Innlent

Stormur og slydda í kortunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Snjókoma í kortunum.
Snjókoma í kortunum. VÍSIR/SIGURJÓN
Veðurstofan býst við stormi suðaustanlands í dag og nótt. Ætlað er að stormurinn nái til svæðisins frá Öræfum austur til Berufjarðar og gæti vindhraðinn farið í allt að 23 m/s á suðausturhorninu.

Það verður norðvestan „allhvass eða hvass“ vindur með rigningu á Norður og Austurlandi fram eftir degi og jafnvel slydda eða snjókoma til fjalla. Vestast á landinu verður vindur mun skaplegri og víða bjart veður. 

Fremur kalt í veðri fyrir norðan en að 10 stigum syðra þar sem best lætur. Lægir í nótt. Vestlæg átt á morgun, skýjað og einhver minniháttar úrkoma en bjartviðri suðaustantil. Síðan er útlit fyrir að fari að hlýna aftur fyrir norðan og austan með suðlægum áttum um helgina.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Vestlæg átt, 3-8 m/s. Léttskýjað að mestu um landið austanvert, annars skýjað en þurrt. Hiti 3 til 9 stig að deginum, hlýjast suðaustanlands.

Á föstudag:

Suðaustlæg átt, hlýnandi veður og fer að rigna suðvestanlands, en víða bjartviðri N- og A-til.

Á laugardag og sunnudag:

Suðlæg átt og rigning eða skúrir, en bjartviðri að mestu norðaustantil. Hiti 6 til 11 stig.

Á mánudag:

Snýst til norðlægrar átta með rigningu um mest allt land. Kólnar smám saman.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir norðanátt um landið vestanvert, en austlæari austantil. Rigning og sums staðar slydda á norðurhelmingi landsins en yfirleitt þurrt syðra. Svalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×