Augnablik – Skilaboð til landsfundar Vinstri grænna Hjörtur Hjartarson skrifar 6. október 2017 07:00 Nýjar stjórnarskrár verða til í kjölfar áfalla. Það er söguleg staðreynd. Þá verða augnablik þar sem samfélög eru reiðubúin að líta í eigin barm af alvöru og einlægni og spyrja grundvallarspurninga: Hvers konar samfélag viljum við? Það gerðist í kjölfar Hrunsins á Íslandi. Landsmenn notuðu tækifærið, og þeim lukkaðist að endurnýja og semja sér eigin stjórnarskrá í skugga hamfaranna. Það var mikil gæfa fyrir íslenskt samfélag, náttúruna og fólkið í landinu. Hin nýja stjórnarskrá og stjórnarskrárferlið var og er leið til þess að sættast við áfallið og halda áfram með nýja von í brjósti. Í því ljósi ber að umgangast stjórnarskrármálið. Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Því er tómt mál að tala nú um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Andrúmsloft eins og það sem fæddi af sér nýju stjórnarskrána verður heldur ekki endurskapað löngu eftir að stjórnarskráraugnablikið er liðið og íslensk stjórnmál aftur komin í gamla farið. Frumvarp að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013. Frumvarp sem var efnislega í samræmi við vilja 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að hin nýja stjórnarskrá yrði að veruleika með hroka og yfirgangi. Og var því miður látinn komast upp með það. Mál er að setja andstæðingum stjórnarskrárbreytinga stólinn fyrir dyrnar. Því heiti ég á landsfund Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að taka höndum saman við Pírata og Samfylkingu og ganga til liðs við íslenskan almenning, náttúru landsins og stjórnarskrá fólksins. Afdráttarlaust. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Hjörtur Hjartarson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Nýjar stjórnarskrár verða til í kjölfar áfalla. Það er söguleg staðreynd. Þá verða augnablik þar sem samfélög eru reiðubúin að líta í eigin barm af alvöru og einlægni og spyrja grundvallarspurninga: Hvers konar samfélag viljum við? Það gerðist í kjölfar Hrunsins á Íslandi. Landsmenn notuðu tækifærið, og þeim lukkaðist að endurnýja og semja sér eigin stjórnarskrá í skugga hamfaranna. Það var mikil gæfa fyrir íslenskt samfélag, náttúruna og fólkið í landinu. Hin nýja stjórnarskrá og stjórnarskrárferlið var og er leið til þess að sættast við áfallið og halda áfram með nýja von í brjósti. Í því ljósi ber að umgangast stjórnarskrármálið. Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Því er tómt mál að tala nú um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Andrúmsloft eins og það sem fæddi af sér nýju stjórnarskrána verður heldur ekki endurskapað löngu eftir að stjórnarskráraugnablikið er liðið og íslensk stjórnmál aftur komin í gamla farið. Frumvarp að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013. Frumvarp sem var efnislega í samræmi við vilja 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að hin nýja stjórnarskrá yrði að veruleika með hroka og yfirgangi. Og var því miður látinn komast upp með það. Mál er að setja andstæðingum stjórnarskrárbreytinga stólinn fyrir dyrnar. Því heiti ég á landsfund Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að taka höndum saman við Pírata og Samfylkingu og ganga til liðs við íslenskan almenning, náttúru landsins og stjórnarskrá fólksins. Afdráttarlaust. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun