Hver er Kjarninn? Daníel Þórarinsson skrifar 4. október 2017 10:00 Kjarninn státar sig af því að fjalla um mál eftir staðreyndum og greina kjarnann frá hisminu. Þetta verður þó ekki sagt um fréttaskýringu, sem Þórður Snær Júlíusson skrifar í Kjarnann 2. október um skattamál þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og konu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Fullyrðingar og rangfærslur Kjarnans hafa rækilega verið hraktar t. d. í bloggi Páls Vilhjálmssonar. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að skrif Kjarnans um efnisatriði málsins eru lituð svo miklum illvilja í garð þeirra hjóna að hann yfirskyggir sjálfa umfjöllunina. Lítum á nokkur dæmi úr þessum skrifum:1. Skattayfirvöld áttu ekki frumkvæði að upptöku málsins, hjónin óskuðu sjálf eftir því með bréfi til ríkisskattstjóra og vöktu athygli á að krafa, sem hafði verið talin töpuð, greiddist og hækkaði þannig skattstofninn. Kjarninn segir: „Í bréfinu gengust þau meðal annars við því (leturbr. DÞ) að skattstofn Wintris, sem álögur voru reiknaðar út frá, hafi verið vantalinn“.2. Þegar Wintris umræðan hófst var þeim hjónum bent á að þau þyrftu að skila inn svonefndum CFC framtölum fyrir Wintris, en þau höfðu ekki talið þess þurfa. Í bréfinu til ríkisskattstjóra var af þeirri ástæðu einnig óskað eftir að álagðir skattar tækju mið af slíkum framtölum og voru þau unnin. Ríkisskattstjóri féllst á beiðnina um leiðréttingu skattframtalanna og endurákvarðaði opinber gjöld. Kjarninn segir: „Í desember samþykkti ríkisskattstjóri beiðni forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi um að greiða skatt sem þau höfðu komist upp með að greiða ekki (leturbr. DÞ) áður en tilvist Wintris var opinberuð“.3. Samkvæmt áður nefndum CFC framtölum gat Wintris bókfært gengistap, sem nýttist á móti framtíðar skattgreiðslum. Ríkisskattstjóri vildi ekki fallast á þessa uppgjörsaðferð. Ágreiningnum var vísað til yfirskattanefndar sem úrskurðaði þeim hjónum í hag. Kjarninn segir: „Sá úrskurður (þ.e. ríkisskattstjóra innsk. DÞ) var Sigmundi Davíð og Önnu Sigurlaugu ekki að skapi. (leturbr. DÞ) Þau kærðu hann til yfirskattanefndar sem féllst á þeirra sjónarmið og úrskurðaði þeim í hag 22. september síðastliðinn“. Hver er þá kjarninn? Hann er ekki skattamál þeirra hjóna, sem þau hafa lagt sig fram um að upplýsa og lagfæra þar sem þörf hefur verið talin á. Nei því miður, kjarni málsins er Illvilji Kjarnans.Höfundur er skógarbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Kjarninn státar sig af því að fjalla um mál eftir staðreyndum og greina kjarnann frá hisminu. Þetta verður þó ekki sagt um fréttaskýringu, sem Þórður Snær Júlíusson skrifar í Kjarnann 2. október um skattamál þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og konu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Fullyrðingar og rangfærslur Kjarnans hafa rækilega verið hraktar t. d. í bloggi Páls Vilhjálmssonar. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að skrif Kjarnans um efnisatriði málsins eru lituð svo miklum illvilja í garð þeirra hjóna að hann yfirskyggir sjálfa umfjöllunina. Lítum á nokkur dæmi úr þessum skrifum:1. Skattayfirvöld áttu ekki frumkvæði að upptöku málsins, hjónin óskuðu sjálf eftir því með bréfi til ríkisskattstjóra og vöktu athygli á að krafa, sem hafði verið talin töpuð, greiddist og hækkaði þannig skattstofninn. Kjarninn segir: „Í bréfinu gengust þau meðal annars við því (leturbr. DÞ) að skattstofn Wintris, sem álögur voru reiknaðar út frá, hafi verið vantalinn“.2. Þegar Wintris umræðan hófst var þeim hjónum bent á að þau þyrftu að skila inn svonefndum CFC framtölum fyrir Wintris, en þau höfðu ekki talið þess þurfa. Í bréfinu til ríkisskattstjóra var af þeirri ástæðu einnig óskað eftir að álagðir skattar tækju mið af slíkum framtölum og voru þau unnin. Ríkisskattstjóri féllst á beiðnina um leiðréttingu skattframtalanna og endurákvarðaði opinber gjöld. Kjarninn segir: „Í desember samþykkti ríkisskattstjóri beiðni forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi um að greiða skatt sem þau höfðu komist upp með að greiða ekki (leturbr. DÞ) áður en tilvist Wintris var opinberuð“.3. Samkvæmt áður nefndum CFC framtölum gat Wintris bókfært gengistap, sem nýttist á móti framtíðar skattgreiðslum. Ríkisskattstjóri vildi ekki fallast á þessa uppgjörsaðferð. Ágreiningnum var vísað til yfirskattanefndar sem úrskurðaði þeim hjónum í hag. Kjarninn segir: „Sá úrskurður (þ.e. ríkisskattstjóra innsk. DÞ) var Sigmundi Davíð og Önnu Sigurlaugu ekki að skapi. (leturbr. DÞ) Þau kærðu hann til yfirskattanefndar sem féllst á þeirra sjónarmið og úrskurðaði þeim í hag 22. september síðastliðinn“. Hver er þá kjarninn? Hann er ekki skattamál þeirra hjóna, sem þau hafa lagt sig fram um að upplýsa og lagfæra þar sem þörf hefur verið talin á. Nei því miður, kjarni málsins er Illvilji Kjarnans.Höfundur er skógarbóndi.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar