Hafði alltaf dugað þar til núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 06:00 Guðjón Baldvinsson er með 12 mörk í 18 leikjum vísir/eyþór Mýtan um að þurfa að vera með tíu marka mann til að verða meistari er löngu dauð og nú er ekki lengur öruggt að verða meistari þótt þú sért með þrjá tíu marka menn innanborðs. Hilmar Árni Halldórsson varð á sunnudaginn þriðji leikmaður Stjörnunnar til að skora tíu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Stjarnan varð þar með fyrsta liðið í átta ár og það fjórða í sögunni með þrjá tíu marka leikmenn. Þetta markaskor þeirra Hilmars Árna Halldórssonar, Guðjóns Baldvinssonar og Hólmbert Arons Friðjónssonar er þó ekki að skila Stjörnumönnunum titlinum. Stjarnan er tólf stigum á eftir nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals þegar ein umferð er eftir af mótinu. Það hefur aldrei gerst áður að lið með þrjá tíu marka menn hafi ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn og tvö af hinum þremur liðunum unnu meira að segja tvöfalt það sumar.Hólmbert Aron Friðjónsson hefur skorað 11 mörk í 19 leikjumVísirFyrsta liðið sem var með þrjá tíu marka menn var Valsliðið sumarið 1976 en því náði Hlíðarendaliðið í aðeins 16 leikjum. Liðið átti þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar þetta sumar, Ingi Björn Albertsson skoraði mest eða 16 mörk en liðsfélagar hans Hermann Gunnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson komu næstir með 11 mörk hvor. Við þurftum að bíða í sautján ár þar til annað lið náði þessu en þrír Skagamenn skoruðu saman 46 af 62 mörkum ÍA-liðsins sumarið 1993. Þórður Guðjónsson jafnaði markametið með því að skora 19 mörk, Haraldur Ingólfsson skoraði 14 mörk og Mihajlo Bibercic var með með 13 mörk. Þriðja liðið var síðan FH-liðið frá 2009 en það var annað tímabilið eftir að fjölgað var í tólf lið í deildinni. Atli Viðar Björnsson skoraði þá 14 mörk, Atli Guðnason var með 11 mörk og Matthías Vilhjálmsson skoraði 10 mörk auk þess að leggja upp önnur ellefu fyrir félaga sína. Atli Guðnason komst síðastur í hópinn í 21. og næstsíðustu umferð en hann skorað þrjú marka sinna í síðustu tveimur umferðunum.Hilmar Árni Halldórsson heufr skorað 10 mörk í 21 leikGuðjón Baldvinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson komust báðir í tíu mörkin í 19. umferð og Hilmar Árni bættist síðan í hópinn í fyrradag. Það stefnir nú í það að þriðja árið í röð eigi Íslandsmeistaraliðið ekki tíu marka mann. FH-ingar áttu ekki tíu marka mann tvö síðustu ár því Steven Lennon skoraði 9 mörk 2015 og Atli Viðar Björnsson var markahæstur með 7 mörk í fyrra. Markahæstu leikmenn Íslandsmeistaraliðs Vals í ár eru þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Sigurður Egill Lárusson sem báðir hafa skorað 7 mörk. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
Mýtan um að þurfa að vera með tíu marka mann til að verða meistari er löngu dauð og nú er ekki lengur öruggt að verða meistari þótt þú sért með þrjá tíu marka menn innanborðs. Hilmar Árni Halldórsson varð á sunnudaginn þriðji leikmaður Stjörnunnar til að skora tíu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Stjarnan varð þar með fyrsta liðið í átta ár og það fjórða í sögunni með þrjá tíu marka leikmenn. Þetta markaskor þeirra Hilmars Árna Halldórssonar, Guðjóns Baldvinssonar og Hólmbert Arons Friðjónssonar er þó ekki að skila Stjörnumönnunum titlinum. Stjarnan er tólf stigum á eftir nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals þegar ein umferð er eftir af mótinu. Það hefur aldrei gerst áður að lið með þrjá tíu marka menn hafi ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn og tvö af hinum þremur liðunum unnu meira að segja tvöfalt það sumar.Hólmbert Aron Friðjónsson hefur skorað 11 mörk í 19 leikjumVísirFyrsta liðið sem var með þrjá tíu marka menn var Valsliðið sumarið 1976 en því náði Hlíðarendaliðið í aðeins 16 leikjum. Liðið átti þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar þetta sumar, Ingi Björn Albertsson skoraði mest eða 16 mörk en liðsfélagar hans Hermann Gunnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson komu næstir með 11 mörk hvor. Við þurftum að bíða í sautján ár þar til annað lið náði þessu en þrír Skagamenn skoruðu saman 46 af 62 mörkum ÍA-liðsins sumarið 1993. Þórður Guðjónsson jafnaði markametið með því að skora 19 mörk, Haraldur Ingólfsson skoraði 14 mörk og Mihajlo Bibercic var með með 13 mörk. Þriðja liðið var síðan FH-liðið frá 2009 en það var annað tímabilið eftir að fjölgað var í tólf lið í deildinni. Atli Viðar Björnsson skoraði þá 14 mörk, Atli Guðnason var með 11 mörk og Matthías Vilhjálmsson skoraði 10 mörk auk þess að leggja upp önnur ellefu fyrir félaga sína. Atli Guðnason komst síðastur í hópinn í 21. og næstsíðustu umferð en hann skorað þrjú marka sinna í síðustu tveimur umferðunum.Hilmar Árni Halldórsson heufr skorað 10 mörk í 21 leikGuðjón Baldvinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson komust báðir í tíu mörkin í 19. umferð og Hilmar Árni bættist síðan í hópinn í fyrradag. Það stefnir nú í það að þriðja árið í röð eigi Íslandsmeistaraliðið ekki tíu marka mann. FH-ingar áttu ekki tíu marka mann tvö síðustu ár því Steven Lennon skoraði 9 mörk 2015 og Atli Viðar Björnsson var markahæstur með 7 mörk í fyrra. Markahæstu leikmenn Íslandsmeistaraliðs Vals í ár eru þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Sigurður Egill Lárusson sem báðir hafa skorað 7 mörk.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30