Hættum að vandræðast með lyfin Jakob Falur Garðarsson skrifar 19. október 2017 13:30 Í byrjun þessa árs samþykkti ríkisstjórnin viðbótarfjármagn til innkaupa á nýjum lyfjum, því enn eitt árið voru fjárheimildir á þrotum áður en árið var í raun hafið. Höfð var í flimtingum samlíking við kvikmyndina Groundhog Day, þegar á vef velferðarráðuneytisins birtist nær samhljóða frétt og ári fyrr um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að beina því til ráðherra að leita leiða til að fjármagna kaup á nýjum lyfjum. Svona hefur staðan verið árum saman. Vanáætlun á framlögum til þessa málaflokks í fjárlögum á sér svo þá birtingarmynd að Ísland hefur verið eftirbátur þeirra landa sem við helst berum okkur saman við þegar kemur að upptöku nýrra lyfja. Tölur sem Frumtök birtu í byrjun ársins sýndu að af 25 nýjum krabbameinslyfjum sem Evrópska lyfjamálastofnunin veitti markaðsleyfi á tilteknu árabili höfðu Norðmenn tekið 24 í notkun, á meðan 8 voru tekin í notkun hér á landi. Meðaltalið var 21 lyf hjá Norðurlöndunum fjórum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Læknar hér á landi hafa ítrekað kvartað undan því að fá ekki aðgang að nýjustu og bestu lyfjum til jafns við norræna starfsbræður sína og undir þá gagnrýni hafa samtök sjúklinga líka tekið. Íslendingum finnst, réttilega, að hér eigi að vera í boði heilbrigðisþjónusta sem er á pari við það sem best þekkist og góður aðgangur að þeim lyfjum sem mest gagn gera í baráttu við illvíga sjúkdóma á borð við krabbamein. Á þessu ári komst aftur hreyfing á samþykki nýrra lyfja vegna sértækra aðgerða velferðar- og fjármálaráðherra og er það vel. Þá er líka fagnaðarefni að í fjármálaáætlun þeirri sem ríkisstjórnin lagði fram til næstu ára er gert ráð fyrir auknum fjármunum vegna nýrra lyfja á næstu árum. Hafa þar verið tekin skref í rétta átt. Nú líður aftur að kosningum og full ástæða til að skora á nýtt Alþingi að tryggja að þessi árvissi vandræðagangur varðandi vanáætlaðar fjárveitingar heyri sögunni til og að tekið verði upp vinnulag sem tryggi ekki síðri aðgang að nýjum lyfjum en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Stundum er haft á orði að lyf séu dýr, en hér á landi er verð sjúkrahúslyfja miðað við lægsta verð sem finna má í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Í samanburði er verð sjúkrahúslyfja hér á landi því ávallt með því lægsta á Norðurlöndunum. Er þá ótalinn sá samfélagslegi ávinningur sem fenginn er með notkun nýrra lyfja með betri virkni. Góð lyf eru hluti af góðri heilbrigðisþjónustu og stuðla að bættu heilsufari fólks, með aukinni starfsgetu og færri innlögnum á heilbrigðisstofnanir. Notkun þeirra er allra hagur. Ríkið sparar og fólki líður betur.Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Í byrjun þessa árs samþykkti ríkisstjórnin viðbótarfjármagn til innkaupa á nýjum lyfjum, því enn eitt árið voru fjárheimildir á þrotum áður en árið var í raun hafið. Höfð var í flimtingum samlíking við kvikmyndina Groundhog Day, þegar á vef velferðarráðuneytisins birtist nær samhljóða frétt og ári fyrr um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að beina því til ráðherra að leita leiða til að fjármagna kaup á nýjum lyfjum. Svona hefur staðan verið árum saman. Vanáætlun á framlögum til þessa málaflokks í fjárlögum á sér svo þá birtingarmynd að Ísland hefur verið eftirbátur þeirra landa sem við helst berum okkur saman við þegar kemur að upptöku nýrra lyfja. Tölur sem Frumtök birtu í byrjun ársins sýndu að af 25 nýjum krabbameinslyfjum sem Evrópska lyfjamálastofnunin veitti markaðsleyfi á tilteknu árabili höfðu Norðmenn tekið 24 í notkun, á meðan 8 voru tekin í notkun hér á landi. Meðaltalið var 21 lyf hjá Norðurlöndunum fjórum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Læknar hér á landi hafa ítrekað kvartað undan því að fá ekki aðgang að nýjustu og bestu lyfjum til jafns við norræna starfsbræður sína og undir þá gagnrýni hafa samtök sjúklinga líka tekið. Íslendingum finnst, réttilega, að hér eigi að vera í boði heilbrigðisþjónusta sem er á pari við það sem best þekkist og góður aðgangur að þeim lyfjum sem mest gagn gera í baráttu við illvíga sjúkdóma á borð við krabbamein. Á þessu ári komst aftur hreyfing á samþykki nýrra lyfja vegna sértækra aðgerða velferðar- og fjármálaráðherra og er það vel. Þá er líka fagnaðarefni að í fjármálaáætlun þeirri sem ríkisstjórnin lagði fram til næstu ára er gert ráð fyrir auknum fjármunum vegna nýrra lyfja á næstu árum. Hafa þar verið tekin skref í rétta átt. Nú líður aftur að kosningum og full ástæða til að skora á nýtt Alþingi að tryggja að þessi árvissi vandræðagangur varðandi vanáætlaðar fjárveitingar heyri sögunni til og að tekið verði upp vinnulag sem tryggi ekki síðri aðgang að nýjum lyfjum en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Stundum er haft á orði að lyf séu dýr, en hér á landi er verð sjúkrahúslyfja miðað við lægsta verð sem finna má í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Í samanburði er verð sjúkrahúslyfja hér á landi því ávallt með því lægsta á Norðurlöndunum. Er þá ótalinn sá samfélagslegi ávinningur sem fenginn er með notkun nýrra lyfja með betri virkni. Góð lyf eru hluti af góðri heilbrigðisþjónustu og stuðla að bættu heilsufari fólks, með aukinni starfsgetu og færri innlögnum á heilbrigðisstofnanir. Notkun þeirra er allra hagur. Ríkið sparar og fólki líður betur.Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun