Hugvísindi í hættu Ingvar Þór Björnsson skrifar 5. október 2017 09:39 Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings. Árangur Háskóla Íslands í þessu erfiða árferði er eftirtektarverður og alls ekki sjálfsagður. Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu. Langvarandi undirfjármögnun Háskólans kemur niður á nemendum og kennurum en ekki síst samfélaginu. Ef ekki verður varið auknu fjármagni til háskólastigsins verður ómögulegt innan fárra ára að halda úti kennslu í mörgum þeirra tungumála sem nemendur geta stundað nám í nú við Háskólann, en slíkt yrði reiðarslag fyrir þjóð sem á allt sitt undir fjölbreyttum og nánum samskiptum við umheiminn. Námsgreinar sem heyra undir Mála- og menningardeild eru í sérstakri hættu vegna fárra nemenda í hverri námsgrein í þeirri deild. Þar sem framlög með hverjum nemanda í hugvísindum eru jafn lág og raun ber vitni eru ákveðin viðmið um lágmarksfjölda nemenda í hverju námskeiði. Ef of fáir nemendur eru skráðir í námskeið er það ósjaldan fellt niður. Finnska er ekki lengur kennd og ekki er hægt að stunda nám í norsku eins og er. Sænskan er í verulegri hættu og danskan á í erfiðleikum. Þetta stafar af því að hér áður fyrr var stórum hlutum kennslunnar haldið uppi af sendikennurum, sem kostaðir voru af sendilöndunum, en nú er sá háttur aflagður. Ef stjórnvöld grípa ekki inn í með auknu fjárframlagi er ljóst að kennsla í Norðurlandamálunum við Háskóla Íslands gæti liðið undir lok. Sökum skorts á fjármagni er heldur ekki hægt að bjóða upp á nýjar námsleiðir sem mikil þörf er fyrir. Þar má til að mynda nefna kennslu í arabísku, Mið-Austurlandafræðum og íslenskri máltækni. Þá hefur nýliðun á ýmsum lykilsviðum íslenskrar menningar reynst erfið þar sem ekki er til fjármagn til að ráða í störf sem losna þegar kennarar fara á eftirlaun. Kennurum hefur fækkað verulega á undanförnum árum sem gerir skólanum erfitt fyrir að sinna mikilvægum sviðum í rannsóknum og kennslu. Rót vandans á Hugvísindasviði er því ekki aðeins undirfjármögnunin heldur líka stórgölluð fjárhagslíkön sem miða við aðstæður sem eru allt aðrar en hér á landi. Á þessu skólaári hófst kennsla í nýjustu byggingu Háskólans, Veröld – Húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Húsið er helgað kennslu, rannsóknum og viðburðum sem tengjast erlendum tungumálum og menningu og undirstrikar því mikilvægi hugvísindanna. Fólk sem stundar rannsóknir á sviði hugvísinda hefur það mikilvæga hlutverk að móta skilning okkar á hugtökum og atburðum sem varða samfélagið. Tungumálakunnátta greiðir veg fólks á starfsvettvangi í alþjóðlegu samhengi, eflir skilning á öðrum þjóðum og opnar okkur áður óþekktar víddir. Ef ekki verður brugðist við aðsteðjandi vanda er ljóst að gæði kennslu á Hugvísindasviði við Háskóla Íslands gæti dregist verulega aftur úr í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings. Árangur Háskóla Íslands í þessu erfiða árferði er eftirtektarverður og alls ekki sjálfsagður. Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu. Langvarandi undirfjármögnun Háskólans kemur niður á nemendum og kennurum en ekki síst samfélaginu. Ef ekki verður varið auknu fjármagni til háskólastigsins verður ómögulegt innan fárra ára að halda úti kennslu í mörgum þeirra tungumála sem nemendur geta stundað nám í nú við Háskólann, en slíkt yrði reiðarslag fyrir þjóð sem á allt sitt undir fjölbreyttum og nánum samskiptum við umheiminn. Námsgreinar sem heyra undir Mála- og menningardeild eru í sérstakri hættu vegna fárra nemenda í hverri námsgrein í þeirri deild. Þar sem framlög með hverjum nemanda í hugvísindum eru jafn lág og raun ber vitni eru ákveðin viðmið um lágmarksfjölda nemenda í hverju námskeiði. Ef of fáir nemendur eru skráðir í námskeið er það ósjaldan fellt niður. Finnska er ekki lengur kennd og ekki er hægt að stunda nám í norsku eins og er. Sænskan er í verulegri hættu og danskan á í erfiðleikum. Þetta stafar af því að hér áður fyrr var stórum hlutum kennslunnar haldið uppi af sendikennurum, sem kostaðir voru af sendilöndunum, en nú er sá háttur aflagður. Ef stjórnvöld grípa ekki inn í með auknu fjárframlagi er ljóst að kennsla í Norðurlandamálunum við Háskóla Íslands gæti liðið undir lok. Sökum skorts á fjármagni er heldur ekki hægt að bjóða upp á nýjar námsleiðir sem mikil þörf er fyrir. Þar má til að mynda nefna kennslu í arabísku, Mið-Austurlandafræðum og íslenskri máltækni. Þá hefur nýliðun á ýmsum lykilsviðum íslenskrar menningar reynst erfið þar sem ekki er til fjármagn til að ráða í störf sem losna þegar kennarar fara á eftirlaun. Kennurum hefur fækkað verulega á undanförnum árum sem gerir skólanum erfitt fyrir að sinna mikilvægum sviðum í rannsóknum og kennslu. Rót vandans á Hugvísindasviði er því ekki aðeins undirfjármögnunin heldur líka stórgölluð fjárhagslíkön sem miða við aðstæður sem eru allt aðrar en hér á landi. Á þessu skólaári hófst kennsla í nýjustu byggingu Háskólans, Veröld – Húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Húsið er helgað kennslu, rannsóknum og viðburðum sem tengjast erlendum tungumálum og menningu og undirstrikar því mikilvægi hugvísindanna. Fólk sem stundar rannsóknir á sviði hugvísinda hefur það mikilvæga hlutverk að móta skilning okkar á hugtökum og atburðum sem varða samfélagið. Tungumálakunnátta greiðir veg fólks á starfsvettvangi í alþjóðlegu samhengi, eflir skilning á öðrum þjóðum og opnar okkur áður óþekktar víddir. Ef ekki verður brugðist við aðsteðjandi vanda er ljóst að gæði kennslu á Hugvísindasviði við Háskóla Íslands gæti dregist verulega aftur úr í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun