Hvar viljum við standa í fjórðu iðnbyltingunni? Emil Robert Smith skrifar 13. október 2017 09:00 Háskólar á Íslandi hafa verið undirfjármagnaðir í alltof langan tíma. Hagsmunasamtök og rektorar háskólanna hafa reynt að skapa umræðu um vandamálið undir myllumerkinu #HáskólaríHættu og nú #KjóstuMenntun. Skiljanlega getur verið erfitt að halda á lofti umræðu um undirfjármögnun háskólanna þegar margt annað brennur á fólkinu í landinu; heilbrigðismál, húsnæðismarkaðurinn, ferðamannastraumurinn og innflytjendamál svo dæmi séu nefnd. Öll þessi mál eiga það þó sameiginlegt að til þess að standa vel að þeim, þurfum við að byggja á rannsóknum, fræðum og þekkingu sem fæst að miklu leyti úr háskólum. Því er í raun ótrúlegt að kastljósinu sé ekki í meiri mæli beint að undirfjármögnun háskólanna á Íslandi. Ísland skortir heildarstefnu í menntamálum. Ákvarðanir eru yfirleitt hugsaðar og mótaðar fyrir næstu fjögur árin, þar til venjulega kosið er á ný. Einfalt dæmi um þetta eru aðgerðaráætlanir Vísinda- og tækniráðs, annars vegar fyrir árin 2014-2016 og hins vegar fyrir árin 2017-2019, en þar var markmiðum að ná bæði meðaltali OECD og Norðurlanda frestað um 4-5 ár eftir að ný ríkisstjórn tók við fyrr á þessu ári. Úr aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016: „1.2 Styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016 og Norðurlanda árið 2020.“ Úr aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs 2017-2019: „Aðgerð 4: Gæði og skilvirkni háskólastarfs verða aukin, meðal annars með því að efla fjármögnun með það að markmiði að hún nái meðaltali OECD árið 2020 og Norðurlanda árið 2025.“ Því hlýtur að teljast eðlilegt að spyrja sig hvers vegna verið er að setja markmið sem breytast í hvert skipti sem ný ríkisstjórn tekur við. Ákvarðanir er varða menntamál eru kannski ekki sýnilegar á einu kjörtímabili, en þegar til lengri tíma er litið hafa þær ákvarðanir veruleg áhrif á efnahag landsins, samfélagið í heild og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Háskólar á Íslandi standa sig vel í því sem þeir gera; þeir eru að skila út þúsundum útskrifaðra einstaklinga á atvinnumarkaðinn á hverju ári. Einstaklinga sem skapa verðmæti, leysa vandamál og vinna að framþróun samfélagsins. Þrátt fyrir það er heimurinn í kringum okkur sífellt að breytast. Ef staða háskólanna mun ekki batna mun Ísland dragast aftur úr og erum við í raun þegar byrjuð að dragast aftur úr á ýmsum sviðum, t.a.m. á sviði gervigreindar og greiningu stórra gagnasafna. Ein helsta afleiðing undirfjármögnun háskólanna er lítið svigrúm til að sinna hlutum utan kennslu og lágmarksrannsókna. Það þarf því að bæta verulega í rannsóknir og sérþekkingu í háskólum landsins til þess að Ísland geti verið samkeppnishæft á alþjóðavettvangi í framtíðinni. Í þessu tilliti má sérstaklega líta á fjórðu iðnbyltinguna og þá gríðarlegu tækniþróun sem fylgir henni. Sagan hefur sýnt að þær þjóðir sem ekki hafa tekið þátt í fyrri iðnbyltingum frá byrjun, eiga mjög erfitt með að ná þeim þjóðum sem höfðu tekið þátt frá upphafi. Það er því nauðsynlegt að Ísland grípi hvert og eitt þeirra tækifæra sem munu koma í kjölfar þessarar þróunar og verði leiðandi þjóð í fjórðu iðnbyltingunni, í stað þess að dragast aftur úr þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það verður því áhugavert að sjá hvort að þeir flokkar sem bjóða sig fram til Alþingis, velji að Ísland dragist aftur úr í náinni framtíð eða að Ísland leiði lestina og verði fremst í flokki í þeirri miklu tæknilegri þróun sem er að eiga sér stað í dag. Ég veit að ég vel seinni valkostinn og hvet alla til að kjósa menntun þann 28. október. #KjóstuMenntunGreinin er hluti af átaki Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mennt er máttur Menntun eykur þróun og nýsköpun og býr þannig til fleiri tækifæri og starfsmöguleika. Menntun eykur gagnrýna hugsun og hjálpar einstaklingum að finna hvar áhugasvið þeirra liggur. 12. október 2017 09:42 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00 Þú færð helmingi minna en á Norðurlöndunum Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta. 10. október 2017 09:00 Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00 Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49 Aftur til fortíðar - undirfjármögnun hægir á framförum Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki. 11. október 2017 12:15 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Háskólar á Íslandi hafa verið undirfjármagnaðir í alltof langan tíma. Hagsmunasamtök og rektorar háskólanna hafa reynt að skapa umræðu um vandamálið undir myllumerkinu #HáskólaríHættu og nú #KjóstuMenntun. Skiljanlega getur verið erfitt að halda á lofti umræðu um undirfjármögnun háskólanna þegar margt annað brennur á fólkinu í landinu; heilbrigðismál, húsnæðismarkaðurinn, ferðamannastraumurinn og innflytjendamál svo dæmi séu nefnd. Öll þessi mál eiga það þó sameiginlegt að til þess að standa vel að þeim, þurfum við að byggja á rannsóknum, fræðum og þekkingu sem fæst að miklu leyti úr háskólum. Því er í raun ótrúlegt að kastljósinu sé ekki í meiri mæli beint að undirfjármögnun háskólanna á Íslandi. Ísland skortir heildarstefnu í menntamálum. Ákvarðanir eru yfirleitt hugsaðar og mótaðar fyrir næstu fjögur árin, þar til venjulega kosið er á ný. Einfalt dæmi um þetta eru aðgerðaráætlanir Vísinda- og tækniráðs, annars vegar fyrir árin 2014-2016 og hins vegar fyrir árin 2017-2019, en þar var markmiðum að ná bæði meðaltali OECD og Norðurlanda frestað um 4-5 ár eftir að ný ríkisstjórn tók við fyrr á þessu ári. Úr aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016: „1.2 Styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016 og Norðurlanda árið 2020.“ Úr aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs 2017-2019: „Aðgerð 4: Gæði og skilvirkni háskólastarfs verða aukin, meðal annars með því að efla fjármögnun með það að markmiði að hún nái meðaltali OECD árið 2020 og Norðurlanda árið 2025.“ Því hlýtur að teljast eðlilegt að spyrja sig hvers vegna verið er að setja markmið sem breytast í hvert skipti sem ný ríkisstjórn tekur við. Ákvarðanir er varða menntamál eru kannski ekki sýnilegar á einu kjörtímabili, en þegar til lengri tíma er litið hafa þær ákvarðanir veruleg áhrif á efnahag landsins, samfélagið í heild og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Háskólar á Íslandi standa sig vel í því sem þeir gera; þeir eru að skila út þúsundum útskrifaðra einstaklinga á atvinnumarkaðinn á hverju ári. Einstaklinga sem skapa verðmæti, leysa vandamál og vinna að framþróun samfélagsins. Þrátt fyrir það er heimurinn í kringum okkur sífellt að breytast. Ef staða háskólanna mun ekki batna mun Ísland dragast aftur úr og erum við í raun þegar byrjuð að dragast aftur úr á ýmsum sviðum, t.a.m. á sviði gervigreindar og greiningu stórra gagnasafna. Ein helsta afleiðing undirfjármögnun háskólanna er lítið svigrúm til að sinna hlutum utan kennslu og lágmarksrannsókna. Það þarf því að bæta verulega í rannsóknir og sérþekkingu í háskólum landsins til þess að Ísland geti verið samkeppnishæft á alþjóðavettvangi í framtíðinni. Í þessu tilliti má sérstaklega líta á fjórðu iðnbyltinguna og þá gríðarlegu tækniþróun sem fylgir henni. Sagan hefur sýnt að þær þjóðir sem ekki hafa tekið þátt í fyrri iðnbyltingum frá byrjun, eiga mjög erfitt með að ná þeim þjóðum sem höfðu tekið þátt frá upphafi. Það er því nauðsynlegt að Ísland grípi hvert og eitt þeirra tækifæra sem munu koma í kjölfar þessarar þróunar og verði leiðandi þjóð í fjórðu iðnbyltingunni, í stað þess að dragast aftur úr þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það verður því áhugavert að sjá hvort að þeir flokkar sem bjóða sig fram til Alþingis, velji að Ísland dragist aftur úr í náinni framtíð eða að Ísland leiði lestina og verði fremst í flokki í þeirri miklu tæknilegri þróun sem er að eiga sér stað í dag. Ég veit að ég vel seinni valkostinn og hvet alla til að kjósa menntun þann 28. október. #KjóstuMenntunGreinin er hluti af átaki Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mennt er máttur Menntun eykur þróun og nýsköpun og býr þannig til fleiri tækifæri og starfsmöguleika. Menntun eykur gagnrýna hugsun og hjálpar einstaklingum að finna hvar áhugasvið þeirra liggur. 12. október 2017 09:42
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00
Þú færð helmingi minna en á Norðurlöndunum Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta. 10. október 2017 09:00
Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00
Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49
Aftur til fortíðar - undirfjármögnun hægir á framförum Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki. 11. október 2017 12:15
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun