfur til einn milljarður. Við þessa hækkun frítekjumarks atvinnutekna fara eflaust fleiri að stunda vinnu, en við það verður kostnaður ríkisins enginn þar sem engar skerðingar aukast, en ríkið fær auknar skatttekjur. Sennilega fjölgar þeim lífeyrisþegum um 5-7 þúsund sem fara á vinnumarkað við hækkum frítekjumarks þannig að þá fengi ríkið aukna skatta sem nemur 1,5- 2,5 milljörðum.Gæta þarf jafnræðis Ef frítekjumark verður aðeins hækkað vegna atvinnutekna sitja þeir eftir sem ekki hafa tök á að nýta sér þetta frítekjumark en hafa einhverjar lífeyrissjóðstekjur og/eða fjármagnstekjur. Ef við gefum okkur þær forsendur að þeir sem nýta sér frítekjumark atvinnutekna séu um 11 þúsund, þá eru um 23 þúsund sem myndu geta nýtt sér frítekjumark lífeyrissjóðs- og fjármagnstekna. Tapaðar skerðingar TR yrðu um 9,3 milljarðar ef þetta frítekjumark nýtist að fullu sem er ólíklegt. Það væri fróðlegt að fá útreikning TR á þessu. Við hækkun frítekjumarks um 75.000 krónur munu ráðstöfunartekjur lífeyrisþega hækka um 47.000 krónur á mánuði. Ofangreindur útreikningur er aðeins gerður til að átta sig á kostnaðartölum og rauntölum. Tölur um fjölda þeirra sem fá ellilífeyri frá TR og fleira eru fengnar af heimasíðu TR sem er mjög aðgengileg og vinnubrögð starfsfólks TR til fyrirmyndar. Tilgangurinn með þessum skrifum er að vekja athygli á að til að gæta jafnræðis milli lífeyrisþega þarf frítekjumark að ná til allra tekna enda þá í samræmi við núverandi greiðslukerfi TR. Með von um að gott samstarf megi takist meðal þingmanna um þessi mál þegar þing kemur saman eftir kosningar. Höfundur er áhugamaður um velferð aldraðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Um áramótin 2016 og 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar sem fólu í sér umtalsverðar kerfisbreytingar og umtalsverðar hækkanir bóta til 9.463 einstaklinga sem bjuggu einir, en 24.875 einstaklingar sem voru í sambúð fengu aðeins 5 prósent hækkun. Jafnframt var frítekjumark vegna atvinnutekna lækkað úr 109.000 krónum á mánuði í 25.000 krónur og frítekjumark látið gilda fyrir allar tekjur, þar með fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem var af hinu góða en þetta var smánarleg upphæð og ekki þeim til sóma sem að henni stóðu. Undanfarið hefir mikið verið fundað og rætt um frítekjumark atvinnutekna og að það verði 100.000 krónur á mánuði og virðast allir frambjóðendur til Alþingis vera tilbúnir að samþykkja það eins og kom fram á fundi sem haldinn var í Háskólabíói 14. október sl. Hins vegar hefir lítið verið rætt um að þetta frítekjumark eigi einnig að gilda fyrir aðrar tekjur eins og fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem ætti þó að vera meginhagsmunamál meirihluta lífeyrisþega. Samkvæmt skrá TR (Tryggingastofnun) eru í janúar 2017 34.338 sem fá bætur frá TR, þar af 9.463 sem búa einir og fá fjölskylduuppbót, en aðeins 4.621 sem hafa atvinnutekjur. Þannig að þetta frítekjumark vegna atvinnutekna myndi aðeins gagnast þrettán prósentum lífeyrisþega. Á hverju ári fjölgar ellilífeyrisþegum þannig að ef frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar fer þeim fjölgandi sem nýta sér að halda áfram að vinna sem er ekki fýsilegur kostur í dag. Það deyja líka margir ellilífeyrisþegar á ári hverju sem hafa þurft að lifa við kröpp kjör undanfarin ár. Þjóðfélaginu ber skylda til að bæta kjör ellilífeyrisþega og það fljótt, þannig að gamalt fólk geti lifað mannsæmandi lífi síðustu árin. Það hlýtur að verða krafa ellilífeyrisþega að þetta 100.000 króna frítekjumark gildi fyrir allar tekjur, atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur. Ef vel ætti að vera þarf þetta frítekjumark að vera 150.000, þá myndu ráðstöfunartekjur eftir skatt hækka um 94.300 krónur. Á framboðsfundum hafa þingmenn sagt að það kosti tvo til 2,5 milljarða að hækka frítekjumark atvinnutekna úr 25.000 upp í 100.000 krónur. Þessi kostnaður er eflaust reiknaður út frá tapaðri skerðingu sem er kr. 33.750 á mánuði fyrir hvern lífeyrisþega sem hefir atvinnutekjur. Þessir 2-2,5 milljarðar eru með skatti, þannig að ef við drögum skatttekjur frá þá er raunkostnaður aðeins hálfur til einn milljarður. Við þessa hækkun frítekjumarks atvinnutekna fara eflaust fleiri að stunda vinnu, en við það verður kostnaður ríkisins enginn þar sem engar skerðingar aukast, en ríkið fær auknar skatttekjur. Sennilega fjölgar þeim lífeyrisþegum um 5-7 þúsund sem fara á vinnumarkað við hækkum frítekjumarks þannig að þá fengi ríkið aukna skatta sem nemur 1,5- 2,5 milljörðum.Gæta þarf jafnræðis Ef frítekjumark verður aðeins hækkað vegna atvinnutekna sitja þeir eftir sem ekki hafa tök á að nýta sér þetta frítekjumark en hafa einhverjar lífeyrissjóðstekjur og/eða fjármagnstekjur. Ef við gefum okkur þær forsendur að þeir sem nýta sér frítekjumark atvinnutekna séu um 11 þúsund, þá eru um 23 þúsund sem myndu geta nýtt sér frítekjumark lífeyrissjóðs- og fjármagnstekna. Tapaðar skerðingar TR yrðu um 9,3 milljarðar ef þetta frítekjumark nýtist að fullu sem er ólíklegt. Það væri fróðlegt að fá útreikning TR á þessu. Við hækkun frítekjumarks um 75.000 krónur munu ráðstöfunartekjur lífeyrisþega hækka um 47.000 krónur á mánuði. Ofangreindur útreikningur er aðeins gerður til að átta sig á kostnaðartölum og rauntölum. Tölur um fjölda þeirra sem fá ellilífeyri frá TR og fleira eru fengnar af heimasíðu TR sem er mjög aðgengileg og vinnubrögð starfsfólks TR til fyrirmyndar. Tilgangurinn með þessum skrifum er að vekja athygli á að til að gæta jafnræðis milli lífeyrisþega þarf frítekjumark að ná til allra tekna enda þá í samræmi við núverandi greiðslukerfi TR. Með von um að gott samstarf megi takist meðal þingmanna um þessi mál þegar þing kemur saman eftir kosningar. Höfundur er áhugamaður um velferð aldraðra.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun