Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 14:15 Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis. Hann telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen og Bjarna Benediktssonar. vísir/vilhelm Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, varðandi það þegar Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. Tryggvi sagði að hann hefði greint nefndinni frá því eftir athugun sína sem byggði á því sem fyrir lægi að hann teldi ekki tilefni til frumkvæðisathugunar að hans hálfu. „Ég er búinn að fara yfir þau atriði og þau atvik sem ég hef haft aðgang að og þau hafa ekki gefið mér tilefni til þess. Auðvitað er það byggt á þeim upplýsingum sem ég hef getað ráðið bæði af frásögnum í fjölmiðlum og því sem ég hef kannað. Ég hef farið yfir þær reglur sem gilda um trúnað í þessum málum með nefndinni. Útskýrt þær og hvernig þær horfa við mér og ég held að það sé rétt að leyfa nefndinni að fjalla um það,“ sagði Tryggvi eftir fundinn í samtali við Heimi Má Pétursson.Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu.vísir/anton brinkHildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í nefndinni, segir að orð umboðsmanns í morgun hafi ekki komið sér á óvart. Niðurstaða hans væri í samræmi við staðreyndir málsins frá hennar bæjardyrum séð. „Aðaltriði þessa fundar er afstaða umboðsmanns að eftir að hafa skoðað allt þetta mál telur hann ekki þörf á frekari rannsókn,“ segir Hildur. Hún segir umboðsmann hafa farið sérstaklega yfir það atriði sem varðar meintan trúnaðarbrest Sigríðar þegar hún miðlaði upplýsingum til Bjarna. „Þá fór hann yfir atriði í því samhengi varðandi aðra ráðherra, upplýsingagjöf ráðuneytisins, vinnslu nefndarinnar og svo framvegis. Þannig að það var farið yfir svo gott sem allt málið og stutta niðurstaðan er sú að eftir hans skoðun telur hann ekki efni til frekari rannsóknar af sinni hálfu.“„Óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt“ Hildur segir að eftir standi að hægt sé að setja punkt aftan við stóru atriðin í málinu. „Við erum komin fram með þær upplýsingar að það er óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt. Svo er ekki. Ég held hins vegar að það væri æskilegt að nefndin fari gaumgæfilega yfir að skoða framkvæmdina framkvæmdina á uppreist æru undanfarna áratugi þar sem við erum öll sammála um að þar hefði mátt gera betur, og hægt er að læra af,“ segir Hildur. Hún bætir við að aðalatriðið núna sé að aðstoða ráðherra við að klára vinnuna sem hún hefur hafið við að breyta lögum um uppreist æru þar sem frá upphafi þessa máls hafi verið ljóst að framkvæmdin á því sé í engu í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar. Kosningar 2017 Uppreist æru Tengdar fréttir Nauðgaði barni 1978, fékk uppreist æru 1995 og reyndi aftur að nauðga barni 2008 Íslenskur karlmaður um sextugt, Ómar Ragnarsson, sat grímuklæddur fyrir tíu ára stúlku í skógi í Noregi. 21. september 2017 13:56 Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, varðandi það þegar Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. Tryggvi sagði að hann hefði greint nefndinni frá því eftir athugun sína sem byggði á því sem fyrir lægi að hann teldi ekki tilefni til frumkvæðisathugunar að hans hálfu. „Ég er búinn að fara yfir þau atriði og þau atvik sem ég hef haft aðgang að og þau hafa ekki gefið mér tilefni til þess. Auðvitað er það byggt á þeim upplýsingum sem ég hef getað ráðið bæði af frásögnum í fjölmiðlum og því sem ég hef kannað. Ég hef farið yfir þær reglur sem gilda um trúnað í þessum málum með nefndinni. Útskýrt þær og hvernig þær horfa við mér og ég held að það sé rétt að leyfa nefndinni að fjalla um það,“ sagði Tryggvi eftir fundinn í samtali við Heimi Má Pétursson.Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu.vísir/anton brinkHildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í nefndinni, segir að orð umboðsmanns í morgun hafi ekki komið sér á óvart. Niðurstaða hans væri í samræmi við staðreyndir málsins frá hennar bæjardyrum séð. „Aðaltriði þessa fundar er afstaða umboðsmanns að eftir að hafa skoðað allt þetta mál telur hann ekki þörf á frekari rannsókn,“ segir Hildur. Hún segir umboðsmann hafa farið sérstaklega yfir það atriði sem varðar meintan trúnaðarbrest Sigríðar þegar hún miðlaði upplýsingum til Bjarna. „Þá fór hann yfir atriði í því samhengi varðandi aðra ráðherra, upplýsingagjöf ráðuneytisins, vinnslu nefndarinnar og svo framvegis. Þannig að það var farið yfir svo gott sem allt málið og stutta niðurstaðan er sú að eftir hans skoðun telur hann ekki efni til frekari rannsóknar af sinni hálfu.“„Óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt“ Hildur segir að eftir standi að hægt sé að setja punkt aftan við stóru atriðin í málinu. „Við erum komin fram með þær upplýsingar að það er óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt. Svo er ekki. Ég held hins vegar að það væri æskilegt að nefndin fari gaumgæfilega yfir að skoða framkvæmdina framkvæmdina á uppreist æru undanfarna áratugi þar sem við erum öll sammála um að þar hefði mátt gera betur, og hægt er að læra af,“ segir Hildur. Hún bætir við að aðalatriðið núna sé að aðstoða ráðherra við að klára vinnuna sem hún hefur hafið við að breyta lögum um uppreist æru þar sem frá upphafi þessa máls hafi verið ljóst að framkvæmdin á því sé í engu í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar.
Kosningar 2017 Uppreist æru Tengdar fréttir Nauðgaði barni 1978, fékk uppreist æru 1995 og reyndi aftur að nauðga barni 2008 Íslenskur karlmaður um sextugt, Ómar Ragnarsson, sat grímuklæddur fyrir tíu ára stúlku í skógi í Noregi. 21. september 2017 13:56 Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Nauðgaði barni 1978, fékk uppreist æru 1995 og reyndi aftur að nauðga barni 2008 Íslenskur karlmaður um sextugt, Ómar Ragnarsson, sat grímuklæddur fyrir tíu ára stúlku í skógi í Noregi. 21. september 2017 13:56
Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11
Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45