Dýrkeypt þróun í heilbrigðismálum Gunnar Alexander Ólafsson og Ólafur Ólafsson skrifar 19. október 2017 07:00 Undanfarið hefur verið gagnrýnt á opinberum vettvangi, m.a. af Kára Stefánssyni og undirrituðum, að íslensk stjórnvöld verji minna til heilbrigðismála en önnur lönd, sérstaklega Norðurlönd. Undirritaðir hafa bent á að árið 2003 varði Ísland mest til heilbrigðismála (10,1%) af Norðurlöndum m.v. verga landsframleiðslu. Síðan þá hefur þróunin snúist við og árið 2015 varði Ísland minnst til heilbrigðismála af VLF meðal Norðurlanda (8,7%). Þegar þróun á útgjöldum til heilbrigðismála á Norðurlöndum er reiknuð í Bandaríkjadölum á svonefndu jafnvirðisgengi (Purchasing Power Parity-PPP), kemur í ljós að frá árinu 2000 hefur þessi aukning verið lægst á Íslandi. Ísland hefur aukið útgjöld sín til heilbrigðismála um 54% frá árinu 2000 til 2015 á meðan hin norrænu ríkin hafa aukið útgjöldin á bilinu 117% til 140%. Eins og taflan sýnir voru útgjöldin á Íslandi næst hæst árið 2000 mælt í PPP, en næst lægst árið 2015 (heimild: Talnagrunnur OECD).Ólafur Ólafsson, læknirÖllu alvarlegra er að þessi þróun virðist einnig fela í sér að heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur hrakað. Dánartíðni helstu sjúkdóma, m.a. kransæða- og æðasjúkdóma, hefur farið lækkandi í vestrænum ríkjum allt frá 1960 og ekki síst á Íslandi. Við nánari athugun kemur í ljós að dánartíðni í þessum sjúkdómum hefur frá 1990 lækkað marktækt minna á Íslandi (40%) en meðal hinna Norðurlandaþjóðanna (60%). Þessi alvarlega þróun útgjalda til heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur leitt til hrakandi gæða, skorts á fagfólki, vöntun á fjárfestingum í nýjum byggingum og tækjum, ásamt því að innleiðing á nýjum meðferðum og lyfjum hefur setið á hakanum. Að auki greiða Íslendingar meira úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu en íbúar annarra norrænna ríkja. Rauntölur um heilbrigðisútgjöld sýna að ekki hefur verið veitt meira til heilbrigðisþjónustu, hvort sem mælt er í PPP eða sem hlutfall af VLF, þrátt fyrir orðaflaum ráðherra um annað. Sú aukning á fjármunum sem ráðamenn staðhæfa að hafi runnið til heilbrigðisþjónustu hefur runnið nær eingöngu til að mæta launahækkunum. Við eigum langt í land þegar kemur að því að ná sambærilegri stöðu í heilbrigðismálum og ríkir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er mat okkar að við verðum sem þjóð að bretta upp ermar og gera stórátak til að auka hlut heilbrigðisþjónustu í VLF og þar með aukum við gæði í heilbrigðisþjónustunni. Við tökum undir áskorun Kára Stefánssonar um að 11% af VLF eigi að renna til heilbrigðisþjónustunnar. Við erum handvissir um að Íslendingar séu tilbúnir til að að takast á við þá áskorun. Gunnar Alexander Ólafsson er heilsuhagfræðingur.Ólafur Ólafsson er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið gagnrýnt á opinberum vettvangi, m.a. af Kára Stefánssyni og undirrituðum, að íslensk stjórnvöld verji minna til heilbrigðismála en önnur lönd, sérstaklega Norðurlönd. Undirritaðir hafa bent á að árið 2003 varði Ísland mest til heilbrigðismála (10,1%) af Norðurlöndum m.v. verga landsframleiðslu. Síðan þá hefur þróunin snúist við og árið 2015 varði Ísland minnst til heilbrigðismála af VLF meðal Norðurlanda (8,7%). Þegar þróun á útgjöldum til heilbrigðismála á Norðurlöndum er reiknuð í Bandaríkjadölum á svonefndu jafnvirðisgengi (Purchasing Power Parity-PPP), kemur í ljós að frá árinu 2000 hefur þessi aukning verið lægst á Íslandi. Ísland hefur aukið útgjöld sín til heilbrigðismála um 54% frá árinu 2000 til 2015 á meðan hin norrænu ríkin hafa aukið útgjöldin á bilinu 117% til 140%. Eins og taflan sýnir voru útgjöldin á Íslandi næst hæst árið 2000 mælt í PPP, en næst lægst árið 2015 (heimild: Talnagrunnur OECD).Ólafur Ólafsson, læknirÖllu alvarlegra er að þessi þróun virðist einnig fela í sér að heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur hrakað. Dánartíðni helstu sjúkdóma, m.a. kransæða- og æðasjúkdóma, hefur farið lækkandi í vestrænum ríkjum allt frá 1960 og ekki síst á Íslandi. Við nánari athugun kemur í ljós að dánartíðni í þessum sjúkdómum hefur frá 1990 lækkað marktækt minna á Íslandi (40%) en meðal hinna Norðurlandaþjóðanna (60%). Þessi alvarlega þróun útgjalda til heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur leitt til hrakandi gæða, skorts á fagfólki, vöntun á fjárfestingum í nýjum byggingum og tækjum, ásamt því að innleiðing á nýjum meðferðum og lyfjum hefur setið á hakanum. Að auki greiða Íslendingar meira úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu en íbúar annarra norrænna ríkja. Rauntölur um heilbrigðisútgjöld sýna að ekki hefur verið veitt meira til heilbrigðisþjónustu, hvort sem mælt er í PPP eða sem hlutfall af VLF, þrátt fyrir orðaflaum ráðherra um annað. Sú aukning á fjármunum sem ráðamenn staðhæfa að hafi runnið til heilbrigðisþjónustu hefur runnið nær eingöngu til að mæta launahækkunum. Við eigum langt í land þegar kemur að því að ná sambærilegri stöðu í heilbrigðismálum og ríkir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er mat okkar að við verðum sem þjóð að bretta upp ermar og gera stórátak til að auka hlut heilbrigðisþjónustu í VLF og þar með aukum við gæði í heilbrigðisþjónustunni. Við tökum undir áskorun Kára Stefánssonar um að 11% af VLF eigi að renna til heilbrigðisþjónustunnar. Við erum handvissir um að Íslendingar séu tilbúnir til að að takast á við þá áskorun. Gunnar Alexander Ólafsson er heilsuhagfræðingur.Ólafur Ólafsson er læknir.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun