Bull er bull Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 3. október 2017 07:00 Í annars ágætu Silfri Egils sl. sunnudag spillti Styrmir Gunnarsson skynsamlegri umræðu með því að afflytja staðreyndir um stórmál, sem varðar þjóðarhag: Auðlindagjaldsmálið. Þetta er ekki sagnfræði. Í aðdraganda kosninga skiptir miklu máli, að kjósendur hafi það á hreinu, hvaða stjórnmálaflokkar hafa staðfastlega komið í veg fyrir, að þjóðarviljinn um auðlindagjald fyrir einkaleyfi á nýtingu þjóðarauðlinda nái fram að ganga. Þessir flokkar heita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, með þegjandi samþykki VG. Staðreyndirnar eru eftirfarandi: 1. Þegar aflamarkskerfið var lögleitt 1988, settum við jafnaðarmenn (Alþýðuflokkurinn) ákvæði um sameign þjóðarinnar í 1.gr. laganna til að girða fyrir myndun einkaeignarréttar á veiðiréttinum.2. Þegar Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Framsóknar, lagði til framsalsréttinn 1990, settum við jafnaðarmenn aftur skilyrði fyrir samþykkt þess. Við bættum við varúðarákvæði, sem enn stendur og hljóðar svo: „Úthlutun veiðiheimilda?…?myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Tímabundinn nýtingarréttur skyldi því hvorki mynda lögvarinn eignarrétt né bótaskyldu á ríkið, ef úthlutun veiðiheimilda yrði breytt síðar.3.Hvers vegna var framsalið heimilað? Til þess að fullnægja öðrum megintilgangi fiskveiðistjórnunar, að draga úr sókn og auka arðsemi. Án þess hefði engin auðlindarenta myndast, sem andlag auðlindagjalds.4.Hvers vegna var ekki þá þegar lagt á auðlindagjald? Vegna þess að Alþýðuflokkurinn (10 þingmenn) var eini flokkurinn, sem var fylgjandi auðlindagjaldi. En andstæðingarnir höfðu þá pottþétt rök, þótt þau féllu úr gildi síðar. Það var efnahagskreppa (1988-95), sú lengsta í lýðveldissögunni. Neikvæður hagvöxtur, aflasamdráttur, versnandi viðskiptakjör. Sjávarútvegsfyrirtækin voru sokkin í skuldir eftir fyrirhyggjulítið fjárfestingarfyllirí. Það var engin auðlindarenta til að rísa undir gjaldtöku.5. Í Viðeyjarstjórninni (1991-95) fengum við grundvallarregluna um auðlindagjald lögfest (kallað þróunargjald). Það dekkaði ekki samfélagskostnað sjávarútvegsins (hafnir, hafrannsóknir, landhelgisgæsla, gæðaeftirlit o.s.frv.). En það var skref í rétta átt.6. Ef við jafnaðarmenn hefðum ekki náð að lögfesta sameignarákvæðið og forðað ríkinu frá bótaskyldu vegna síðari breytinga, væri málið fyrir löngu tapað. Einkaeignarrétturinn væri þá áreiðanlega fyrir löngu dómhelgaður og lögvarinn. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar okkur jafnaðarmönnum er borið á brýn að hafa brugðist í þessu máli. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við erum eini flokkurinn, sem stóðum vaktina í nafni þjóðarhagsmuna í erfiðri varnarbaráttu við sérhagsmunaaðila.7. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald. Sjávarútvegsráðherrar hafa seinasta orðið í sínum málaflokki. Í meira en 20 ár hafa sjávarútvegsráðherrar látið líðast, að tímabundnar veiðiheimildir eru leigðar, seldar, veðsettar og jafnvel erfðar, eins og um einkaeign sé að ræða – í trássi við anda og bókstaf laganna. Þeir heita: Þorsteinn Pálsson, Árni Mathiesen, Einar Guðfinnsson, Steingrímur J. Sigfússon, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Gleymi ég einhverjum? Það tekur því ekki að nefna núv. starfsstjórn, sem er að pakka saman. En eitt er víst: Þetta voru ekki jafnaðarmenn. Styrmir kannast e.t.v. betur við þá sem „innvígða og innmúraða“. „Follow the money“, segir Kaninn. Þótt LÍÚ hafi að vísu skipt um kennitölu (SFS) er eitt óbreytt: Þeir gera enn út Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn fyrir kosningar (og gauka lítilræði að VG, að sögn). Og borga hallareksturinn af daglegum sögufölsunum Morgunblaðsritstjórans með glöðu geði, því að þeir vita, að það eru smáaurar í samanburði við þá tugi milljarða, sem fjármagnseigendur hafa fengið í sinn hlut fyrir einkaleyfið til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í skjóli pólitísks valds. Það eru kosningar fram undan. Ætlar þjóðin að láta það um sig spyrjast, að þjóðarviljinn verði hundsaður, einu sinni enn? Til þess eru vítin að varast þau. Því að það er hverju orði sannara, sem haft er eftir skúrunum í stjórnarráðinu: Gólfið verður aldrei hreinna en vatnið í fötunni.Höfundur er fv. formaður Alþýðuflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Baldvin Hannibalsson Kosningar 2017 Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í annars ágætu Silfri Egils sl. sunnudag spillti Styrmir Gunnarsson skynsamlegri umræðu með því að afflytja staðreyndir um stórmál, sem varðar þjóðarhag: Auðlindagjaldsmálið. Þetta er ekki sagnfræði. Í aðdraganda kosninga skiptir miklu máli, að kjósendur hafi það á hreinu, hvaða stjórnmálaflokkar hafa staðfastlega komið í veg fyrir, að þjóðarviljinn um auðlindagjald fyrir einkaleyfi á nýtingu þjóðarauðlinda nái fram að ganga. Þessir flokkar heita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, með þegjandi samþykki VG. Staðreyndirnar eru eftirfarandi: 1. Þegar aflamarkskerfið var lögleitt 1988, settum við jafnaðarmenn (Alþýðuflokkurinn) ákvæði um sameign þjóðarinnar í 1.gr. laganna til að girða fyrir myndun einkaeignarréttar á veiðiréttinum.2. Þegar Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Framsóknar, lagði til framsalsréttinn 1990, settum við jafnaðarmenn aftur skilyrði fyrir samþykkt þess. Við bættum við varúðarákvæði, sem enn stendur og hljóðar svo: „Úthlutun veiðiheimilda?…?myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Tímabundinn nýtingarréttur skyldi því hvorki mynda lögvarinn eignarrétt né bótaskyldu á ríkið, ef úthlutun veiðiheimilda yrði breytt síðar.3.Hvers vegna var framsalið heimilað? Til þess að fullnægja öðrum megintilgangi fiskveiðistjórnunar, að draga úr sókn og auka arðsemi. Án þess hefði engin auðlindarenta myndast, sem andlag auðlindagjalds.4.Hvers vegna var ekki þá þegar lagt á auðlindagjald? Vegna þess að Alþýðuflokkurinn (10 þingmenn) var eini flokkurinn, sem var fylgjandi auðlindagjaldi. En andstæðingarnir höfðu þá pottþétt rök, þótt þau féllu úr gildi síðar. Það var efnahagskreppa (1988-95), sú lengsta í lýðveldissögunni. Neikvæður hagvöxtur, aflasamdráttur, versnandi viðskiptakjör. Sjávarútvegsfyrirtækin voru sokkin í skuldir eftir fyrirhyggjulítið fjárfestingarfyllirí. Það var engin auðlindarenta til að rísa undir gjaldtöku.5. Í Viðeyjarstjórninni (1991-95) fengum við grundvallarregluna um auðlindagjald lögfest (kallað þróunargjald). Það dekkaði ekki samfélagskostnað sjávarútvegsins (hafnir, hafrannsóknir, landhelgisgæsla, gæðaeftirlit o.s.frv.). En það var skref í rétta átt.6. Ef við jafnaðarmenn hefðum ekki náð að lögfesta sameignarákvæðið og forðað ríkinu frá bótaskyldu vegna síðari breytinga, væri málið fyrir löngu tapað. Einkaeignarrétturinn væri þá áreiðanlega fyrir löngu dómhelgaður og lögvarinn. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar okkur jafnaðarmönnum er borið á brýn að hafa brugðist í þessu máli. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við erum eini flokkurinn, sem stóðum vaktina í nafni þjóðarhagsmuna í erfiðri varnarbaráttu við sérhagsmunaaðila.7. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald. Sjávarútvegsráðherrar hafa seinasta orðið í sínum málaflokki. Í meira en 20 ár hafa sjávarútvegsráðherrar látið líðast, að tímabundnar veiðiheimildir eru leigðar, seldar, veðsettar og jafnvel erfðar, eins og um einkaeign sé að ræða – í trássi við anda og bókstaf laganna. Þeir heita: Þorsteinn Pálsson, Árni Mathiesen, Einar Guðfinnsson, Steingrímur J. Sigfússon, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Gleymi ég einhverjum? Það tekur því ekki að nefna núv. starfsstjórn, sem er að pakka saman. En eitt er víst: Þetta voru ekki jafnaðarmenn. Styrmir kannast e.t.v. betur við þá sem „innvígða og innmúraða“. „Follow the money“, segir Kaninn. Þótt LÍÚ hafi að vísu skipt um kennitölu (SFS) er eitt óbreytt: Þeir gera enn út Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn fyrir kosningar (og gauka lítilræði að VG, að sögn). Og borga hallareksturinn af daglegum sögufölsunum Morgunblaðsritstjórans með glöðu geði, því að þeir vita, að það eru smáaurar í samanburði við þá tugi milljarða, sem fjármagnseigendur hafa fengið í sinn hlut fyrir einkaleyfið til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í skjóli pólitísks valds. Það eru kosningar fram undan. Ætlar þjóðin að láta það um sig spyrjast, að þjóðarviljinn verði hundsaður, einu sinni enn? Til þess eru vítin að varast þau. Því að það er hverju orði sannara, sem haft er eftir skúrunum í stjórnarráðinu: Gólfið verður aldrei hreinna en vatnið í fötunni.Höfundur er fv. formaður Alþýðuflokksins.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar