Sveinn Aron kvað falldrauginn í kútinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2017 06:00 Blikar fagna Sveini Aroni Guðjohnsen, hetjunni gegn ÍBV. vísir/eyþór Það voru komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í leik Breiðabliks og ÍBV þegar Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði markið sem tryggði að Kópavogsliðið spilar í Pepsi-deildinni að ári. Sveinn Aron kom þá boltanum í netið eftir aukaspyrnu Kristins Jónssonar og skoraði sitt þriðja mark í sumar. Lokatölur 3-2, Breiðabliki í vil. „Frammistaða hans í sumar er eitthvað sem þarf að meta eftir mót. Hann er gríðarlega efnilegur strákur sem þarf að æfa stíft til að verða alvöru framherji og hann hefur alla burði til þess, hvort það gerist hjá honum, þarf hann bara að sýna,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í Kópavoginum. Blikar gátu leyft sér að brosa í gær en brúnin var öllu þyngri á Eyjamönnum enda eru þeir enn í mikilli fallhættu. Bikarmeistararnir eru með 22 stig í 10. sæti Pepsi-deildarinnar, einu stigi á undan Víkingi Ó., en með mun betri markatölu. Eyjamenn eru því enn með örlögin í sínum höndum og halda sér uppi með sigri á KA í lokaumferðinni, sama hvernig fer hjá Ólsurum og Skagamönnum. Víkingur Ó. var lengi vel með forystuna gegn FH en varð á endanum að sætta sig við jafntefli, 1-1. Þetta var síðasti leikurinn á náttúrulegu grasi á Ólafsvíkurvelli en gervigras verður nú lagt á hann. „Við eigum hörkuleik gegn Skaganum um næstu helgi og svo vonum við að KA taki ÍBV í Eyjum. Það er erfitt að þurfa að treysta á annan en sjálfan þig en við verðum að gera okkar og vinna ÍA,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, markaskorari Víkings, eftir leikinn.Steven Lennon er langmarkahæsti leikmaður FH í sumar og næstmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.vísir/vilhelmSteven Lennon skoraði jöfnunarmark FH úr vítaspyrnu en þetta var hans fimmtánda mark í sumar. Stigið þýðir að FH-ingar eru öruggir með Evrópusæti. Þeir hafa verið samfellt með í Evrópukeppni síðan 2004. Það voru ekki neinir timburmenn í Íslandsmeisturum Vals sem gerðu góða ferð í Garðabæinn og unnu 1-2 sigur. Bjarni Ólafur Eiríksson og Guðjón Pétur Lýðsson voru á skotskónum annan leikinn í röð. Mark Stjörnunnar skoraði Hilmar Árni Halldórsson. Hann varð þar með þriðji Stjörnumaðurinn til að skora 10 mörk í sumar. Guðjón Baldvinsson (12) og Hólmbert Aron Friðjónsson (11) höfðu áður komist í tveggja stafa tölu í markaskorun. KR var boðið upp í dans um Evrópusætið en þáði það ekki. KR-ingar gerðu 2-2 jafntefli við Fjölnismenn í Grafarvoginum og eiga því ekki lengur möguleika á Evrópusæti. Með sigri í gær hefði KR sett upp hreinan úrslitaleik við Stjörnuna um Evrópusæti í lokaumferðinni. „Ákafinn og hugarfarið er til staðar og við spiluðum vel í dag gegn Fjölnisliði sem var að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þeim tókst það en um leið fjaraði okkur draumur út. Við vorum fullvissir um það að við myndum ná að vinna okkur inn flottan úrslitaleik í síðustu umferðinni,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. Fjölnismenn voru öllu kátari enda eru þeir öruggir með sæti í Pepsi-deildinni að ári. Fjölnir verður því með lið í efstu deild fimmta árið í röð.Andri Rúnar Bjarnason var ekki á skotskónum gegn KA.vísir/stefánMarkametið í efstu deild stendur enn því Andri Rúnar Bjarnason skaut púðurskotum í 2-1 tapi Grindavíkur fyrir KA í nýliðaslag fyrir norðan. Hann er því enn með 18 mörk en fær tækifæri til að jafna eða slá markametið gegn Fjölni í lokaumferðinni. „Það er búið að vera pressa á mig í fjölmiðlum síðustu níu leiki eða eitthvað en nei, ég finn ekki fyrir aukinni pressu. Ég reyni að halda áfram að spila minn leik,“ sagði Andri Rúnar eftir leik. Með sigrinum hafði KA sætaskipti við Grindavík. KA-menn geta náð 4. sætinu af KR-ingum í lokaumferðinni. Þá gerðu Víkingur R. og ÍA markalaust jafntefli í Víkinni. Heimavöllurinn reyndist Víkingum ekki gjöfull en þeir unnu aðeins tvo leiki í Traðarlandinu í sumar. Fallnir Skagamenn spiluðu upp á stoltið og forðuðust tap í fjórða leiknum í röð. Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram laugardaginn 30. september. Allir sex leikirnir hefjast klukkan 14.00. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Það voru komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í leik Breiðabliks og ÍBV þegar Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði markið sem tryggði að Kópavogsliðið spilar í Pepsi-deildinni að ári. Sveinn Aron kom þá boltanum í netið eftir aukaspyrnu Kristins Jónssonar og skoraði sitt þriðja mark í sumar. Lokatölur 3-2, Breiðabliki í vil. „Frammistaða hans í sumar er eitthvað sem þarf að meta eftir mót. Hann er gríðarlega efnilegur strákur sem þarf að æfa stíft til að verða alvöru framherji og hann hefur alla burði til þess, hvort það gerist hjá honum, þarf hann bara að sýna,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í Kópavoginum. Blikar gátu leyft sér að brosa í gær en brúnin var öllu þyngri á Eyjamönnum enda eru þeir enn í mikilli fallhættu. Bikarmeistararnir eru með 22 stig í 10. sæti Pepsi-deildarinnar, einu stigi á undan Víkingi Ó., en með mun betri markatölu. Eyjamenn eru því enn með örlögin í sínum höndum og halda sér uppi með sigri á KA í lokaumferðinni, sama hvernig fer hjá Ólsurum og Skagamönnum. Víkingur Ó. var lengi vel með forystuna gegn FH en varð á endanum að sætta sig við jafntefli, 1-1. Þetta var síðasti leikurinn á náttúrulegu grasi á Ólafsvíkurvelli en gervigras verður nú lagt á hann. „Við eigum hörkuleik gegn Skaganum um næstu helgi og svo vonum við að KA taki ÍBV í Eyjum. Það er erfitt að þurfa að treysta á annan en sjálfan þig en við verðum að gera okkar og vinna ÍA,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, markaskorari Víkings, eftir leikinn.Steven Lennon er langmarkahæsti leikmaður FH í sumar og næstmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.vísir/vilhelmSteven Lennon skoraði jöfnunarmark FH úr vítaspyrnu en þetta var hans fimmtánda mark í sumar. Stigið þýðir að FH-ingar eru öruggir með Evrópusæti. Þeir hafa verið samfellt með í Evrópukeppni síðan 2004. Það voru ekki neinir timburmenn í Íslandsmeisturum Vals sem gerðu góða ferð í Garðabæinn og unnu 1-2 sigur. Bjarni Ólafur Eiríksson og Guðjón Pétur Lýðsson voru á skotskónum annan leikinn í röð. Mark Stjörnunnar skoraði Hilmar Árni Halldórsson. Hann varð þar með þriðji Stjörnumaðurinn til að skora 10 mörk í sumar. Guðjón Baldvinsson (12) og Hólmbert Aron Friðjónsson (11) höfðu áður komist í tveggja stafa tölu í markaskorun. KR var boðið upp í dans um Evrópusætið en þáði það ekki. KR-ingar gerðu 2-2 jafntefli við Fjölnismenn í Grafarvoginum og eiga því ekki lengur möguleika á Evrópusæti. Með sigri í gær hefði KR sett upp hreinan úrslitaleik við Stjörnuna um Evrópusæti í lokaumferðinni. „Ákafinn og hugarfarið er til staðar og við spiluðum vel í dag gegn Fjölnisliði sem var að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þeim tókst það en um leið fjaraði okkur draumur út. Við vorum fullvissir um það að við myndum ná að vinna okkur inn flottan úrslitaleik í síðustu umferðinni,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. Fjölnismenn voru öllu kátari enda eru þeir öruggir með sæti í Pepsi-deildinni að ári. Fjölnir verður því með lið í efstu deild fimmta árið í röð.Andri Rúnar Bjarnason var ekki á skotskónum gegn KA.vísir/stefánMarkametið í efstu deild stendur enn því Andri Rúnar Bjarnason skaut púðurskotum í 2-1 tapi Grindavíkur fyrir KA í nýliðaslag fyrir norðan. Hann er því enn með 18 mörk en fær tækifæri til að jafna eða slá markametið gegn Fjölni í lokaumferðinni. „Það er búið að vera pressa á mig í fjölmiðlum síðustu níu leiki eða eitthvað en nei, ég finn ekki fyrir aukinni pressu. Ég reyni að halda áfram að spila minn leik,“ sagði Andri Rúnar eftir leik. Með sigrinum hafði KA sætaskipti við Grindavík. KA-menn geta náð 4. sætinu af KR-ingum í lokaumferðinni. Þá gerðu Víkingur R. og ÍA markalaust jafntefli í Víkinni. Heimavöllurinn reyndist Víkingum ekki gjöfull en þeir unnu aðeins tvo leiki í Traðarlandinu í sumar. Fallnir Skagamenn spiluðu upp á stoltið og forðuðust tap í fjórða leiknum í röð. Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram laugardaginn 30. september. Allir sex leikirnir hefjast klukkan 14.00.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira