Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 14:15 Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis. Hann telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen og Bjarna Benediktssonar. vísir/vilhelm Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, varðandi það þegar Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. Tryggvi sagði að hann hefði greint nefndinni frá því eftir athugun sína sem byggði á því sem fyrir lægi að hann teldi ekki tilefni til frumkvæðisathugunar að hans hálfu. „Ég er búinn að fara yfir þau atriði og þau atvik sem ég hef haft aðgang að og þau hafa ekki gefið mér tilefni til þess. Auðvitað er það byggt á þeim upplýsingum sem ég hef getað ráðið bæði af frásögnum í fjölmiðlum og því sem ég hef kannað. Ég hef farið yfir þær reglur sem gilda um trúnað í þessum málum með nefndinni. Útskýrt þær og hvernig þær horfa við mér og ég held að það sé rétt að leyfa nefndinni að fjalla um það,“ sagði Tryggvi eftir fundinn í samtali við Heimi Má Pétursson.Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu.vísir/anton brinkHildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í nefndinni, segir að orð umboðsmanns í morgun hafi ekki komið sér á óvart. Niðurstaða hans væri í samræmi við staðreyndir málsins frá hennar bæjardyrum séð. „Aðaltriði þessa fundar er afstaða umboðsmanns að eftir að hafa skoðað allt þetta mál telur hann ekki þörf á frekari rannsókn,“ segir Hildur. Hún segir umboðsmann hafa farið sérstaklega yfir það atriði sem varðar meintan trúnaðarbrest Sigríðar þegar hún miðlaði upplýsingum til Bjarna. „Þá fór hann yfir atriði í því samhengi varðandi aðra ráðherra, upplýsingagjöf ráðuneytisins, vinnslu nefndarinnar og svo framvegis. Þannig að það var farið yfir svo gott sem allt málið og stutta niðurstaðan er sú að eftir hans skoðun telur hann ekki efni til frekari rannsóknar af sinni hálfu.“„Óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt“ Hildur segir að eftir standi að hægt sé að setja punkt aftan við stóru atriðin í málinu. „Við erum komin fram með þær upplýsingar að það er óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt. Svo er ekki. Ég held hins vegar að það væri æskilegt að nefndin fari gaumgæfilega yfir að skoða framkvæmdina framkvæmdina á uppreist æru undanfarna áratugi þar sem við erum öll sammála um að þar hefði mátt gera betur, og hægt er að læra af,“ segir Hildur. Hún bætir við að aðalatriðið núna sé að aðstoða ráðherra við að klára vinnuna sem hún hefur hafið við að breyta lögum um uppreist æru þar sem frá upphafi þessa máls hafi verið ljóst að framkvæmdin á því sé í engu í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar. Kosningar 2017 Uppreist æru Tengdar fréttir Nauðgaði barni 1978, fékk uppreist æru 1995 og reyndi aftur að nauðga barni 2008 Íslenskur karlmaður um sextugt, Ómar Ragnarsson, sat grímuklæddur fyrir tíu ára stúlku í skógi í Noregi. 21. september 2017 13:56 Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, varðandi það þegar Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. Tryggvi sagði að hann hefði greint nefndinni frá því eftir athugun sína sem byggði á því sem fyrir lægi að hann teldi ekki tilefni til frumkvæðisathugunar að hans hálfu. „Ég er búinn að fara yfir þau atriði og þau atvik sem ég hef haft aðgang að og þau hafa ekki gefið mér tilefni til þess. Auðvitað er það byggt á þeim upplýsingum sem ég hef getað ráðið bæði af frásögnum í fjölmiðlum og því sem ég hef kannað. Ég hef farið yfir þær reglur sem gilda um trúnað í þessum málum með nefndinni. Útskýrt þær og hvernig þær horfa við mér og ég held að það sé rétt að leyfa nefndinni að fjalla um það,“ sagði Tryggvi eftir fundinn í samtali við Heimi Má Pétursson.Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu.vísir/anton brinkHildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í nefndinni, segir að orð umboðsmanns í morgun hafi ekki komið sér á óvart. Niðurstaða hans væri í samræmi við staðreyndir málsins frá hennar bæjardyrum séð. „Aðaltriði þessa fundar er afstaða umboðsmanns að eftir að hafa skoðað allt þetta mál telur hann ekki þörf á frekari rannsókn,“ segir Hildur. Hún segir umboðsmann hafa farið sérstaklega yfir það atriði sem varðar meintan trúnaðarbrest Sigríðar þegar hún miðlaði upplýsingum til Bjarna. „Þá fór hann yfir atriði í því samhengi varðandi aðra ráðherra, upplýsingagjöf ráðuneytisins, vinnslu nefndarinnar og svo framvegis. Þannig að það var farið yfir svo gott sem allt málið og stutta niðurstaðan er sú að eftir hans skoðun telur hann ekki efni til frekari rannsóknar af sinni hálfu.“„Óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt“ Hildur segir að eftir standi að hægt sé að setja punkt aftan við stóru atriðin í málinu. „Við erum komin fram með þær upplýsingar að það er óþarfi fyrir samfélagið að vera í einhverjum ótta og óöryggi gagnvart því að þarna hafi ráðamenn gert eitthvað rangt. Svo er ekki. Ég held hins vegar að það væri æskilegt að nefndin fari gaumgæfilega yfir að skoða framkvæmdina framkvæmdina á uppreist æru undanfarna áratugi þar sem við erum öll sammála um að þar hefði mátt gera betur, og hægt er að læra af,“ segir Hildur. Hún bætir við að aðalatriðið núna sé að aðstoða ráðherra við að klára vinnuna sem hún hefur hafið við að breyta lögum um uppreist æru þar sem frá upphafi þessa máls hafi verið ljóst að framkvæmdin á því sé í engu í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar.
Kosningar 2017 Uppreist æru Tengdar fréttir Nauðgaði barni 1978, fékk uppreist æru 1995 og reyndi aftur að nauðga barni 2008 Íslenskur karlmaður um sextugt, Ómar Ragnarsson, sat grímuklæddur fyrir tíu ára stúlku í skógi í Noregi. 21. september 2017 13:56 Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Nauðgaði barni 1978, fékk uppreist æru 1995 og reyndi aftur að nauðga barni 2008 Íslenskur karlmaður um sextugt, Ómar Ragnarsson, sat grímuklæddur fyrir tíu ára stúlku í skógi í Noregi. 21. september 2017 13:56
Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11
Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45