Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2017 19:08 Gagnrýnendur orkuáætlunar Obama hafa kennt reglugerðafargani um hnignun kolaiðnaðarins. Sérfræðingjar segja að raunveruleg orsökin sé uppgangur jarðgass og endurnýjanlegra orkugjafa. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fulltrúa þrýstihópa kolaiðnaðarins til að gegna stöðu varaforstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA). Stofnunin ætlar að afnema hrykkjarstykkið í loftslagsaðgerðum Barack Obama, fyrrverandi forseta. Andrew R. Wheeler hefur unnið sem málsvari fyrir sum stærstu kolafyrirtæki Bandaríkjanna undanfarin ár og hefur sterk tengsl við áberandi afneitara loftslagsvísinda, að því er segir í frétt New York Times. Hann yrði næstæðsti stjórnandi EPA á eftir forstjóranum Scott Pruitt. Sá hefur lýst því yfir að hann trúi ekki samhljóða niðurstöðu vísindamanna að losun manna á koltvísýringi valdi hnattrænni hlýnun á jörðinni. Stefna ríkisstjórnar Trump hefur verið að blása nýju lífi í kolaiðnaðinn sem má muna fífill sinn fegurri, aðallega vegna samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Bruni kola er almennt talinn versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda af völdum manna.Ekki víst að lögð verði fram ný áætlun um að takmarka losun Fyrr í þessari viku greindi Reuters-fréttastofan frá því að EPA ætlaði að gefa út tilkynningu um að stofnunin ætlaði að afnema reglugerð um hreina orku sem sett var í tíð Obama. Markmið hennar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum í Bandaríkjunum um 32% fyrir árið 2030. Reglugerðin, sem nefnist Clean Power Plan (CPP), hefur ekki tekið gildi vegna þess að að 27 ríki skutu henni til dómstóla. Málið er nú hjá áfrýjunardómstól í Washington-borg. Undir Pruitt fullyrðir EPA að stofnunin hafi farið út fyrir valdsvið sitt með CPP í tíð Obama. Áður en Pruitt tók við EPA var hann þekktur fyrir að stefna EPA vegna umhverfisreglugerða, oft í nánu samstarfi við mengandi iðnað. Frétt Reuters fylgdi að að EPA ætlaði að óska eftir umsögnum frá almenningi um hvað ætti að koma í staðinn fyrir CPP um leið og stofnunin tilkynnti um að reglugerðin yrði dregin til baka. Nú segir talsmaður stofnunarinnar að ekki sé víst að hún muni leggja fram nýja áætlun um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. Nær fullvíst er talið að ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að hætta að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda, verði sú raunin, muni leiða til langra málaferla. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fulltrúa þrýstihópa kolaiðnaðarins til að gegna stöðu varaforstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA). Stofnunin ætlar að afnema hrykkjarstykkið í loftslagsaðgerðum Barack Obama, fyrrverandi forseta. Andrew R. Wheeler hefur unnið sem málsvari fyrir sum stærstu kolafyrirtæki Bandaríkjanna undanfarin ár og hefur sterk tengsl við áberandi afneitara loftslagsvísinda, að því er segir í frétt New York Times. Hann yrði næstæðsti stjórnandi EPA á eftir forstjóranum Scott Pruitt. Sá hefur lýst því yfir að hann trúi ekki samhljóða niðurstöðu vísindamanna að losun manna á koltvísýringi valdi hnattrænni hlýnun á jörðinni. Stefna ríkisstjórnar Trump hefur verið að blása nýju lífi í kolaiðnaðinn sem má muna fífill sinn fegurri, aðallega vegna samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Bruni kola er almennt talinn versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda af völdum manna.Ekki víst að lögð verði fram ný áætlun um að takmarka losun Fyrr í þessari viku greindi Reuters-fréttastofan frá því að EPA ætlaði að gefa út tilkynningu um að stofnunin ætlaði að afnema reglugerð um hreina orku sem sett var í tíð Obama. Markmið hennar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum í Bandaríkjunum um 32% fyrir árið 2030. Reglugerðin, sem nefnist Clean Power Plan (CPP), hefur ekki tekið gildi vegna þess að að 27 ríki skutu henni til dómstóla. Málið er nú hjá áfrýjunardómstól í Washington-borg. Undir Pruitt fullyrðir EPA að stofnunin hafi farið út fyrir valdsvið sitt með CPP í tíð Obama. Áður en Pruitt tók við EPA var hann þekktur fyrir að stefna EPA vegna umhverfisreglugerða, oft í nánu samstarfi við mengandi iðnað. Frétt Reuters fylgdi að að EPA ætlaði að óska eftir umsögnum frá almenningi um hvað ætti að koma í staðinn fyrir CPP um leið og stofnunin tilkynnti um að reglugerðin yrði dregin til baka. Nú segir talsmaður stofnunarinnar að ekki sé víst að hún muni leggja fram nýja áætlun um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. Nær fullvíst er talið að ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að hætta að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda, verði sú raunin, muni leiða til langra málaferla.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00