Vill kyrrsetningu á eignum Magnúsar Haraldur Guðmundsson skrifar 26. september 2017 06:00 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon í Helguvík. vísir/eyþór Stjórn United Silicon hefur óskað eftir kyrrsetningu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á eignum Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, hér á landi. Fyrirtækið, sem nú er í greiðslustöðvun, vill tryggingu fyrir bótakröfu sem það hefur gert á hendur Magnúsi í kæru til embættis héraðssaksóknara. Ekki fengust upplýsingar um hvaða eignir Magnúsar hér á landi um er að ræða eða hvort embættið hafi tekið efnislega afstöðu til kyrrsetningarbeiðninnar. Fjölmiðlar vöktu athygli á því um miðjan þennan mánuð að einbýlishús Magnúsar í Kópavogi var auglýst til sölu. Húsið er 304 fermetrar að stærð og var ásett verð 150 milljónir króna. Fasteignaauglýsingin hefur nú verið tekin úr birtingu. United Silicon sendi fyrr í mánuðinum kæru til embættis héraðssaksóknara vegna gruns um refsiverða háttsemi forstjórans fyrrverandi. Kæran byggir á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið í Helguvík hófust. Samkvæmt tilkynningu United Silicon þann 11. september eru upplýsingar sem þá komu fram afrakstur af vinnu við endurskipulagningu félagsins. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa síðan þá tekið yfir 98 prósenta hlut í félaginu og eru Magnús og aðrir stofnendur þess farnir út úr hluthafahópnum og hafa misst stjórnarsæti sín. Stjórnin telur, líkt og komið hefur fram, að Magnús hafi dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum útgefnum af ítalska fyrirtækinu Tenova Pyromet sem bæði hannaði og seldi kísilverinu ljósbogaofn. Magnús hefur mótmælt þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur honum í tilkynningum til fjölmiðla. Þær séu rangar og tilhæfulausar og hluti af „skítugum slag“ um eignarhald United Silicon. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Sjá meira
Stjórn United Silicon hefur óskað eftir kyrrsetningu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á eignum Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, hér á landi. Fyrirtækið, sem nú er í greiðslustöðvun, vill tryggingu fyrir bótakröfu sem það hefur gert á hendur Magnúsi í kæru til embættis héraðssaksóknara. Ekki fengust upplýsingar um hvaða eignir Magnúsar hér á landi um er að ræða eða hvort embættið hafi tekið efnislega afstöðu til kyrrsetningarbeiðninnar. Fjölmiðlar vöktu athygli á því um miðjan þennan mánuð að einbýlishús Magnúsar í Kópavogi var auglýst til sölu. Húsið er 304 fermetrar að stærð og var ásett verð 150 milljónir króna. Fasteignaauglýsingin hefur nú verið tekin úr birtingu. United Silicon sendi fyrr í mánuðinum kæru til embættis héraðssaksóknara vegna gruns um refsiverða háttsemi forstjórans fyrrverandi. Kæran byggir á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið í Helguvík hófust. Samkvæmt tilkynningu United Silicon þann 11. september eru upplýsingar sem þá komu fram afrakstur af vinnu við endurskipulagningu félagsins. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa síðan þá tekið yfir 98 prósenta hlut í félaginu og eru Magnús og aðrir stofnendur þess farnir út úr hluthafahópnum og hafa misst stjórnarsæti sín. Stjórnin telur, líkt og komið hefur fram, að Magnús hafi dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum útgefnum af ítalska fyrirtækinu Tenova Pyromet sem bæði hannaði og seldi kísilverinu ljósbogaofn. Magnús hefur mótmælt þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur honum í tilkynningum til fjölmiðla. Þær séu rangar og tilhæfulausar og hluti af „skítugum slag“ um eignarhald United Silicon. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Sjá meira
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00
Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48