#Églíka Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 19. október 2017 14:00 Stór hópur kvenna hefur stigið fram undanfarna daga undir myllumerkinu #MeToo og greint frá áreitni eða kynferðisofbeldi. Þessi bylting varð í kjölfar þess að frægar leikkonur greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu frægs kvikmyndaframleiðanda. Hér á landi féll ríkisstjórnin í kjölfar þess að faðir forsætisráðherra skrifaði undir meðmæli dæmds kynferðisbrotamanns vegna umsóknar um uppreista æru. Það er ljóst að ofbeldismál hafa sjaldan verið fyrirferðarmeiri í samfélaginu.Framsókn gegn ofbeldi Eygló Harðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, lét sig þessi mál miklu varða. Í hennar tíð var unnin framkvæmdaáætlun gegn ofbeldi, opnuð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis (Bjarkarhlíð) og ráðið í nýjar stöður sálfræðinga við stærstu sjúkrahúsin til þess að veita þolendum ofbeldis meðferð. Barnahús var eflt til að sinna fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi sem og börnum sem hafa orðið fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi. Einnig voru settir auknir fjármunir til félagasamtaka sem sinna þessum erfiðu og viðkvæmu verkefnum.Framúrskarandi verkefni Nýlega hlaut samstarfsverkefni lögreglunnar og sveitarfélaganna þar sem ráðist var í átak gegn heimilisofbeldi viðurkenningu hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) sem framúrskarandi nýsköpunarverkefni. Mikilvægt er að efla slík verkefni.Næstu skrefÁfram þarf að vinna af fullum krafti í þessum málum. Við í Framsókn leggjum áherslu á þessi atriði:Vinna að forvörnum og fræðslu til að fyrirbyggja ofbeldi. Byrja strax í grunnskóla að fræða um viðeigandi hegðun.Skima fyrir ofbeldi og þjálfa starfsfólk í að spyrja út í ofbeldi og tilkynna til barnaverndarnefnda.Veita gerendum viðeigandi meðferð og þjónustu og efla sálfræðiþjónustu innan Fangelsismálastofnunar.Auka mönnun við sálfræðiþjónustu Landspítalans þar sem veitt er sérhæfð meðferð við áfallastreituröskun vegna nýrra og eldri áfalla.Tryggja að þjónustan standi til boða í öllum heilbrigðisumdæmum og veita þolendum styrk sem þurfa að ferðast til að hljóta meðferð.Efla önnur félagasamtök og aðila sem koma að úrræðum fyrir þolendur ofbeldis og niðurgreiða þjónustu sálfræðinga.Veita auknu fjármagni til lögreglu vegna rannsóknar ofbeldismála og efla dómskerfið til að flýta megi málum þar.Lögfesta rétt til neyðarathvarfs fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum og mansals í takt við nýleg norsk lög.Huga sérstaklega að því að vinna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Við viljum vinna að þessum málum á næsta kjörtímabili. Til þess þurfum við þinn stuðning. X-B! Höfundur er sálfræðingur, skipar 2. sætið fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stór hópur kvenna hefur stigið fram undanfarna daga undir myllumerkinu #MeToo og greint frá áreitni eða kynferðisofbeldi. Þessi bylting varð í kjölfar þess að frægar leikkonur greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu frægs kvikmyndaframleiðanda. Hér á landi féll ríkisstjórnin í kjölfar þess að faðir forsætisráðherra skrifaði undir meðmæli dæmds kynferðisbrotamanns vegna umsóknar um uppreista æru. Það er ljóst að ofbeldismál hafa sjaldan verið fyrirferðarmeiri í samfélaginu.Framsókn gegn ofbeldi Eygló Harðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, lét sig þessi mál miklu varða. Í hennar tíð var unnin framkvæmdaáætlun gegn ofbeldi, opnuð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis (Bjarkarhlíð) og ráðið í nýjar stöður sálfræðinga við stærstu sjúkrahúsin til þess að veita þolendum ofbeldis meðferð. Barnahús var eflt til að sinna fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi sem og börnum sem hafa orðið fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi. Einnig voru settir auknir fjármunir til félagasamtaka sem sinna þessum erfiðu og viðkvæmu verkefnum.Framúrskarandi verkefni Nýlega hlaut samstarfsverkefni lögreglunnar og sveitarfélaganna þar sem ráðist var í átak gegn heimilisofbeldi viðurkenningu hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) sem framúrskarandi nýsköpunarverkefni. Mikilvægt er að efla slík verkefni.Næstu skrefÁfram þarf að vinna af fullum krafti í þessum málum. Við í Framsókn leggjum áherslu á þessi atriði:Vinna að forvörnum og fræðslu til að fyrirbyggja ofbeldi. Byrja strax í grunnskóla að fræða um viðeigandi hegðun.Skima fyrir ofbeldi og þjálfa starfsfólk í að spyrja út í ofbeldi og tilkynna til barnaverndarnefnda.Veita gerendum viðeigandi meðferð og þjónustu og efla sálfræðiþjónustu innan Fangelsismálastofnunar.Auka mönnun við sálfræðiþjónustu Landspítalans þar sem veitt er sérhæfð meðferð við áfallastreituröskun vegna nýrra og eldri áfalla.Tryggja að þjónustan standi til boða í öllum heilbrigðisumdæmum og veita þolendum styrk sem þurfa að ferðast til að hljóta meðferð.Efla önnur félagasamtök og aðila sem koma að úrræðum fyrir þolendur ofbeldis og niðurgreiða þjónustu sálfræðinga.Veita auknu fjármagni til lögreglu vegna rannsóknar ofbeldismála og efla dómskerfið til að flýta megi málum þar.Lögfesta rétt til neyðarathvarfs fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum og mansals í takt við nýleg norsk lög.Huga sérstaklega að því að vinna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Við viljum vinna að þessum málum á næsta kjörtímabili. Til þess þurfum við þinn stuðning. X-B! Höfundur er sálfræðingur, skipar 2. sætið fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun