Flokkur tiltekinna einstaklinga Gunnar Árnason skrifar 17. október 2017 10:00 Það er útbreiddur misskilningur að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnmálaafl sem hefur frelsi og hagsmuni einstaklingsins að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur tiltekinna einstaklinga og þeir eru býsna margir sem falla ekki undir skilgreininguna um að teljast til þeirra valinkunnu aðila. Að sama skapi eru þeir tiltölulega fáir, sem Sjálfstæðisflokkurinn er aftur og aftur reiðubúinn að ganga erinda fyrir eins og enginn sé morgundagurinn, og í sama skrefi fórna hagsmunum annarra, nánast eins og umrætt sé orðið hluti af stefnuskránni. Þannig lagað er Sjálfstæðisflokkurinn reiðubúinn að gera bókstaflega allt fyrir örfáa aðila, og virðist þá litlu skipta hvort sú ráðstöfun hefur í för með sér fjárhagslegt tjón eða miska fyrir fjölda annarra, þar með talið stóran hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins, það gefur auga leið. Inngöngu í umrædda klíku flokksins, innmúraða aðila, hefur verið lokað – kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að átta sig á því og hætta að grafa skurði fyrir elítu flokksins. Trump-isminn er eins og eiturlyf í æðar fyrrgreinds hegðunarmynstur sjálfstæðismanna. Þeir efnuðu verða sífellt ríkari og valdameiri. Ef fram heldur sem horfir mun koma að því að tilteknir aðilar og hagsmunaöfl í okkar þjóðfélagi, munu komast upp með hvað sem er – ef til vill verður eina spurningin sem leita þarf svara við, hversu mikið valdaklíkan þurfi að draga upp úr veskinu til að leysa sig úr snörunni það sinnið. Greinarhöfundur telur tímabært að almenningur horfist í augu við umrætt eins og það er, ekki eins og maður vonast til að það sé eða telur að það eigi vera. Staðreyndin er sú að það sem stendur fámennri klíku kjósenda Sjálfstæðisflokksins til boða af hálfu flokksins, stendur megninu af kjósendum flokksins ekki til boða og mun aldrei gera. Undir þeirra stjórn siglum við hraðbyri inn í þjóðfélagsgerð sem er svo fráhrindandi að orð fá vart lýst. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilja halda áfram að grafa fjöldagröf, sem svo vill til, að er ætluð bróðurpartinum af þeim sjálfum, eða hvort kjósendur vilji einfaldlega segja nei takk við ógeðfelldri þjóðfélagsgerð sem Sjálfstæðisflokkurinn er að kalla yfir samfélagið. Ekki vantar dæmin um óheillaþróun í öðrum þjóðfélögum, sem afar erfitt reynist nú að vinda ofan af. Auðvaldið í höndum fárra er býsna mikil fyrirstaða og óárennilegur múr. Eins og skáldið sagði „þeir eru að byggja vegg sem ávallt mun standa“. Ætlum við þangað , eða viljum við vernda jöfnuð í þjóðfélaginu og auka við velmegun almennings hér á landi sem tekist hefur að byggja upp með eftirtektarverðum hætti undanfarna áratugi - þitt er valið. Höfundur er í 8. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Það er útbreiddur misskilningur að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnmálaafl sem hefur frelsi og hagsmuni einstaklingsins að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur tiltekinna einstaklinga og þeir eru býsna margir sem falla ekki undir skilgreininguna um að teljast til þeirra valinkunnu aðila. Að sama skapi eru þeir tiltölulega fáir, sem Sjálfstæðisflokkurinn er aftur og aftur reiðubúinn að ganga erinda fyrir eins og enginn sé morgundagurinn, og í sama skrefi fórna hagsmunum annarra, nánast eins og umrætt sé orðið hluti af stefnuskránni. Þannig lagað er Sjálfstæðisflokkurinn reiðubúinn að gera bókstaflega allt fyrir örfáa aðila, og virðist þá litlu skipta hvort sú ráðstöfun hefur í för með sér fjárhagslegt tjón eða miska fyrir fjölda annarra, þar með talið stóran hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins, það gefur auga leið. Inngöngu í umrædda klíku flokksins, innmúraða aðila, hefur verið lokað – kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að átta sig á því og hætta að grafa skurði fyrir elítu flokksins. Trump-isminn er eins og eiturlyf í æðar fyrrgreinds hegðunarmynstur sjálfstæðismanna. Þeir efnuðu verða sífellt ríkari og valdameiri. Ef fram heldur sem horfir mun koma að því að tilteknir aðilar og hagsmunaöfl í okkar þjóðfélagi, munu komast upp með hvað sem er – ef til vill verður eina spurningin sem leita þarf svara við, hversu mikið valdaklíkan þurfi að draga upp úr veskinu til að leysa sig úr snörunni það sinnið. Greinarhöfundur telur tímabært að almenningur horfist í augu við umrætt eins og það er, ekki eins og maður vonast til að það sé eða telur að það eigi vera. Staðreyndin er sú að það sem stendur fámennri klíku kjósenda Sjálfstæðisflokksins til boða af hálfu flokksins, stendur megninu af kjósendum flokksins ekki til boða og mun aldrei gera. Undir þeirra stjórn siglum við hraðbyri inn í þjóðfélagsgerð sem er svo fráhrindandi að orð fá vart lýst. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilja halda áfram að grafa fjöldagröf, sem svo vill til, að er ætluð bróðurpartinum af þeim sjálfum, eða hvort kjósendur vilji einfaldlega segja nei takk við ógeðfelldri þjóðfélagsgerð sem Sjálfstæðisflokkurinn er að kalla yfir samfélagið. Ekki vantar dæmin um óheillaþróun í öðrum þjóðfélögum, sem afar erfitt reynist nú að vinda ofan af. Auðvaldið í höndum fárra er býsna mikil fyrirstaða og óárennilegur múr. Eins og skáldið sagði „þeir eru að byggja vegg sem ávallt mun standa“. Ætlum við þangað , eða viljum við vernda jöfnuð í þjóðfélaginu og auka við velmegun almennings hér á landi sem tekist hefur að byggja upp með eftirtektarverðum hætti undanfarna áratugi - þitt er valið. Höfundur er í 8. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar