Hver er Kjarninn? Daníel Þórarinsson skrifar 4. október 2017 10:00 Kjarninn státar sig af því að fjalla um mál eftir staðreyndum og greina kjarnann frá hisminu. Þetta verður þó ekki sagt um fréttaskýringu, sem Þórður Snær Júlíusson skrifar í Kjarnann 2. október um skattamál þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og konu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Fullyrðingar og rangfærslur Kjarnans hafa rækilega verið hraktar t. d. í bloggi Páls Vilhjálmssonar. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að skrif Kjarnans um efnisatriði málsins eru lituð svo miklum illvilja í garð þeirra hjóna að hann yfirskyggir sjálfa umfjöllunina. Lítum á nokkur dæmi úr þessum skrifum:1. Skattayfirvöld áttu ekki frumkvæði að upptöku málsins, hjónin óskuðu sjálf eftir því með bréfi til ríkisskattstjóra og vöktu athygli á að krafa, sem hafði verið talin töpuð, greiddist og hækkaði þannig skattstofninn. Kjarninn segir: „Í bréfinu gengust þau meðal annars við því (leturbr. DÞ) að skattstofn Wintris, sem álögur voru reiknaðar út frá, hafi verið vantalinn“.2. Þegar Wintris umræðan hófst var þeim hjónum bent á að þau þyrftu að skila inn svonefndum CFC framtölum fyrir Wintris, en þau höfðu ekki talið þess þurfa. Í bréfinu til ríkisskattstjóra var af þeirri ástæðu einnig óskað eftir að álagðir skattar tækju mið af slíkum framtölum og voru þau unnin. Ríkisskattstjóri féllst á beiðnina um leiðréttingu skattframtalanna og endurákvarðaði opinber gjöld. Kjarninn segir: „Í desember samþykkti ríkisskattstjóri beiðni forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi um að greiða skatt sem þau höfðu komist upp með að greiða ekki (leturbr. DÞ) áður en tilvist Wintris var opinberuð“.3. Samkvæmt áður nefndum CFC framtölum gat Wintris bókfært gengistap, sem nýttist á móti framtíðar skattgreiðslum. Ríkisskattstjóri vildi ekki fallast á þessa uppgjörsaðferð. Ágreiningnum var vísað til yfirskattanefndar sem úrskurðaði þeim hjónum í hag. Kjarninn segir: „Sá úrskurður (þ.e. ríkisskattstjóra innsk. DÞ) var Sigmundi Davíð og Önnu Sigurlaugu ekki að skapi. (leturbr. DÞ) Þau kærðu hann til yfirskattanefndar sem féllst á þeirra sjónarmið og úrskurðaði þeim í hag 22. september síðastliðinn“. Hver er þá kjarninn? Hann er ekki skattamál þeirra hjóna, sem þau hafa lagt sig fram um að upplýsa og lagfæra þar sem þörf hefur verið talin á. Nei því miður, kjarni málsins er Illvilji Kjarnans.Höfundur er skógarbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Kjarninn státar sig af því að fjalla um mál eftir staðreyndum og greina kjarnann frá hisminu. Þetta verður þó ekki sagt um fréttaskýringu, sem Þórður Snær Júlíusson skrifar í Kjarnann 2. október um skattamál þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og konu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Fullyrðingar og rangfærslur Kjarnans hafa rækilega verið hraktar t. d. í bloggi Páls Vilhjálmssonar. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að skrif Kjarnans um efnisatriði málsins eru lituð svo miklum illvilja í garð þeirra hjóna að hann yfirskyggir sjálfa umfjöllunina. Lítum á nokkur dæmi úr þessum skrifum:1. Skattayfirvöld áttu ekki frumkvæði að upptöku málsins, hjónin óskuðu sjálf eftir því með bréfi til ríkisskattstjóra og vöktu athygli á að krafa, sem hafði verið talin töpuð, greiddist og hækkaði þannig skattstofninn. Kjarninn segir: „Í bréfinu gengust þau meðal annars við því (leturbr. DÞ) að skattstofn Wintris, sem álögur voru reiknaðar út frá, hafi verið vantalinn“.2. Þegar Wintris umræðan hófst var þeim hjónum bent á að þau þyrftu að skila inn svonefndum CFC framtölum fyrir Wintris, en þau höfðu ekki talið þess þurfa. Í bréfinu til ríkisskattstjóra var af þeirri ástæðu einnig óskað eftir að álagðir skattar tækju mið af slíkum framtölum og voru þau unnin. Ríkisskattstjóri féllst á beiðnina um leiðréttingu skattframtalanna og endurákvarðaði opinber gjöld. Kjarninn segir: „Í desember samþykkti ríkisskattstjóri beiðni forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi um að greiða skatt sem þau höfðu komist upp með að greiða ekki (leturbr. DÞ) áður en tilvist Wintris var opinberuð“.3. Samkvæmt áður nefndum CFC framtölum gat Wintris bókfært gengistap, sem nýttist á móti framtíðar skattgreiðslum. Ríkisskattstjóri vildi ekki fallast á þessa uppgjörsaðferð. Ágreiningnum var vísað til yfirskattanefndar sem úrskurðaði þeim hjónum í hag. Kjarninn segir: „Sá úrskurður (þ.e. ríkisskattstjóra innsk. DÞ) var Sigmundi Davíð og Önnu Sigurlaugu ekki að skapi. (leturbr. DÞ) Þau kærðu hann til yfirskattanefndar sem féllst á þeirra sjónarmið og úrskurðaði þeim í hag 22. september síðastliðinn“. Hver er þá kjarninn? Hann er ekki skattamál þeirra hjóna, sem þau hafa lagt sig fram um að upplýsa og lagfæra þar sem þörf hefur verið talin á. Nei því miður, kjarni málsins er Illvilji Kjarnans.Höfundur er skógarbóndi.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun