Draumur eða veruleiki: Lán til bílakaupa með 1,69% ársvöxtum Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. október 2017 07:00 Ég bjó lengi í Þýzkalandi, og er þar enn með annan fótinn. Fæ því ýmis tilboð frá bönkum og þjónustuaðilum þar á netinu. Á dögunum var mér boðið neyzlulán, t.a.m. til bílakaupa, allt að EUR 50.000,00, með 1,69% ársvöxtum. Í Evrópu, þar sem evran ræður ríkjum, með sínum stöðugleika, öryggi og þyngd, er þetta veruleiki, en hér á Íslandi getur þetta aldrei orðið nema draumur, sem ekki getur ræzt, svo lengi sem gjaldmiðlaverkfærið okkar er króna. Menn skyldu ekki halda, að það sé eitthvað sérstaklega íslenzkt við krónuna, eitthvað, sem tengist þjóðerni okkar eða sjálfstæði. Krónan er aðeins íslenzk af því að við Íslendingar höfum notað hana sem gjaldmiðil. Þetta er aðeins verkfæri fyrir greiðslur og miðlun fjár. Svipað og þumlungur, metri, únsa eða kíló fyrir lengd og þyngd. Ef ég keypti bíl í Þýzkalandi á 6 milljónir króna og greiddi lánið til baka með 6 árlegum afborgunum, væri vaxtabyrðin, allan tímann, 355.000,00 krónur. Fyrir svona bílalán hér á Íslandi eru vextir 9,0%. Fyrir sama lán til sama tíma væru heildarvextir hér þannig 1.890.000,00 krónur! Mismunur hvorki meira né minna en 1.535.000,00 krónur! Ef hér væri evra og evrukjör, í stað krónu og krónukjara, hefði ég getað sparað mér 256.000,00 á ári, bara á bílalánsvöxtum! Væntumþykja margra á krónunni er óskiljanleg. Þetta er einver tilfinningasemi, nánast þjóðernisleg ofsatrú, sem ekkert hefur með skynsemi, rök eða staðreyndir að gera. Nú er það svo, að lántakendur, þeir, sem þurfa að borga þessa vexti, eru jafnframt þeir, sem lítið eiga, oft unga fólkið, sem er að reyna að koma undir sig fótunum, og þeir, sem vaxtagreiðslurnar fá og þeirra njóta, eru fjármagnseigendur, sem, alla jafna, eru efnamenn fyrir. Krónan og stjórnun Seðlabanka á henni gerir því þá fátæku fátækari og þá ríku ríkari í stöðugum og stórfelldum mæli. Er þetta virkilega það, sem landsmenn vilja!? 25 Evrópuþjóðir hafa nú þegar hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp evruna, til að njóta kosta evrunnar; Stöðugleika, langtímaöryggis og lágra vaxta. Ýmis úrtölu- og þröngsýnisöfl – líkt og þegar hundruð bænda riðu til Reykjavíkur í byrjun síðustu aldar til að mótmæla símasambandi við útlönd – eru að reyna að hræða fólk með því, að við séum að fórna sjálfstæði okkar með ESB-aðild. Þetta er út í hött og algjör firra. Við erum nú þegar búin að skuldbinda okkur, nánast eins og verða má, hvað varðar ESB-aðild. Þetta gerðum við fyrir 25 árum með EES- samningnum. Skv. honum erum við aðilar að fjórfrelsinu svonefnda, sem (1) opnar Ísland fyrir íbúum allra 28 ESB-landanna, varðandi ferðir, búsetu og atvinnu. Við höfum á sama hátt frjálsan aðgang að löndunum 28, ekki bara til frjálsra og vegabréfslausra ferðalaga, heldur líka til búsetu og starfa.(2) EES-samningurinn veitir jafnframt ESB-löndunum 28 frjálsan, ótakmarkaðan og tollalausan aðgang að íslenskum markaði, á sama hátt og við höfum sama aðgang að ESB-mörkuðunum.(3) EES-samningurinn veitir þjónustufyrirtækjum ESB-landanna frjálsan aðgang að íslenzkum þjónustumarkaði. Nær þetta til t.a.m. símaþjónustu, orkuþjónustu og tryggingarþjónustu. Kosti þessa ESB-þjónustuframboðs getum við hins vegar ekki nýtt okkur, vegna þess, að enginn þjónustuaðili í Evrópu hefur áhuga á að bjóða þjónustu sína í krónum.(4) Á sama hátt veitir EES-samningurinn ESB-þjóðunum frjálsan aðgang að íslenzkum banka- og fjármálamarkaði. Hér er sama saga. Enginn ESB-banki hefur áhuga á að gera hér viðskipti í krónum. Með fullri ESB-aðild og evru væri fjórfrelsisskuldbindingin óbreytt, en við myndum þá fá inn ESB-þjónustu og -bankafyrirgreiðslu , sem örugglega myndi lækka allan slíkan kostnað verulega eða stórlega, öllum Íslendingum til góða. Með ESB-aðild gætum við líka haft virk áhrif á þróun Evrópu. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bjó lengi í Þýzkalandi, og er þar enn með annan fótinn. Fæ því ýmis tilboð frá bönkum og þjónustuaðilum þar á netinu. Á dögunum var mér boðið neyzlulán, t.a.m. til bílakaupa, allt að EUR 50.000,00, með 1,69% ársvöxtum. Í Evrópu, þar sem evran ræður ríkjum, með sínum stöðugleika, öryggi og þyngd, er þetta veruleiki, en hér á Íslandi getur þetta aldrei orðið nema draumur, sem ekki getur ræzt, svo lengi sem gjaldmiðlaverkfærið okkar er króna. Menn skyldu ekki halda, að það sé eitthvað sérstaklega íslenzkt við krónuna, eitthvað, sem tengist þjóðerni okkar eða sjálfstæði. Krónan er aðeins íslenzk af því að við Íslendingar höfum notað hana sem gjaldmiðil. Þetta er aðeins verkfæri fyrir greiðslur og miðlun fjár. Svipað og þumlungur, metri, únsa eða kíló fyrir lengd og þyngd. Ef ég keypti bíl í Þýzkalandi á 6 milljónir króna og greiddi lánið til baka með 6 árlegum afborgunum, væri vaxtabyrðin, allan tímann, 355.000,00 krónur. Fyrir svona bílalán hér á Íslandi eru vextir 9,0%. Fyrir sama lán til sama tíma væru heildarvextir hér þannig 1.890.000,00 krónur! Mismunur hvorki meira né minna en 1.535.000,00 krónur! Ef hér væri evra og evrukjör, í stað krónu og krónukjara, hefði ég getað sparað mér 256.000,00 á ári, bara á bílalánsvöxtum! Væntumþykja margra á krónunni er óskiljanleg. Þetta er einver tilfinningasemi, nánast þjóðernisleg ofsatrú, sem ekkert hefur með skynsemi, rök eða staðreyndir að gera. Nú er það svo, að lántakendur, þeir, sem þurfa að borga þessa vexti, eru jafnframt þeir, sem lítið eiga, oft unga fólkið, sem er að reyna að koma undir sig fótunum, og þeir, sem vaxtagreiðslurnar fá og þeirra njóta, eru fjármagnseigendur, sem, alla jafna, eru efnamenn fyrir. Krónan og stjórnun Seðlabanka á henni gerir því þá fátæku fátækari og þá ríku ríkari í stöðugum og stórfelldum mæli. Er þetta virkilega það, sem landsmenn vilja!? 25 Evrópuþjóðir hafa nú þegar hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp evruna, til að njóta kosta evrunnar; Stöðugleika, langtímaöryggis og lágra vaxta. Ýmis úrtölu- og þröngsýnisöfl – líkt og þegar hundruð bænda riðu til Reykjavíkur í byrjun síðustu aldar til að mótmæla símasambandi við útlönd – eru að reyna að hræða fólk með því, að við séum að fórna sjálfstæði okkar með ESB-aðild. Þetta er út í hött og algjör firra. Við erum nú þegar búin að skuldbinda okkur, nánast eins og verða má, hvað varðar ESB-aðild. Þetta gerðum við fyrir 25 árum með EES- samningnum. Skv. honum erum við aðilar að fjórfrelsinu svonefnda, sem (1) opnar Ísland fyrir íbúum allra 28 ESB-landanna, varðandi ferðir, búsetu og atvinnu. Við höfum á sama hátt frjálsan aðgang að löndunum 28, ekki bara til frjálsra og vegabréfslausra ferðalaga, heldur líka til búsetu og starfa.(2) EES-samningurinn veitir jafnframt ESB-löndunum 28 frjálsan, ótakmarkaðan og tollalausan aðgang að íslenskum markaði, á sama hátt og við höfum sama aðgang að ESB-mörkuðunum.(3) EES-samningurinn veitir þjónustufyrirtækjum ESB-landanna frjálsan aðgang að íslenzkum þjónustumarkaði. Nær þetta til t.a.m. símaþjónustu, orkuþjónustu og tryggingarþjónustu. Kosti þessa ESB-þjónustuframboðs getum við hins vegar ekki nýtt okkur, vegna þess, að enginn þjónustuaðili í Evrópu hefur áhuga á að bjóða þjónustu sína í krónum.(4) Á sama hátt veitir EES-samningurinn ESB-þjóðunum frjálsan aðgang að íslenzkum banka- og fjármálamarkaði. Hér er sama saga. Enginn ESB-banki hefur áhuga á að gera hér viðskipti í krónum. Með fullri ESB-aðild og evru væri fjórfrelsisskuldbindingin óbreytt, en við myndum þá fá inn ESB-þjónustu og -bankafyrirgreiðslu , sem örugglega myndi lækka allan slíkan kostnað verulega eða stórlega, öllum Íslendingum til góða. Með ESB-aðild gætum við líka haft virk áhrif á þróun Evrópu. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun