Eina kerfið sem veit best Pawel Bartoszek skrifar 4. október 2017 07:00 Ég hef lesið margar greinar á ákveðnum hægrisíðum þar sem kerfinu er bölvað. Í greinunum kemur fyrir vondur embættismaður sem, umboðslaus, stöðvar allar framfarir og gerir venjulegu fólki lífið leitt. Embættismaður á Samgöngustofu neitar bátum um leyfi til að flytja fólk á þjóðhátíð. Skriffinnar hjá Umhverfisstofnun tefja einhverjar atvinnuskapandi framkvæmdir. Jafnréttisstofa ofsækir heiðvirð fyrirtæki og Samkeppnisstofnun leggst gegn sjálfsagðri hagræðingu í rekstri. Kerfið að henda skrúfjárni í gangverk framfara. Vonda kerfið! „Faglegar ráðningar“ eru helst ekki nefndar nema innan gæsalappa. Þegar kerfið leggur til dómara að loknu ákveðnu ferli þá má ekki eftirláta kerfinu einu það vald. Nei, stjórnmálamaðurinn hefur umboðið. Hann hefur ábyrgðina og þar með valdið. Það er eðlilegt að hann ráði þessu. Því að við vitum að „fagmenn“ eru innst inni bara fólk. Það þýðir ekki að treysta í blindni á kerfið. En í einum málaflokki er kerfið frábært. Það eru útlendingamálin. Þar verður kerfið að fá að stjórna. Ef menn draga niðurstöður kerfisins í efa þá eru menn að ráðast á fagfólkið. Ef menn vilja breyta þeim reglum sem kerfið starfar eftir þá eru menn að ráðast á kerfið. Ef menn fylgja ekki ráðleggingum embættismanna þá eru menn í afneitun. Ef menn bregðast við fréttaflutningi og vilja kafa ofan í einstök mál þá eru menn að grafa undan kerfinu. Tilraunir til að setja sig á móti niðurstöðum kerfisins, útlendingakerfisins, eru uppnefndar sem geðþóttaákvarðanir. Geðþóttaákvarðanir sem drifnar eru áfram á tilfinningum og barnslegri linkind. Tilraunum til að hnekkja á niðurstöðum annarra kerfa er aldrei andmælt með þessum hætti. Að lokum, eitt dæmi um þessa kerfisdýrkun: Í dag fá flestir ríkisborgararétt gegnum Útlendingastofnum. Enn er þó er glufa sem heimilar Alþingi að veita íslenskan ríkisborgararétt þeim sem uppfylla ekki skilyrði laganna. Þetta er heimild sem er nýtt í undantekningartilfellum. Þessari glufu vill sumt fólk loka. Því í þessum málaflokki þá verða lögin bara að gilda, punktur. Í þessum málaflokki vita fagmennirnir best. Í þessum málaflokki verður allt vald að vera hjá kerfinu. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lesið margar greinar á ákveðnum hægrisíðum þar sem kerfinu er bölvað. Í greinunum kemur fyrir vondur embættismaður sem, umboðslaus, stöðvar allar framfarir og gerir venjulegu fólki lífið leitt. Embættismaður á Samgöngustofu neitar bátum um leyfi til að flytja fólk á þjóðhátíð. Skriffinnar hjá Umhverfisstofnun tefja einhverjar atvinnuskapandi framkvæmdir. Jafnréttisstofa ofsækir heiðvirð fyrirtæki og Samkeppnisstofnun leggst gegn sjálfsagðri hagræðingu í rekstri. Kerfið að henda skrúfjárni í gangverk framfara. Vonda kerfið! „Faglegar ráðningar“ eru helst ekki nefndar nema innan gæsalappa. Þegar kerfið leggur til dómara að loknu ákveðnu ferli þá má ekki eftirláta kerfinu einu það vald. Nei, stjórnmálamaðurinn hefur umboðið. Hann hefur ábyrgðina og þar með valdið. Það er eðlilegt að hann ráði þessu. Því að við vitum að „fagmenn“ eru innst inni bara fólk. Það þýðir ekki að treysta í blindni á kerfið. En í einum málaflokki er kerfið frábært. Það eru útlendingamálin. Þar verður kerfið að fá að stjórna. Ef menn draga niðurstöður kerfisins í efa þá eru menn að ráðast á fagfólkið. Ef menn vilja breyta þeim reglum sem kerfið starfar eftir þá eru menn að ráðast á kerfið. Ef menn fylgja ekki ráðleggingum embættismanna þá eru menn í afneitun. Ef menn bregðast við fréttaflutningi og vilja kafa ofan í einstök mál þá eru menn að grafa undan kerfinu. Tilraunir til að setja sig á móti niðurstöðum kerfisins, útlendingakerfisins, eru uppnefndar sem geðþóttaákvarðanir. Geðþóttaákvarðanir sem drifnar eru áfram á tilfinningum og barnslegri linkind. Tilraunum til að hnekkja á niðurstöðum annarra kerfa er aldrei andmælt með þessum hætti. Að lokum, eitt dæmi um þessa kerfisdýrkun: Í dag fá flestir ríkisborgararétt gegnum Útlendingastofnum. Enn er þó er glufa sem heimilar Alþingi að veita íslenskan ríkisborgararétt þeim sem uppfylla ekki skilyrði laganna. Þetta er heimild sem er nýtt í undantekningartilfellum. Þessari glufu vill sumt fólk loka. Því í þessum málaflokki þá verða lögin bara að gilda, punktur. Í þessum málaflokki vita fagmennirnir best. Í þessum málaflokki verður allt vald að vera hjá kerfinu. Höfundur er alþingismaður.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun