Flokkur tiltekinna einstaklinga Gunnar Árnason skrifar 17. október 2017 10:00 Það er útbreiddur misskilningur að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnmálaafl sem hefur frelsi og hagsmuni einstaklingsins að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur tiltekinna einstaklinga og þeir eru býsna margir sem falla ekki undir skilgreininguna um að teljast til þeirra valinkunnu aðila. Að sama skapi eru þeir tiltölulega fáir, sem Sjálfstæðisflokkurinn er aftur og aftur reiðubúinn að ganga erinda fyrir eins og enginn sé morgundagurinn, og í sama skrefi fórna hagsmunum annarra, nánast eins og umrætt sé orðið hluti af stefnuskránni. Þannig lagað er Sjálfstæðisflokkurinn reiðubúinn að gera bókstaflega allt fyrir örfáa aðila, og virðist þá litlu skipta hvort sú ráðstöfun hefur í för með sér fjárhagslegt tjón eða miska fyrir fjölda annarra, þar með talið stóran hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins, það gefur auga leið. Inngöngu í umrædda klíku flokksins, innmúraða aðila, hefur verið lokað – kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að átta sig á því og hætta að grafa skurði fyrir elítu flokksins. Trump-isminn er eins og eiturlyf í æðar fyrrgreinds hegðunarmynstur sjálfstæðismanna. Þeir efnuðu verða sífellt ríkari og valdameiri. Ef fram heldur sem horfir mun koma að því að tilteknir aðilar og hagsmunaöfl í okkar þjóðfélagi, munu komast upp með hvað sem er – ef til vill verður eina spurningin sem leita þarf svara við, hversu mikið valdaklíkan þurfi að draga upp úr veskinu til að leysa sig úr snörunni það sinnið. Greinarhöfundur telur tímabært að almenningur horfist í augu við umrætt eins og það er, ekki eins og maður vonast til að það sé eða telur að það eigi vera. Staðreyndin er sú að það sem stendur fámennri klíku kjósenda Sjálfstæðisflokksins til boða af hálfu flokksins, stendur megninu af kjósendum flokksins ekki til boða og mun aldrei gera. Undir þeirra stjórn siglum við hraðbyri inn í þjóðfélagsgerð sem er svo fráhrindandi að orð fá vart lýst. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilja halda áfram að grafa fjöldagröf, sem svo vill til, að er ætluð bróðurpartinum af þeim sjálfum, eða hvort kjósendur vilji einfaldlega segja nei takk við ógeðfelldri þjóðfélagsgerð sem Sjálfstæðisflokkurinn er að kalla yfir samfélagið. Ekki vantar dæmin um óheillaþróun í öðrum þjóðfélögum, sem afar erfitt reynist nú að vinda ofan af. Auðvaldið í höndum fárra er býsna mikil fyrirstaða og óárennilegur múr. Eins og skáldið sagði „þeir eru að byggja vegg sem ávallt mun standa“. Ætlum við þangað , eða viljum við vernda jöfnuð í þjóðfélaginu og auka við velmegun almennings hér á landi sem tekist hefur að byggja upp með eftirtektarverðum hætti undanfarna áratugi - þitt er valið. Höfundur er í 8. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er útbreiddur misskilningur að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnmálaafl sem hefur frelsi og hagsmuni einstaklingsins að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur tiltekinna einstaklinga og þeir eru býsna margir sem falla ekki undir skilgreininguna um að teljast til þeirra valinkunnu aðila. Að sama skapi eru þeir tiltölulega fáir, sem Sjálfstæðisflokkurinn er aftur og aftur reiðubúinn að ganga erinda fyrir eins og enginn sé morgundagurinn, og í sama skrefi fórna hagsmunum annarra, nánast eins og umrætt sé orðið hluti af stefnuskránni. Þannig lagað er Sjálfstæðisflokkurinn reiðubúinn að gera bókstaflega allt fyrir örfáa aðila, og virðist þá litlu skipta hvort sú ráðstöfun hefur í för með sér fjárhagslegt tjón eða miska fyrir fjölda annarra, þar með talið stóran hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins, það gefur auga leið. Inngöngu í umrædda klíku flokksins, innmúraða aðila, hefur verið lokað – kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að átta sig á því og hætta að grafa skurði fyrir elítu flokksins. Trump-isminn er eins og eiturlyf í æðar fyrrgreinds hegðunarmynstur sjálfstæðismanna. Þeir efnuðu verða sífellt ríkari og valdameiri. Ef fram heldur sem horfir mun koma að því að tilteknir aðilar og hagsmunaöfl í okkar þjóðfélagi, munu komast upp með hvað sem er – ef til vill verður eina spurningin sem leita þarf svara við, hversu mikið valdaklíkan þurfi að draga upp úr veskinu til að leysa sig úr snörunni það sinnið. Greinarhöfundur telur tímabært að almenningur horfist í augu við umrætt eins og það er, ekki eins og maður vonast til að það sé eða telur að það eigi vera. Staðreyndin er sú að það sem stendur fámennri klíku kjósenda Sjálfstæðisflokksins til boða af hálfu flokksins, stendur megninu af kjósendum flokksins ekki til boða og mun aldrei gera. Undir þeirra stjórn siglum við hraðbyri inn í þjóðfélagsgerð sem er svo fráhrindandi að orð fá vart lýst. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilja halda áfram að grafa fjöldagröf, sem svo vill til, að er ætluð bróðurpartinum af þeim sjálfum, eða hvort kjósendur vilji einfaldlega segja nei takk við ógeðfelldri þjóðfélagsgerð sem Sjálfstæðisflokkurinn er að kalla yfir samfélagið. Ekki vantar dæmin um óheillaþróun í öðrum þjóðfélögum, sem afar erfitt reynist nú að vinda ofan af. Auðvaldið í höndum fárra er býsna mikil fyrirstaða og óárennilegur múr. Eins og skáldið sagði „þeir eru að byggja vegg sem ávallt mun standa“. Ætlum við þangað , eða viljum við vernda jöfnuð í þjóðfélaginu og auka við velmegun almennings hér á landi sem tekist hefur að byggja upp með eftirtektarverðum hætti undanfarna áratugi - þitt er valið. Höfundur er í 8. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar