Hafði alltaf dugað þar til núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 06:00 Guðjón Baldvinsson er með 12 mörk í 18 leikjum vísir/eyþór Mýtan um að þurfa að vera með tíu marka mann til að verða meistari er löngu dauð og nú er ekki lengur öruggt að verða meistari þótt þú sért með þrjá tíu marka menn innanborðs. Hilmar Árni Halldórsson varð á sunnudaginn þriðji leikmaður Stjörnunnar til að skora tíu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Stjarnan varð þar með fyrsta liðið í átta ár og það fjórða í sögunni með þrjá tíu marka leikmenn. Þetta markaskor þeirra Hilmars Árna Halldórssonar, Guðjóns Baldvinssonar og Hólmbert Arons Friðjónssonar er þó ekki að skila Stjörnumönnunum titlinum. Stjarnan er tólf stigum á eftir nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals þegar ein umferð er eftir af mótinu. Það hefur aldrei gerst áður að lið með þrjá tíu marka menn hafi ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn og tvö af hinum þremur liðunum unnu meira að segja tvöfalt það sumar.Hólmbert Aron Friðjónsson hefur skorað 11 mörk í 19 leikjumVísirFyrsta liðið sem var með þrjá tíu marka menn var Valsliðið sumarið 1976 en því náði Hlíðarendaliðið í aðeins 16 leikjum. Liðið átti þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar þetta sumar, Ingi Björn Albertsson skoraði mest eða 16 mörk en liðsfélagar hans Hermann Gunnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson komu næstir með 11 mörk hvor. Við þurftum að bíða í sautján ár þar til annað lið náði þessu en þrír Skagamenn skoruðu saman 46 af 62 mörkum ÍA-liðsins sumarið 1993. Þórður Guðjónsson jafnaði markametið með því að skora 19 mörk, Haraldur Ingólfsson skoraði 14 mörk og Mihajlo Bibercic var með með 13 mörk. Þriðja liðið var síðan FH-liðið frá 2009 en það var annað tímabilið eftir að fjölgað var í tólf lið í deildinni. Atli Viðar Björnsson skoraði þá 14 mörk, Atli Guðnason var með 11 mörk og Matthías Vilhjálmsson skoraði 10 mörk auk þess að leggja upp önnur ellefu fyrir félaga sína. Atli Guðnason komst síðastur í hópinn í 21. og næstsíðustu umferð en hann skorað þrjú marka sinna í síðustu tveimur umferðunum.Hilmar Árni Halldórsson heufr skorað 10 mörk í 21 leikGuðjón Baldvinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson komust báðir í tíu mörkin í 19. umferð og Hilmar Árni bættist síðan í hópinn í fyrradag. Það stefnir nú í það að þriðja árið í röð eigi Íslandsmeistaraliðið ekki tíu marka mann. FH-ingar áttu ekki tíu marka mann tvö síðustu ár því Steven Lennon skoraði 9 mörk 2015 og Atli Viðar Björnsson var markahæstur með 7 mörk í fyrra. Markahæstu leikmenn Íslandsmeistaraliðs Vals í ár eru þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Sigurður Egill Lárusson sem báðir hafa skorað 7 mörk. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Sjá meira
Mýtan um að þurfa að vera með tíu marka mann til að verða meistari er löngu dauð og nú er ekki lengur öruggt að verða meistari þótt þú sért með þrjá tíu marka menn innanborðs. Hilmar Árni Halldórsson varð á sunnudaginn þriðji leikmaður Stjörnunnar til að skora tíu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Stjarnan varð þar með fyrsta liðið í átta ár og það fjórða í sögunni með þrjá tíu marka leikmenn. Þetta markaskor þeirra Hilmars Árna Halldórssonar, Guðjóns Baldvinssonar og Hólmbert Arons Friðjónssonar er þó ekki að skila Stjörnumönnunum titlinum. Stjarnan er tólf stigum á eftir nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals þegar ein umferð er eftir af mótinu. Það hefur aldrei gerst áður að lið með þrjá tíu marka menn hafi ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn og tvö af hinum þremur liðunum unnu meira að segja tvöfalt það sumar.Hólmbert Aron Friðjónsson hefur skorað 11 mörk í 19 leikjumVísirFyrsta liðið sem var með þrjá tíu marka menn var Valsliðið sumarið 1976 en því náði Hlíðarendaliðið í aðeins 16 leikjum. Liðið átti þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar þetta sumar, Ingi Björn Albertsson skoraði mest eða 16 mörk en liðsfélagar hans Hermann Gunnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson komu næstir með 11 mörk hvor. Við þurftum að bíða í sautján ár þar til annað lið náði þessu en þrír Skagamenn skoruðu saman 46 af 62 mörkum ÍA-liðsins sumarið 1993. Þórður Guðjónsson jafnaði markametið með því að skora 19 mörk, Haraldur Ingólfsson skoraði 14 mörk og Mihajlo Bibercic var með með 13 mörk. Þriðja liðið var síðan FH-liðið frá 2009 en það var annað tímabilið eftir að fjölgað var í tólf lið í deildinni. Atli Viðar Björnsson skoraði þá 14 mörk, Atli Guðnason var með 11 mörk og Matthías Vilhjálmsson skoraði 10 mörk auk þess að leggja upp önnur ellefu fyrir félaga sína. Atli Guðnason komst síðastur í hópinn í 21. og næstsíðustu umferð en hann skorað þrjú marka sinna í síðustu tveimur umferðunum.Hilmar Árni Halldórsson heufr skorað 10 mörk í 21 leikGuðjón Baldvinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson komust báðir í tíu mörkin í 19. umferð og Hilmar Árni bættist síðan í hópinn í fyrradag. Það stefnir nú í það að þriðja árið í röð eigi Íslandsmeistaraliðið ekki tíu marka mann. FH-ingar áttu ekki tíu marka mann tvö síðustu ár því Steven Lennon skoraði 9 mörk 2015 og Atli Viðar Björnsson var markahæstur með 7 mörk í fyrra. Markahæstu leikmenn Íslandsmeistaraliðs Vals í ár eru þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Sigurður Egill Lárusson sem báðir hafa skorað 7 mörk.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Sjá meira
Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30