Íslenska Rússlandsævintýrið hafið | Stjörnustelpur í miklu stuði og komust áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 16:15 Stjörnukonur fagna marki. Vísir/Stefán Stjarnan er komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir frábæran 4-0 sigur á rússneska liðnu Rossiyanka úti í Rússlandi í dag. Þetta var seinni leikur liðanna í 32 liða úrslitum keppninnar. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Garðabænum en Stjörnukonur eru farnir að þekkja vel til í Rússlandi og léku við hvern sinn fingur í seinni leiknum í dag. Stjarnan vann 5-1 samanlagt og komst þar með loksins í gegnum rússneskt lið í Meistaradeildinni en Garðabæjarliðið hefur mætt liði frá Rússlandi í öll fjögur skiptin sem liðið hefur komist í 32 liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem íslensk kvennalið kemst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar eða síðan að Valskonur komust í milliriðil keppninnar fyrir níu árum en þá byrjaði útsláttarkeppnin ekki fyrr en í átta liða úrslitum. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk í dag, Kristrún Kristjánsdóttir var með mark og stoðsendingu beint úr horni og fjórða markið var sjálfsmark markvarðarins Anastasiyu Ananyeva. Agla María Albertsdóttir lagði upp tvö marka Stjörnuliðsins í dag. Stjörnukonur hafa með þessu vonandi gefið rétta tóninn fyrir komandi sumar þar sem karlalandsliðið mun gekk á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Þá má kannski segja að íslenska Rússlandsævintýrið sé hafið. Katrín Ásbjörnsdóttir kom Íslandi í 1-0 á 41. mínútu eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu Albertsdóttur og þannig var staðan í hálfleik. Kristrún Kristjánsdóttir kom Stjörnunni í 2-0 á 49. mínútu með marki beint úr hornspyrnu og fimm mínútum síðar endaði hornspyrna Kristrúnar á Katrínu sem kom Stjörnunni í 3-0. Fjórða markið var sjálfsmark rússneska markvarðarins Anastasiyu Ananyeva sem sló fyrirgjöf Öglu Maríu Albertsdóttur í eigið mark.Hér að neðan má sjá útsendingu frá leiknum. Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Stjarnan er komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir frábæran 4-0 sigur á rússneska liðnu Rossiyanka úti í Rússlandi í dag. Þetta var seinni leikur liðanna í 32 liða úrslitum keppninnar. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Garðabænum en Stjörnukonur eru farnir að þekkja vel til í Rússlandi og léku við hvern sinn fingur í seinni leiknum í dag. Stjarnan vann 5-1 samanlagt og komst þar með loksins í gegnum rússneskt lið í Meistaradeildinni en Garðabæjarliðið hefur mætt liði frá Rússlandi í öll fjögur skiptin sem liðið hefur komist í 32 liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem íslensk kvennalið kemst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar eða síðan að Valskonur komust í milliriðil keppninnar fyrir níu árum en þá byrjaði útsláttarkeppnin ekki fyrr en í átta liða úrslitum. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk í dag, Kristrún Kristjánsdóttir var með mark og stoðsendingu beint úr horni og fjórða markið var sjálfsmark markvarðarins Anastasiyu Ananyeva. Agla María Albertsdóttir lagði upp tvö marka Stjörnuliðsins í dag. Stjörnukonur hafa með þessu vonandi gefið rétta tóninn fyrir komandi sumar þar sem karlalandsliðið mun gekk á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Þá má kannski segja að íslenska Rússlandsævintýrið sé hafið. Katrín Ásbjörnsdóttir kom Íslandi í 1-0 á 41. mínútu eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu Albertsdóttur og þannig var staðan í hálfleik. Kristrún Kristjánsdóttir kom Stjörnunni í 2-0 á 49. mínútu með marki beint úr hornspyrnu og fimm mínútum síðar endaði hornspyrna Kristrúnar á Katrínu sem kom Stjörnunni í 3-0. Fjórða markið var sjálfsmark rússneska markvarðarins Anastasiyu Ananyeva sem sló fyrirgjöf Öglu Maríu Albertsdóttur í eigið mark.Hér að neðan má sjá útsendingu frá leiknum.
Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira