Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2017 19:08 Gagnrýnendur orkuáætlunar Obama hafa kennt reglugerðafargani um hnignun kolaiðnaðarins. Sérfræðingjar segja að raunveruleg orsökin sé uppgangur jarðgass og endurnýjanlegra orkugjafa. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fulltrúa þrýstihópa kolaiðnaðarins til að gegna stöðu varaforstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA). Stofnunin ætlar að afnema hrykkjarstykkið í loftslagsaðgerðum Barack Obama, fyrrverandi forseta. Andrew R. Wheeler hefur unnið sem málsvari fyrir sum stærstu kolafyrirtæki Bandaríkjanna undanfarin ár og hefur sterk tengsl við áberandi afneitara loftslagsvísinda, að því er segir í frétt New York Times. Hann yrði næstæðsti stjórnandi EPA á eftir forstjóranum Scott Pruitt. Sá hefur lýst því yfir að hann trúi ekki samhljóða niðurstöðu vísindamanna að losun manna á koltvísýringi valdi hnattrænni hlýnun á jörðinni. Stefna ríkisstjórnar Trump hefur verið að blása nýju lífi í kolaiðnaðinn sem má muna fífill sinn fegurri, aðallega vegna samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Bruni kola er almennt talinn versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda af völdum manna.Ekki víst að lögð verði fram ný áætlun um að takmarka losun Fyrr í þessari viku greindi Reuters-fréttastofan frá því að EPA ætlaði að gefa út tilkynningu um að stofnunin ætlaði að afnema reglugerð um hreina orku sem sett var í tíð Obama. Markmið hennar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum í Bandaríkjunum um 32% fyrir árið 2030. Reglugerðin, sem nefnist Clean Power Plan (CPP), hefur ekki tekið gildi vegna þess að að 27 ríki skutu henni til dómstóla. Málið er nú hjá áfrýjunardómstól í Washington-borg. Undir Pruitt fullyrðir EPA að stofnunin hafi farið út fyrir valdsvið sitt með CPP í tíð Obama. Áður en Pruitt tók við EPA var hann þekktur fyrir að stefna EPA vegna umhverfisreglugerða, oft í nánu samstarfi við mengandi iðnað. Frétt Reuters fylgdi að að EPA ætlaði að óska eftir umsögnum frá almenningi um hvað ætti að koma í staðinn fyrir CPP um leið og stofnunin tilkynnti um að reglugerðin yrði dregin til baka. Nú segir talsmaður stofnunarinnar að ekki sé víst að hún muni leggja fram nýja áætlun um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. Nær fullvíst er talið að ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að hætta að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda, verði sú raunin, muni leiða til langra málaferla. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fulltrúa þrýstihópa kolaiðnaðarins til að gegna stöðu varaforstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA). Stofnunin ætlar að afnema hrykkjarstykkið í loftslagsaðgerðum Barack Obama, fyrrverandi forseta. Andrew R. Wheeler hefur unnið sem málsvari fyrir sum stærstu kolafyrirtæki Bandaríkjanna undanfarin ár og hefur sterk tengsl við áberandi afneitara loftslagsvísinda, að því er segir í frétt New York Times. Hann yrði næstæðsti stjórnandi EPA á eftir forstjóranum Scott Pruitt. Sá hefur lýst því yfir að hann trúi ekki samhljóða niðurstöðu vísindamanna að losun manna á koltvísýringi valdi hnattrænni hlýnun á jörðinni. Stefna ríkisstjórnar Trump hefur verið að blása nýju lífi í kolaiðnaðinn sem má muna fífill sinn fegurri, aðallega vegna samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Bruni kola er almennt talinn versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda af völdum manna.Ekki víst að lögð verði fram ný áætlun um að takmarka losun Fyrr í þessari viku greindi Reuters-fréttastofan frá því að EPA ætlaði að gefa út tilkynningu um að stofnunin ætlaði að afnema reglugerð um hreina orku sem sett var í tíð Obama. Markmið hennar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum í Bandaríkjunum um 32% fyrir árið 2030. Reglugerðin, sem nefnist Clean Power Plan (CPP), hefur ekki tekið gildi vegna þess að að 27 ríki skutu henni til dómstóla. Málið er nú hjá áfrýjunardómstól í Washington-borg. Undir Pruitt fullyrðir EPA að stofnunin hafi farið út fyrir valdsvið sitt með CPP í tíð Obama. Áður en Pruitt tók við EPA var hann þekktur fyrir að stefna EPA vegna umhverfisreglugerða, oft í nánu samstarfi við mengandi iðnað. Frétt Reuters fylgdi að að EPA ætlaði að óska eftir umsögnum frá almenningi um hvað ætti að koma í staðinn fyrir CPP um leið og stofnunin tilkynnti um að reglugerðin yrði dregin til baka. Nú segir talsmaður stofnunarinnar að ekki sé víst að hún muni leggja fram nýja áætlun um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. Nær fullvíst er talið að ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að hætta að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda, verði sú raunin, muni leiða til langra málaferla.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00