Guðni vill halda veglegt lokahóf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. október 2017 10:45 Guðni Bergsson á lokahófi KSÍ á Broadway árið 2007. Með honum á myndinni eru markaskorararnir Ríkharður Daðason og Anthony Karl Gregory. vísir/daníel Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. Benedikt Bóas Hinriksson gagnrýndi þar KSÍ fyrir að halda ekkert lokahóf lengur og sagði sambandið vera bákn sem sem væri fjarlægt hinum almenna fótboltaáhugamanni. „Nú eru félögin sjálf með sín lokahóf sem jafnvel eru líka fjáröflun fyrir félögin. Ég sjálfur setti á oddinn að vera með lokahóf en það verður illa gert án aðkomu félaganna,“ sagði Guðni í Bítinu.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.„Ég ræddi þetta fyrir tímabilið við fyrirliða félaganna og forsvarsmann leikmannasamtakanna þar sem var rætt um að koma þessu á. Þó auðvitað með þeim fyrirvara að það væri í samvinnu við félögin í deildinni. KSÍ var tilbúið að koma að þessu en það tókst einhverra hluta vegna ekki að koma þessu á legg með félögunum. Ég myndi vilja setjast niður með félögunum og ræða þetta því mér finnst vera meiri bragur á því að halda veglegt lokahóf.“ Mætingin á völlinn í sumar var ekki nægilega góð og er á niðurleið. „Þetta er líka þróunin á Norðurlöndunum. Við vitum um allar beinu útsendingarnar sem er auðvitað frábær þjónusta og félögin fá veglegar tekjur af því. Ef það er vont veður og leikur í sjónvarpinu hvað velur fólk þá? Félög með góða aðsókn síðustu ár gekk ekki vel og svona mætti áfram telja. Svo hefur verið talað um hækkun miðaverðs. Það eru margir þættir sem spila inn í. Að KSÍ sé eitthvað bákn sem sé ekki í tengslum við veruleikann er eitthvað sem ég vísa á bug.“Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vaktinni á Broadway árið 2007 þar sem lokahófið var haldið á gamla mátann. Hægt er að skoða myndirnar í myndasyrpunni hér að neðan, með því að smella á örvarnar (í tölvu) eða draga myndirnar (í snjallsíma).Hólmfríður Magnússdóttir og Helgi Sigurðsson voru valin best.Davíð Þór Viðarsson var í banastuði.Rakel Hönnudóttir og Matthías Vilhjálmsson voru valin efnilegust.Verðlaunahafarnir brosandi út að eyrum.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Helgi Sigurðsson fara yfir málin.Ásgeir Aron Ásgeirsson í góðum félagsskap.Rikki Daða, Guðni Bergs og Anthony Karl Gregory hafa allir skorað fyrir íslenska landsliðið.Elvar Geir Magnússon þungt hugsi.Magnús Már, með fingur á lofti, og Hörður Snævar Jónsson.Stuðningsmenn KR og Vals taka við verðlaunum fyrir hönd félags síns. Bræðurnir Páll og Jón Bjarni Kristjánsson fyrir miðju en þeir styðja þá svörtu og hvítu.Lið ársins í Landsbankadeild kvenna.Strákarnir á fótbolti.net í banastuði.Lið ársins í karlaboltanum.Helgi Sigurðsson skemmti sér vel með Kristjáni Valdimarssyni.Gummi Ben, Katrín Jóns og Baldur Ingimar Aðalsteinsson með verðlaun sín.Markamaskínur sumarsins með verðlaun sín.Hrefna Jóhannesdóttir raðaði inn mörkunum með KR.Magnús Már Einarsson lék við hvern sinn fingur, jafnvel þumalfingur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. Benedikt Bóas Hinriksson gagnrýndi þar KSÍ fyrir að halda ekkert lokahóf lengur og sagði sambandið vera bákn sem sem væri fjarlægt hinum almenna fótboltaáhugamanni. „Nú eru félögin sjálf með sín lokahóf sem jafnvel eru líka fjáröflun fyrir félögin. Ég sjálfur setti á oddinn að vera með lokahóf en það verður illa gert án aðkomu félaganna,“ sagði Guðni í Bítinu.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.„Ég ræddi þetta fyrir tímabilið við fyrirliða félaganna og forsvarsmann leikmannasamtakanna þar sem var rætt um að koma þessu á. Þó auðvitað með þeim fyrirvara að það væri í samvinnu við félögin í deildinni. KSÍ var tilbúið að koma að þessu en það tókst einhverra hluta vegna ekki að koma þessu á legg með félögunum. Ég myndi vilja setjast niður með félögunum og ræða þetta því mér finnst vera meiri bragur á því að halda veglegt lokahóf.“ Mætingin á völlinn í sumar var ekki nægilega góð og er á niðurleið. „Þetta er líka þróunin á Norðurlöndunum. Við vitum um allar beinu útsendingarnar sem er auðvitað frábær þjónusta og félögin fá veglegar tekjur af því. Ef það er vont veður og leikur í sjónvarpinu hvað velur fólk þá? Félög með góða aðsókn síðustu ár gekk ekki vel og svona mætti áfram telja. Svo hefur verið talað um hækkun miðaverðs. Það eru margir þættir sem spila inn í. Að KSÍ sé eitthvað bákn sem sé ekki í tengslum við veruleikann er eitthvað sem ég vísa á bug.“Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vaktinni á Broadway árið 2007 þar sem lokahófið var haldið á gamla mátann. Hægt er að skoða myndirnar í myndasyrpunni hér að neðan, með því að smella á örvarnar (í tölvu) eða draga myndirnar (í snjallsíma).Hólmfríður Magnússdóttir og Helgi Sigurðsson voru valin best.Davíð Þór Viðarsson var í banastuði.Rakel Hönnudóttir og Matthías Vilhjálmsson voru valin efnilegust.Verðlaunahafarnir brosandi út að eyrum.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Helgi Sigurðsson fara yfir málin.Ásgeir Aron Ásgeirsson í góðum félagsskap.Rikki Daða, Guðni Bergs og Anthony Karl Gregory hafa allir skorað fyrir íslenska landsliðið.Elvar Geir Magnússon þungt hugsi.Magnús Már, með fingur á lofti, og Hörður Snævar Jónsson.Stuðningsmenn KR og Vals taka við verðlaunum fyrir hönd félags síns. Bræðurnir Páll og Jón Bjarni Kristjánsson fyrir miðju en þeir styðja þá svörtu og hvítu.Lið ársins í Landsbankadeild kvenna.Strákarnir á fótbolti.net í banastuði.Lið ársins í karlaboltanum.Helgi Sigurðsson skemmti sér vel með Kristjáni Valdimarssyni.Gummi Ben, Katrín Jóns og Baldur Ingimar Aðalsteinsson með verðlaun sín.Markamaskínur sumarsins með verðlaun sín.Hrefna Jóhannesdóttir raðaði inn mörkunum með KR.Magnús Már Einarsson lék við hvern sinn fingur, jafnvel þumalfingur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Sjá meira