Guðni vill halda veglegt lokahóf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. október 2017 10:45 Guðni Bergsson á lokahófi KSÍ á Broadway árið 2007. Með honum á myndinni eru markaskorararnir Ríkharður Daðason og Anthony Karl Gregory. vísir/daníel Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. Benedikt Bóas Hinriksson gagnrýndi þar KSÍ fyrir að halda ekkert lokahóf lengur og sagði sambandið vera bákn sem sem væri fjarlægt hinum almenna fótboltaáhugamanni. „Nú eru félögin sjálf með sín lokahóf sem jafnvel eru líka fjáröflun fyrir félögin. Ég sjálfur setti á oddinn að vera með lokahóf en það verður illa gert án aðkomu félaganna,“ sagði Guðni í Bítinu.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.„Ég ræddi þetta fyrir tímabilið við fyrirliða félaganna og forsvarsmann leikmannasamtakanna þar sem var rætt um að koma þessu á. Þó auðvitað með þeim fyrirvara að það væri í samvinnu við félögin í deildinni. KSÍ var tilbúið að koma að þessu en það tókst einhverra hluta vegna ekki að koma þessu á legg með félögunum. Ég myndi vilja setjast niður með félögunum og ræða þetta því mér finnst vera meiri bragur á því að halda veglegt lokahóf.“ Mætingin á völlinn í sumar var ekki nægilega góð og er á niðurleið. „Þetta er líka þróunin á Norðurlöndunum. Við vitum um allar beinu útsendingarnar sem er auðvitað frábær þjónusta og félögin fá veglegar tekjur af því. Ef það er vont veður og leikur í sjónvarpinu hvað velur fólk þá? Félög með góða aðsókn síðustu ár gekk ekki vel og svona mætti áfram telja. Svo hefur verið talað um hækkun miðaverðs. Það eru margir þættir sem spila inn í. Að KSÍ sé eitthvað bákn sem sé ekki í tengslum við veruleikann er eitthvað sem ég vísa á bug.“Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vaktinni á Broadway árið 2007 þar sem lokahófið var haldið á gamla mátann. Hægt er að skoða myndirnar í myndasyrpunni hér að neðan, með því að smella á örvarnar (í tölvu) eða draga myndirnar (í snjallsíma).Hólmfríður Magnússdóttir og Helgi Sigurðsson voru valin best.Davíð Þór Viðarsson var í banastuði.Rakel Hönnudóttir og Matthías Vilhjálmsson voru valin efnilegust.Verðlaunahafarnir brosandi út að eyrum.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Helgi Sigurðsson fara yfir málin.Ásgeir Aron Ásgeirsson í góðum félagsskap.Rikki Daða, Guðni Bergs og Anthony Karl Gregory hafa allir skorað fyrir íslenska landsliðið.Elvar Geir Magnússon þungt hugsi.Magnús Már, með fingur á lofti, og Hörður Snævar Jónsson.Stuðningsmenn KR og Vals taka við verðlaunum fyrir hönd félags síns. Bræðurnir Páll og Jón Bjarni Kristjánsson fyrir miðju en þeir styðja þá svörtu og hvítu.Lið ársins í Landsbankadeild kvenna.Strákarnir á fótbolti.net í banastuði.Lið ársins í karlaboltanum.Helgi Sigurðsson skemmti sér vel með Kristjáni Valdimarssyni.Gummi Ben, Katrín Jóns og Baldur Ingimar Aðalsteinsson með verðlaun sín.Markamaskínur sumarsins með verðlaun sín.Hrefna Jóhannesdóttir raðaði inn mörkunum með KR.Magnús Már Einarsson lék við hvern sinn fingur, jafnvel þumalfingur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. Benedikt Bóas Hinriksson gagnrýndi þar KSÍ fyrir að halda ekkert lokahóf lengur og sagði sambandið vera bákn sem sem væri fjarlægt hinum almenna fótboltaáhugamanni. „Nú eru félögin sjálf með sín lokahóf sem jafnvel eru líka fjáröflun fyrir félögin. Ég sjálfur setti á oddinn að vera með lokahóf en það verður illa gert án aðkomu félaganna,“ sagði Guðni í Bítinu.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.„Ég ræddi þetta fyrir tímabilið við fyrirliða félaganna og forsvarsmann leikmannasamtakanna þar sem var rætt um að koma þessu á. Þó auðvitað með þeim fyrirvara að það væri í samvinnu við félögin í deildinni. KSÍ var tilbúið að koma að þessu en það tókst einhverra hluta vegna ekki að koma þessu á legg með félögunum. Ég myndi vilja setjast niður með félögunum og ræða þetta því mér finnst vera meiri bragur á því að halda veglegt lokahóf.“ Mætingin á völlinn í sumar var ekki nægilega góð og er á niðurleið. „Þetta er líka þróunin á Norðurlöndunum. Við vitum um allar beinu útsendingarnar sem er auðvitað frábær þjónusta og félögin fá veglegar tekjur af því. Ef það er vont veður og leikur í sjónvarpinu hvað velur fólk þá? Félög með góða aðsókn síðustu ár gekk ekki vel og svona mætti áfram telja. Svo hefur verið talað um hækkun miðaverðs. Það eru margir þættir sem spila inn í. Að KSÍ sé eitthvað bákn sem sé ekki í tengslum við veruleikann er eitthvað sem ég vísa á bug.“Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vaktinni á Broadway árið 2007 þar sem lokahófið var haldið á gamla mátann. Hægt er að skoða myndirnar í myndasyrpunni hér að neðan, með því að smella á örvarnar (í tölvu) eða draga myndirnar (í snjallsíma).Hólmfríður Magnússdóttir og Helgi Sigurðsson voru valin best.Davíð Þór Viðarsson var í banastuði.Rakel Hönnudóttir og Matthías Vilhjálmsson voru valin efnilegust.Verðlaunahafarnir brosandi út að eyrum.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Helgi Sigurðsson fara yfir málin.Ásgeir Aron Ásgeirsson í góðum félagsskap.Rikki Daða, Guðni Bergs og Anthony Karl Gregory hafa allir skorað fyrir íslenska landsliðið.Elvar Geir Magnússon þungt hugsi.Magnús Már, með fingur á lofti, og Hörður Snævar Jónsson.Stuðningsmenn KR og Vals taka við verðlaunum fyrir hönd félags síns. Bræðurnir Páll og Jón Bjarni Kristjánsson fyrir miðju en þeir styðja þá svörtu og hvítu.Lið ársins í Landsbankadeild kvenna.Strákarnir á fótbolti.net í banastuði.Lið ársins í karlaboltanum.Helgi Sigurðsson skemmti sér vel með Kristjáni Valdimarssyni.Gummi Ben, Katrín Jóns og Baldur Ingimar Aðalsteinsson með verðlaun sín.Markamaskínur sumarsins með verðlaun sín.Hrefna Jóhannesdóttir raðaði inn mörkunum með KR.Magnús Már Einarsson lék við hvern sinn fingur, jafnvel þumalfingur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira