Hættum að vandræðast með lyfin Jakob Falur Garðarsson skrifar 19. október 2017 13:30 Í byrjun þessa árs samþykkti ríkisstjórnin viðbótarfjármagn til innkaupa á nýjum lyfjum, því enn eitt árið voru fjárheimildir á þrotum áður en árið var í raun hafið. Höfð var í flimtingum samlíking við kvikmyndina Groundhog Day, þegar á vef velferðarráðuneytisins birtist nær samhljóða frétt og ári fyrr um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að beina því til ráðherra að leita leiða til að fjármagna kaup á nýjum lyfjum. Svona hefur staðan verið árum saman. Vanáætlun á framlögum til þessa málaflokks í fjárlögum á sér svo þá birtingarmynd að Ísland hefur verið eftirbátur þeirra landa sem við helst berum okkur saman við þegar kemur að upptöku nýrra lyfja. Tölur sem Frumtök birtu í byrjun ársins sýndu að af 25 nýjum krabbameinslyfjum sem Evrópska lyfjamálastofnunin veitti markaðsleyfi á tilteknu árabili höfðu Norðmenn tekið 24 í notkun, á meðan 8 voru tekin í notkun hér á landi. Meðaltalið var 21 lyf hjá Norðurlöndunum fjórum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Læknar hér á landi hafa ítrekað kvartað undan því að fá ekki aðgang að nýjustu og bestu lyfjum til jafns við norræna starfsbræður sína og undir þá gagnrýni hafa samtök sjúklinga líka tekið. Íslendingum finnst, réttilega, að hér eigi að vera í boði heilbrigðisþjónusta sem er á pari við það sem best þekkist og góður aðgangur að þeim lyfjum sem mest gagn gera í baráttu við illvíga sjúkdóma á borð við krabbamein. Á þessu ári komst aftur hreyfing á samþykki nýrra lyfja vegna sértækra aðgerða velferðar- og fjármálaráðherra og er það vel. Þá er líka fagnaðarefni að í fjármálaáætlun þeirri sem ríkisstjórnin lagði fram til næstu ára er gert ráð fyrir auknum fjármunum vegna nýrra lyfja á næstu árum. Hafa þar verið tekin skref í rétta átt. Nú líður aftur að kosningum og full ástæða til að skora á nýtt Alþingi að tryggja að þessi árvissi vandræðagangur varðandi vanáætlaðar fjárveitingar heyri sögunni til og að tekið verði upp vinnulag sem tryggi ekki síðri aðgang að nýjum lyfjum en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Stundum er haft á orði að lyf séu dýr, en hér á landi er verð sjúkrahúslyfja miðað við lægsta verð sem finna má í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Í samanburði er verð sjúkrahúslyfja hér á landi því ávallt með því lægsta á Norðurlöndunum. Er þá ótalinn sá samfélagslegi ávinningur sem fenginn er með notkun nýrra lyfja með betri virkni. Góð lyf eru hluti af góðri heilbrigðisþjónustu og stuðla að bættu heilsufari fólks, með aukinni starfsgetu og færri innlögnum á heilbrigðisstofnanir. Notkun þeirra er allra hagur. Ríkið sparar og fólki líður betur.Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Í byrjun þessa árs samþykkti ríkisstjórnin viðbótarfjármagn til innkaupa á nýjum lyfjum, því enn eitt árið voru fjárheimildir á þrotum áður en árið var í raun hafið. Höfð var í flimtingum samlíking við kvikmyndina Groundhog Day, þegar á vef velferðarráðuneytisins birtist nær samhljóða frétt og ári fyrr um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að beina því til ráðherra að leita leiða til að fjármagna kaup á nýjum lyfjum. Svona hefur staðan verið árum saman. Vanáætlun á framlögum til þessa málaflokks í fjárlögum á sér svo þá birtingarmynd að Ísland hefur verið eftirbátur þeirra landa sem við helst berum okkur saman við þegar kemur að upptöku nýrra lyfja. Tölur sem Frumtök birtu í byrjun ársins sýndu að af 25 nýjum krabbameinslyfjum sem Evrópska lyfjamálastofnunin veitti markaðsleyfi á tilteknu árabili höfðu Norðmenn tekið 24 í notkun, á meðan 8 voru tekin í notkun hér á landi. Meðaltalið var 21 lyf hjá Norðurlöndunum fjórum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Læknar hér á landi hafa ítrekað kvartað undan því að fá ekki aðgang að nýjustu og bestu lyfjum til jafns við norræna starfsbræður sína og undir þá gagnrýni hafa samtök sjúklinga líka tekið. Íslendingum finnst, réttilega, að hér eigi að vera í boði heilbrigðisþjónusta sem er á pari við það sem best þekkist og góður aðgangur að þeim lyfjum sem mest gagn gera í baráttu við illvíga sjúkdóma á borð við krabbamein. Á þessu ári komst aftur hreyfing á samþykki nýrra lyfja vegna sértækra aðgerða velferðar- og fjármálaráðherra og er það vel. Þá er líka fagnaðarefni að í fjármálaáætlun þeirri sem ríkisstjórnin lagði fram til næstu ára er gert ráð fyrir auknum fjármunum vegna nýrra lyfja á næstu árum. Hafa þar verið tekin skref í rétta átt. Nú líður aftur að kosningum og full ástæða til að skora á nýtt Alþingi að tryggja að þessi árvissi vandræðagangur varðandi vanáætlaðar fjárveitingar heyri sögunni til og að tekið verði upp vinnulag sem tryggi ekki síðri aðgang að nýjum lyfjum en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Stundum er haft á orði að lyf séu dýr, en hér á landi er verð sjúkrahúslyfja miðað við lægsta verð sem finna má í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Í samanburði er verð sjúkrahúslyfja hér á landi því ávallt með því lægsta á Norðurlöndunum. Er þá ótalinn sá samfélagslegi ávinningur sem fenginn er með notkun nýrra lyfja með betri virkni. Góð lyf eru hluti af góðri heilbrigðisþjónustu og stuðla að bættu heilsufari fólks, með aukinni starfsgetu og færri innlögnum á heilbrigðisstofnanir. Notkun þeirra er allra hagur. Ríkið sparar og fólki líður betur.Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun