Skiptir þessi háskóli máli? Baldur Helgi Þorkelsson skrifar 3. október 2017 09:00 Árið 1911 var Háskóli Íslands stofnaður. Helsta markmiðið með stofnun hans var að undirbúa einstaklinga til að taka við ýmsum æðri störfum í stjórnkerfi ríkisins ásamt verndun menningarlegrar arfleifðar. Stofnun Háskóla Íslands var einnig talin vera ein af grundvallarforsendum þess að Ísland gæti orðið sjálfstætt ríki. Árið 1911-1912 voru skráðir 45 nemendur, þar af ein kona, sem stunduðu nám við alls fimm deildir í skólanum1. Nú rúmum 100 árum síðar hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. Árið 2016 voru skráðir 13.419 nemendur í HÍ2, sem skiptist á milli fimm sviða og eru fjölbreyttar námsleiðir innan þeirra sviða. Íslenskir nemendur sem skráðir eru á háskóla- og doktorsstigi nema um 5,8% þjóðarinnar. Af þeim eru langflestir nemendur í HÍ, eða um 3,6% þjóðarinnar3. Menntunarstig Íslendinga sem hafa lokið háskólanámi er 38%4. Samanburður við önnur ríki innan OECD gefur til kynna að menntunarstig á Íslandi sé yfir meðaltali. Í dag er háskólamenntun ekki einungis í boði fyrir fámennan hóp eins og við stofnun skólans. Hún er talin nauðsyn til þess að geta sinnt hinum ýmsu störfum í samfélaginu. Háskólar og háskólamenntun umbreyta lífi einstaklinga með betri lífskjörum og rannsóknum sem hafa áhrif á þróun samfélagsins. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar fyrir árið 2018:„Háskólar eru sjálfstæðar menntastofnanir sem sinna kennslu, rannsóknum, varðveislu þekkingar, þekkingarleit og sköpun á sviðum vísinda, fræða, tækniþróunar og lista. Þeir stuðla að sköpun og miðlun þekkingar og færni til nemenda og samfélagsins alls. Þeir eru hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi og styrkja innviði íslensks samfélags og efla samkeppnisstöðu þess.“ Árið 2016 var HÍ rekinn með tæplega 300 milljón króna rekstrarhalla og ljóst að reksturinn árið 2017 verður í járnum. Skólinn hefur ráðist í ýmis konar aðhaldsaðgerðir eins og að setja strangt aðhald við ráðningar og fella niður námskeið. Erfiður rekstur hamlar eðlilegri og nauðsynlegri nýliðun fyrir þá sem láta af störfum sökum aldurs. Álag hefur því aukist á kennara. Þetta eru aðeins dæmi um atriði sem snerta beina kennslu. Á þá eftir að telja upp dæmi sem koma óbeint niður á kennslu; eins og uppsöfnuð þörf á viðhaldi bygginga og á innviðum háskólans. Í ályktun sem háskólaráð Háskóla Íslands sendi frá sér 10. nóvember 2016 kemur fram að:„Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarð króna árið 2017. Núverandi reikniflokkaverð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamlar eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum.“ Það er ljóst að HÍ hefur brugðist við fjárskorti frá hinu opinbera og því beitt ýmsum aðhaldsaðgerðum til að geta staðið undir sínu hlutverki sem menntastofnun, ein af grunnstoðum samfélagsins. Þessar aðhaldsaðgerðir eru í dag byrjaðar að skerða gæði náms við skólann og munu gera það enn frekar við óbreytt ástand. Eftir rúma aldaruppbyggingu á einni af helstu menntastofnun þjóðarinnar virðist stefna hins opinbera, sé horft á núverandi fjárlagafrumvarp, vera sú að draga til baka hluta af þeirri uppbyggingu og þróun sem hefur áunnist síðustu ár. Íslenska þjóðin er stolt af því að eiga og reka góðan háskóla. Á síðustu árum virðast stjórnvöld hafa gleymt því.1 Saga | Háskóli Íslands. (2017). Hi.is. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hi.is/haskolinn/saga2 Háskóli Íslands. (2016). Lykiltölur Háskóla Íslands (bls. 8). Reykjavík: Háskóli Íslands. Sótt af https://issuu.com/haskoliislands-universityoficeland/docs/lykiltolur_enska_islenska3 Háskólastig - Hagstofa. (2017). Hagstofa Íslands. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/menntun/haskolastig/4 OECD (2017), Education at a Glance 2017: OECD Indicators, OECD Publishing, Paris.https://dx.doi.org/10.1787/eag-2017-en Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Árið 1911 var Háskóli Íslands stofnaður. Helsta markmiðið með stofnun hans var að undirbúa einstaklinga til að taka við ýmsum æðri störfum í stjórnkerfi ríkisins ásamt verndun menningarlegrar arfleifðar. Stofnun Háskóla Íslands var einnig talin vera ein af grundvallarforsendum þess að Ísland gæti orðið sjálfstætt ríki. Árið 1911-1912 voru skráðir 45 nemendur, þar af ein kona, sem stunduðu nám við alls fimm deildir í skólanum1. Nú rúmum 100 árum síðar hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. Árið 2016 voru skráðir 13.419 nemendur í HÍ2, sem skiptist á milli fimm sviða og eru fjölbreyttar námsleiðir innan þeirra sviða. Íslenskir nemendur sem skráðir eru á háskóla- og doktorsstigi nema um 5,8% þjóðarinnar. Af þeim eru langflestir nemendur í HÍ, eða um 3,6% þjóðarinnar3. Menntunarstig Íslendinga sem hafa lokið háskólanámi er 38%4. Samanburður við önnur ríki innan OECD gefur til kynna að menntunarstig á Íslandi sé yfir meðaltali. Í dag er háskólamenntun ekki einungis í boði fyrir fámennan hóp eins og við stofnun skólans. Hún er talin nauðsyn til þess að geta sinnt hinum ýmsu störfum í samfélaginu. Háskólar og háskólamenntun umbreyta lífi einstaklinga með betri lífskjörum og rannsóknum sem hafa áhrif á þróun samfélagsins. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar fyrir árið 2018:„Háskólar eru sjálfstæðar menntastofnanir sem sinna kennslu, rannsóknum, varðveislu þekkingar, þekkingarleit og sköpun á sviðum vísinda, fræða, tækniþróunar og lista. Þeir stuðla að sköpun og miðlun þekkingar og færni til nemenda og samfélagsins alls. Þeir eru hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi og styrkja innviði íslensks samfélags og efla samkeppnisstöðu þess.“ Árið 2016 var HÍ rekinn með tæplega 300 milljón króna rekstrarhalla og ljóst að reksturinn árið 2017 verður í járnum. Skólinn hefur ráðist í ýmis konar aðhaldsaðgerðir eins og að setja strangt aðhald við ráðningar og fella niður námskeið. Erfiður rekstur hamlar eðlilegri og nauðsynlegri nýliðun fyrir þá sem láta af störfum sökum aldurs. Álag hefur því aukist á kennara. Þetta eru aðeins dæmi um atriði sem snerta beina kennslu. Á þá eftir að telja upp dæmi sem koma óbeint niður á kennslu; eins og uppsöfnuð þörf á viðhaldi bygginga og á innviðum háskólans. Í ályktun sem háskólaráð Háskóla Íslands sendi frá sér 10. nóvember 2016 kemur fram að:„Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarð króna árið 2017. Núverandi reikniflokkaverð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamlar eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum.“ Það er ljóst að HÍ hefur brugðist við fjárskorti frá hinu opinbera og því beitt ýmsum aðhaldsaðgerðum til að geta staðið undir sínu hlutverki sem menntastofnun, ein af grunnstoðum samfélagsins. Þessar aðhaldsaðgerðir eru í dag byrjaðar að skerða gæði náms við skólann og munu gera það enn frekar við óbreytt ástand. Eftir rúma aldaruppbyggingu á einni af helstu menntastofnun þjóðarinnar virðist stefna hins opinbera, sé horft á núverandi fjárlagafrumvarp, vera sú að draga til baka hluta af þeirri uppbyggingu og þróun sem hefur áunnist síðustu ár. Íslenska þjóðin er stolt af því að eiga og reka góðan háskóla. Á síðustu árum virðast stjórnvöld hafa gleymt því.1 Saga | Háskóli Íslands. (2017). Hi.is. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hi.is/haskolinn/saga2 Háskóli Íslands. (2016). Lykiltölur Háskóla Íslands (bls. 8). Reykjavík: Háskóli Íslands. Sótt af https://issuu.com/haskoliislands-universityoficeland/docs/lykiltolur_enska_islenska3 Háskólastig - Hagstofa. (2017). Hagstofa Íslands. Sótt 18 ágúst 2017, af https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/menntun/haskolastig/4 OECD (2017), Education at a Glance 2017: OECD Indicators, OECD Publishing, Paris.https://dx.doi.org/10.1787/eag-2017-en Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun