Iðnnám er töff Ágúst Már Garðarsson skrifar 18. október 2017 10:45 Það er töff að læra praktíska iðngrein og verða góður í henni, það getur farið með mann á merkilega staði og veitt manni mikla innsýn inn í samfélagið. Ég er kokkur, pabbi er blikksmiður og afi minn var pípari, bróðir pabba er líka húsasmiður, ég er úr fjölskyldu fjölbreyttra iðngreina. Einnig eru iðnnemar og iðnaðarmenn dýrmætir til að halda við faglegum vinnubrögðum og framleiðni á uppgangstímum. Mitt iðnnám hefur verið mér ótrúlega dýrmætt og gefið mér tækifæri til að starfa innan ótrúlega mismunandi geira allt frá leikskólum og skólum Hjallastefnunnar til alþjóðlegra fyrirtækja eins og Icelandair og Marel, og þá meina ég alls ekki að leikskólarnir séu neðarlega á virðingarstiganum, þvert á móti lærði ég ótrúlega margt þar. Yfirvöld þurfa að gera gangskör í að endurvekja virðingu og vinsældir iðnnáms því að ásamt hátæknimenntun munu iðngreinar líklegast lifa af og verða mikilvægur þáttur í sjálfvirknivæðingunni sem nú fer að skella á okkur(og ég verð vitni að hér hjá Marel frá fyrstu hendi). Kokkar, bakarar, pípulagningamenn, smiðir, rafvirkjar, þjónar, blikksmiðir og svo margar iðngreinar eru undirstaða framkvæmda og framþróunar í samfélaginu og undirstaða vandaðra vinnubragða og gæða. En við sem samfélag þurfum líka að breyta hugarfari okkar til iðnnáms og vera opin fyrir að börnin okkar fari líka þá leið jafnt sem hina hefðbundnari leið menntaskóla og háskóla. Við þurfum að skoða viðhorf okkar til iðngreina upp á nýtt. Einnig þarf ríkið að styrkja innviði iðngreina og aðbúnað, ásamt því að gera námið aðgengilegra og fýsilegra. Alls staðar þar sem það hefur verið gert hefur fagmennska og gæði iðnámsins aukist til muna. Til þess býð ég mig fram meðal annars og mun berjast fyrir upphafningu iðngreina til vegs og virðingar. Ég er stoltur iðnaðarmaður.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fv. varaborgarfulltrúi og frambjóðandi Bjartrar Framtíðar í 4. sæti Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Sjá meira
Það er töff að læra praktíska iðngrein og verða góður í henni, það getur farið með mann á merkilega staði og veitt manni mikla innsýn inn í samfélagið. Ég er kokkur, pabbi er blikksmiður og afi minn var pípari, bróðir pabba er líka húsasmiður, ég er úr fjölskyldu fjölbreyttra iðngreina. Einnig eru iðnnemar og iðnaðarmenn dýrmætir til að halda við faglegum vinnubrögðum og framleiðni á uppgangstímum. Mitt iðnnám hefur verið mér ótrúlega dýrmætt og gefið mér tækifæri til að starfa innan ótrúlega mismunandi geira allt frá leikskólum og skólum Hjallastefnunnar til alþjóðlegra fyrirtækja eins og Icelandair og Marel, og þá meina ég alls ekki að leikskólarnir séu neðarlega á virðingarstiganum, þvert á móti lærði ég ótrúlega margt þar. Yfirvöld þurfa að gera gangskör í að endurvekja virðingu og vinsældir iðnnáms því að ásamt hátæknimenntun munu iðngreinar líklegast lifa af og verða mikilvægur þáttur í sjálfvirknivæðingunni sem nú fer að skella á okkur(og ég verð vitni að hér hjá Marel frá fyrstu hendi). Kokkar, bakarar, pípulagningamenn, smiðir, rafvirkjar, þjónar, blikksmiðir og svo margar iðngreinar eru undirstaða framkvæmda og framþróunar í samfélaginu og undirstaða vandaðra vinnubragða og gæða. En við sem samfélag þurfum líka að breyta hugarfari okkar til iðnnáms og vera opin fyrir að börnin okkar fari líka þá leið jafnt sem hina hefðbundnari leið menntaskóla og háskóla. Við þurfum að skoða viðhorf okkar til iðngreina upp á nýtt. Einnig þarf ríkið að styrkja innviði iðngreina og aðbúnað, ásamt því að gera námið aðgengilegra og fýsilegra. Alls staðar þar sem það hefur verið gert hefur fagmennska og gæði iðnámsins aukist til muna. Til þess býð ég mig fram meðal annars og mun berjast fyrir upphafningu iðngreina til vegs og virðingar. Ég er stoltur iðnaðarmaður.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fv. varaborgarfulltrúi og frambjóðandi Bjartrar Framtíðar í 4. sæti Reykjavík norður.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun