Milli steins og sleggju María Rún Þrándardóttir skrifar 17. október 2017 09:00 Mikilvægi lista og annarra skapandi greina í samfélaginu er óumdeilanlegt. Gildi þeirra er ekki einungis falið í miðlun hugmynda, fagurfræði og nýrrar sýnar. Skapandi greinar eru ekki aðeins vettvangur til að tjá tilfinningar og varðveita menningu fyrri alda. Af þeim hlýtur beinn hagvöxtur. Velta skapandi greina fer ört vaxandi en hún var árið 2010 „að lágmarki 189 ma.kr. á ársgrundvelli og skapa þjóðarbúinu a.m.k. 24 ma.kr. útflutningstekjur á ári.“ Listaháskóli Íslands (LHÍ) leikur lykilhlutverk í að hækka menntastig fólks innan greinanna og stuðlar því að betri búskap ríkissjóðs. Fjárframlög ríkisins til LHÍ voru 1.088 milljónir kr. í ár, sem nemur 2,43 milljónum kr. á hvern nemanda. Skólar annarra Norðurlanda eru hinsvegar töluvert betur staddir, með í kringum 4 milljónir kr. á nemanda. Afleiðingar þessa fjársveltis eru tvímælalausar. Skólagjöldin hækka með ári hverju og greiddu nýnemar bakkalárstigs 265.000kr. fyrir haustönn. Þetta eru hæstu skólagjöld á bakkalárstigi á höfuðborgarsvæðinu og önnur hæstu á landsvísu. LHÍ er eina stofnunin sem býður upp á listnám á háskólastigi svo nemendum ber að greiða uppgefna upphæð til að stunda slíkt nám. Hinsvegar hafa nemendur annarra sviða val um að greiða skólagjöld því margar af þeim greinum sem kenndar eru í sérskólum, eru einnig kenndar í ríkisreknum skólum. Þetta er í hrópandi ósamræmi við menningarstefnu menntamálaráðuneytis en þar segir: „Aðgengi að menningu verði sem best tryggt fyrir alla þjóðfélagshópa, óháð búsetu og efnahag.“ Aðgengi hreyfihamlaðra er einnig afar ábótavant og stangast í raun á við mannréttindi þeirra. Engin lyfta er við Sölvhólsgötu og á Laugarnesvegi er aðeins leyfilegt að nota lyftu í fylgd með starfsmanni. Ástæða þess er að Listaháskólinn leigir þriðjung byggingarinnar en geymslusalir í eigu ríkisins fylla aðra hluta. Þar leynast leikmunir frá Þjóðleikhúsinu og listaverk úr Listasafni Íslands innan um heilu vinnuvélarnar. Stefna LHÍ hefur alltaf verið að færa starfsemi sína undir einn og sama hattinn til að auðvelda skörun listgreina og efla hagkvæmni í rekstri, en hugsjón og raunveruleiki hafa ekki enn átt samleið. Ein leiðin væri að færa ríkisgeymslur í hentugra húsnæði og aðra starfsemi skólans í þeirra stað. Vergangssaga skólans er jafn gömul honum sjálfum og leigusamningar til bráðabirgða eru skólayfirvöldum vel kunnugir. Enn er kennt í mygluhúsinu við Sölvhólsgötu og enn eru greinar sem þessi skrifaðar til að minna á stöðuna. Skapandi greinar ættu að vera metnar að verðleikum og mikilvægt skref í þá átt er stuðningur við Listaháskólann. Háskólakerfið í heild er milli steins og sleggju. Breytingar eru í höndum kjósenda og hvet ég þá til að nýta rétt sinn og kjósa menntun.Greinin er hluti af átaki Nemendaráðs Listaháskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Af áhuga sprettur árangur Eins og fram hefur komið á undanförnum dögum, í aðsendum greinum aðildarfélaga LÍS – Landssamtaka íslenskra stúdenta, hefur undirfjármögnun háskólanna víðtækari áhrif en bara á nemendur. 15. október 2017 09:00 Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mennt er máttur Menntun eykur þróun og nýsköpun og býr þannig til fleiri tækifæri og starfsmöguleika. Menntun eykur gagnrýna hugsun og hjálpar einstaklingum að finna hvar áhugasvið þeirra liggur. 12. október 2017 09:42 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00 Þú færð helmingi minna en á Norðurlöndunum Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta. 10. október 2017 09:00 Háskólamenntun í heimabyggð Á Íslandi búum við það vel að eiga sjö starfandi háskóla, þar af eru fjórir háskólar starfandi utan höfuðborgarsvæðisins. 16. október 2017 09:00 Námsmenn erlendis og niðurskurðarhnífurinn Í þeim kosningum sem nú eru að ganga í garð er mikilvægt að setja menntun á dagskrá sem eitt af stóru kosningamálunum. Þótt tíminn sé naumur þangað til að gengið er að kjörkössunum er nauðsynlegt að vita hvaða sýn íslenskir stjórnmálamenn hafa varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) og námsmenn erlendis. 14. október 2017 09:00 Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00 Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49 Aftur til fortíðar - undirfjármögnun hægir á framförum Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki. 11. október 2017 12:15 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00 Hvar viljum við standa í fjórðu iðnbyltingunni? Háskólar á Íslandi hafa verið undirfjármagnaðir í alltof langan tíma. Hagsmunasamtök og rektorar háskólanna hafa reynt að skapa umræðu um vandamálið undir myllumerkinu #HáskólaríHættu og nú #KjóstuMenntun. 13. október 2017 09:00 Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikilvægi lista og annarra skapandi greina í samfélaginu er óumdeilanlegt. Gildi þeirra er ekki einungis falið í miðlun hugmynda, fagurfræði og nýrrar sýnar. Skapandi greinar eru ekki aðeins vettvangur til að tjá tilfinningar og varðveita menningu fyrri alda. Af þeim hlýtur beinn hagvöxtur. Velta skapandi greina fer ört vaxandi en hún var árið 2010 „að lágmarki 189 ma.kr. á ársgrundvelli og skapa þjóðarbúinu a.m.k. 24 ma.kr. útflutningstekjur á ári.“ Listaháskóli Íslands (LHÍ) leikur lykilhlutverk í að hækka menntastig fólks innan greinanna og stuðlar því að betri búskap ríkissjóðs. Fjárframlög ríkisins til LHÍ voru 1.088 milljónir kr. í ár, sem nemur 2,43 milljónum kr. á hvern nemanda. Skólar annarra Norðurlanda eru hinsvegar töluvert betur staddir, með í kringum 4 milljónir kr. á nemanda. Afleiðingar þessa fjársveltis eru tvímælalausar. Skólagjöldin hækka með ári hverju og greiddu nýnemar bakkalárstigs 265.000kr. fyrir haustönn. Þetta eru hæstu skólagjöld á bakkalárstigi á höfuðborgarsvæðinu og önnur hæstu á landsvísu. LHÍ er eina stofnunin sem býður upp á listnám á háskólastigi svo nemendum ber að greiða uppgefna upphæð til að stunda slíkt nám. Hinsvegar hafa nemendur annarra sviða val um að greiða skólagjöld því margar af þeim greinum sem kenndar eru í sérskólum, eru einnig kenndar í ríkisreknum skólum. Þetta er í hrópandi ósamræmi við menningarstefnu menntamálaráðuneytis en þar segir: „Aðgengi að menningu verði sem best tryggt fyrir alla þjóðfélagshópa, óháð búsetu og efnahag.“ Aðgengi hreyfihamlaðra er einnig afar ábótavant og stangast í raun á við mannréttindi þeirra. Engin lyfta er við Sölvhólsgötu og á Laugarnesvegi er aðeins leyfilegt að nota lyftu í fylgd með starfsmanni. Ástæða þess er að Listaháskólinn leigir þriðjung byggingarinnar en geymslusalir í eigu ríkisins fylla aðra hluta. Þar leynast leikmunir frá Þjóðleikhúsinu og listaverk úr Listasafni Íslands innan um heilu vinnuvélarnar. Stefna LHÍ hefur alltaf verið að færa starfsemi sína undir einn og sama hattinn til að auðvelda skörun listgreina og efla hagkvæmni í rekstri, en hugsjón og raunveruleiki hafa ekki enn átt samleið. Ein leiðin væri að færa ríkisgeymslur í hentugra húsnæði og aðra starfsemi skólans í þeirra stað. Vergangssaga skólans er jafn gömul honum sjálfum og leigusamningar til bráðabirgða eru skólayfirvöldum vel kunnugir. Enn er kennt í mygluhúsinu við Sölvhólsgötu og enn eru greinar sem þessi skrifaðar til að minna á stöðuna. Skapandi greinar ættu að vera metnar að verðleikum og mikilvægt skref í þá átt er stuðningur við Listaháskólann. Háskólakerfið í heild er milli steins og sleggju. Breytingar eru í höndum kjósenda og hvet ég þá til að nýta rétt sinn og kjósa menntun.Greinin er hluti af átaki Nemendaráðs Listaháskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun
Af áhuga sprettur árangur Eins og fram hefur komið á undanförnum dögum, í aðsendum greinum aðildarfélaga LÍS – Landssamtaka íslenskra stúdenta, hefur undirfjármögnun háskólanna víðtækari áhrif en bara á nemendur. 15. október 2017 09:00
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mennt er máttur Menntun eykur þróun og nýsköpun og býr þannig til fleiri tækifæri og starfsmöguleika. Menntun eykur gagnrýna hugsun og hjálpar einstaklingum að finna hvar áhugasvið þeirra liggur. 12. október 2017 09:42
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00
Þú færð helmingi minna en á Norðurlöndunum Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta. 10. október 2017 09:00
Háskólamenntun í heimabyggð Á Íslandi búum við það vel að eiga sjö starfandi háskóla, þar af eru fjórir háskólar starfandi utan höfuðborgarsvæðisins. 16. október 2017 09:00
Námsmenn erlendis og niðurskurðarhnífurinn Í þeim kosningum sem nú eru að ganga í garð er mikilvægt að setja menntun á dagskrá sem eitt af stóru kosningamálunum. Þótt tíminn sé naumur þangað til að gengið er að kjörkössunum er nauðsynlegt að vita hvaða sýn íslenskir stjórnmálamenn hafa varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) og námsmenn erlendis. 14. október 2017 09:00
Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00
Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49
Aftur til fortíðar - undirfjármögnun hægir á framförum Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki. 11. október 2017 12:15
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00
Hvar viljum við standa í fjórðu iðnbyltingunni? Háskólar á Íslandi hafa verið undirfjármagnaðir í alltof langan tíma. Hagsmunasamtök og rektorar háskólanna hafa reynt að skapa umræðu um vandamálið undir myllumerkinu #HáskólaríHættu og nú #KjóstuMenntun. 13. október 2017 09:00
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun