Frítekjumark ellilífeyrisþega Haukur Haraldsson skrifar 27. október 2017 07:00 Um áramótin 2016 og 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar sem fólu í sér umtalsverðar kerfisbreytingar og umtalsverðar hækkanir bóta til 9.463 einstaklinga sem bjuggu einir, en 24.875 einstaklingar sem voru í sambúð fengu aðeins 5 prósent hækkun. Jafnframt var frítekjumark vegna atvinnutekna lækkað úr 109.000 krónum á mánuði í 25.000 krónur og frítekjumark látið gilda fyrir allar tekjur, þar með fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem var af hinu góða en þetta var smánarleg upphæð og ekki þeim til sóma sem að henni stóðu. Undanfarið hefir mikið verið fundað og rætt um frítekjumark atvinnutekna og að það verði 100.000 krónur á mánuði og virðast allir frambjóðendur til Alþingis vera tilbúnir að samþykkja það eins og kom fram á fundi sem haldinn var í Háskólabíói 14. október sl. Hins vegar hefir lítið verið rætt um að þetta frítekjumark eigi einnig að gilda fyrir aðrar tekjur eins og fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem ætti þó að vera meginhagsmunamál meirihluta lífeyrisþega. Samkvæmt skrá TR (Tryggingastofnun) eru í janúar 2017 34.338 sem fá bætur frá TR, þar af 9.463 sem búa einir og fá fjölskylduuppbót, en aðeins 4.621 sem hafa atvinnutekjur. Þannig að þetta frítekjumark vegna atvinnutekna myndi aðeins gagnast þrettán prósentum lífeyrisþega. Á hverju ári fjölgar ellilífeyrisþegum þannig að ef frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar fer þeim fjölgandi sem nýta sér að halda áfram að vinna sem er ekki fýsilegur kostur í dag. Það deyja líka margir ellilífeyrisþegar á ári hverju sem hafa þurft að lifa við kröpp kjör undanfarin ár. Þjóðfélaginu ber skylda til að bæta kjör ellilífeyrisþega og það fljótt, þannig að gamalt fólk geti lifað mannsæmandi lífi síðustu árin. Það hlýtur að verða krafa ellilífeyrisþega að þetta 100.000 króna frítekjumark gildi fyrir allar tekjur, atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur. Ef vel ætti að vera þarf þetta frítekjumark að vera 150.000, þá myndu ráðstöfunartekjur eftir skatt hækka um 94.300 krónur. Á framboðsfundum hafa þingmenn sagt að það kosti tvo til 2,5 milljarða að hækka frítekjumark atvinnutekna úr 25.000 upp í 100.000 krónur. Þessi kostnaður er eflaust reiknaður út frá tapaðri skerðingu sem er kr. 33.750 á mánuði fyrir hvern lífeyrisþega sem hefir atvinnutekjur. Þessir 2-2,5 milljarðar eru með skatti, þannig að ef við drögum skatttekjur frá þá er raunkostnaður aðeins hálfur til einn milljarður. Við þessa hækkun frítekjumarks atvinnutekna fara eflaust fleiri að stunda vinnu, en við það verður kostnaður ríkisins enginn þar sem engar skerðingar aukast, en ríkið fær auknar skatttekjur. Sennilega fjölgar þeim lífeyrisþegum um 5-7 þúsund sem fara á vinnumarkað við hækkum frítekjumarks þannig að þá fengi ríkið aukna skatta sem nemur 1,5- 2,5 milljörðum.Gæta þarf jafnræðis Ef frítekjumark verður aðeins hækkað vegna atvinnutekna sitja þeir eftir sem ekki hafa tök á að nýta sér þetta frítekjumark en hafa einhverjar lífeyrissjóðstekjur og/eða fjármagnstekjur. Ef við gefum okkur þær forsendur að þeir sem nýta sér frítekjumark atvinnutekna séu um 11 þúsund, þá eru um 23 þúsund sem myndu geta nýtt sér frítekjumark lífeyrissjóðs- og fjármagnstekna. Tapaðar skerðingar TR yrðu um 9,3 milljarðar ef þetta frítekjumark nýtist að fullu sem er ólíklegt. Það væri fróðlegt að fá útreikning TR á þessu. Við hækkun frítekjumarks um 75.000 krónur munu ráðstöfunartekjur lífeyrisþega hækka um 47.000 krónur á mánuði. Ofangreindur útreikningur er aðeins gerður til að átta sig á kostnaðartölum og rauntölum. Tölur um fjölda þeirra sem fá ellilífeyri frá TR og fleira eru fengnar af heimasíðu TR sem er mjög aðgengileg og vinnubrögð starfsfólks TR til fyrirmyndar. Tilgangurinn með þessum skrifum er að vekja athygli á að til að gæta jafnræðis milli lífeyrisþega þarf frítekjumark að ná til allra tekna enda þá í samræmi við núverandi greiðslukerfi TR. Með von um að gott samstarf megi takist meðal þingmanna um þessi mál þegar þing kemur saman eftir kosningar. Höfundur er áhugamaður um velferð aldraðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Um áramótin 2016 og 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar sem fólu í sér umtalsverðar kerfisbreytingar og umtalsverðar hækkanir bóta til 9.463 einstaklinga sem bjuggu einir, en 24.875 einstaklingar sem voru í sambúð fengu aðeins 5 prósent hækkun. Jafnframt var frítekjumark vegna atvinnutekna lækkað úr 109.000 krónum á mánuði í 25.000 krónur og frítekjumark látið gilda fyrir allar tekjur, þar með fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem var af hinu góða en þetta var smánarleg upphæð og ekki þeim til sóma sem að henni stóðu. Undanfarið hefir mikið verið fundað og rætt um frítekjumark atvinnutekna og að það verði 100.000 krónur á mánuði og virðast allir frambjóðendur til Alþingis vera tilbúnir að samþykkja það eins og kom fram á fundi sem haldinn var í Háskólabíói 14. október sl. Hins vegar hefir lítið verið rætt um að þetta frítekjumark eigi einnig að gilda fyrir aðrar tekjur eins og fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem ætti þó að vera meginhagsmunamál meirihluta lífeyrisþega. Samkvæmt skrá TR (Tryggingastofnun) eru í janúar 2017 34.338 sem fá bætur frá TR, þar af 9.463 sem búa einir og fá fjölskylduuppbót, en aðeins 4.621 sem hafa atvinnutekjur. Þannig að þetta frítekjumark vegna atvinnutekna myndi aðeins gagnast þrettán prósentum lífeyrisþega. Á hverju ári fjölgar ellilífeyrisþegum þannig að ef frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar fer þeim fjölgandi sem nýta sér að halda áfram að vinna sem er ekki fýsilegur kostur í dag. Það deyja líka margir ellilífeyrisþegar á ári hverju sem hafa þurft að lifa við kröpp kjör undanfarin ár. Þjóðfélaginu ber skylda til að bæta kjör ellilífeyrisþega og það fljótt, þannig að gamalt fólk geti lifað mannsæmandi lífi síðustu árin. Það hlýtur að verða krafa ellilífeyrisþega að þetta 100.000 króna frítekjumark gildi fyrir allar tekjur, atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur. Ef vel ætti að vera þarf þetta frítekjumark að vera 150.000, þá myndu ráðstöfunartekjur eftir skatt hækka um 94.300 krónur. Á framboðsfundum hafa þingmenn sagt að það kosti tvo til 2,5 milljarða að hækka frítekjumark atvinnutekna úr 25.000 upp í 100.000 krónur. Þessi kostnaður er eflaust reiknaður út frá tapaðri skerðingu sem er kr. 33.750 á mánuði fyrir hvern lífeyrisþega sem hefir atvinnutekjur. Þessir 2-2,5 milljarðar eru með skatti, þannig að ef við drögum skatttekjur frá þá er raunkostnaður aðeins hálfur til einn milljarður. Við þessa hækkun frítekjumarks atvinnutekna fara eflaust fleiri að stunda vinnu, en við það verður kostnaður ríkisins enginn þar sem engar skerðingar aukast, en ríkið fær auknar skatttekjur. Sennilega fjölgar þeim lífeyrisþegum um 5-7 þúsund sem fara á vinnumarkað við hækkum frítekjumarks þannig að þá fengi ríkið aukna skatta sem nemur 1,5- 2,5 milljörðum.Gæta þarf jafnræðis Ef frítekjumark verður aðeins hækkað vegna atvinnutekna sitja þeir eftir sem ekki hafa tök á að nýta sér þetta frítekjumark en hafa einhverjar lífeyrissjóðstekjur og/eða fjármagnstekjur. Ef við gefum okkur þær forsendur að þeir sem nýta sér frítekjumark atvinnutekna séu um 11 þúsund, þá eru um 23 þúsund sem myndu geta nýtt sér frítekjumark lífeyrissjóðs- og fjármagnstekna. Tapaðar skerðingar TR yrðu um 9,3 milljarðar ef þetta frítekjumark nýtist að fullu sem er ólíklegt. Það væri fróðlegt að fá útreikning TR á þessu. Við hækkun frítekjumarks um 75.000 krónur munu ráðstöfunartekjur lífeyrisþega hækka um 47.000 krónur á mánuði. Ofangreindur útreikningur er aðeins gerður til að átta sig á kostnaðartölum og rauntölum. Tölur um fjölda þeirra sem fá ellilífeyri frá TR og fleira eru fengnar af heimasíðu TR sem er mjög aðgengileg og vinnubrögð starfsfólks TR til fyrirmyndar. Tilgangurinn með þessum skrifum er að vekja athygli á að til að gæta jafnræðis milli lífeyrisþega þarf frítekjumark að ná til allra tekna enda þá í samræmi við núverandi greiðslukerfi TR. Með von um að gott samstarf megi takist meðal þingmanna um þessi mál þegar þing kemur saman eftir kosningar. Höfundur er áhugamaður um velferð aldraðra.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun