Samdi við Cavs en vill samt enda ferillinn með Miami Heat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 11:30 Dwyane Wade vann þrjá NBA-titla með Miami Heat. Vísir/Getty Dwyane Wade er orðinn leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni en hann er engu að síður að hugsa um að enda ferillinn hjá öðru liði. Dwyane Wade sagði í viðtali við Associated Press að hans ósk sé að enda körfuboltaferilinn sem leikmaður Miami Heat. „Ég veit ekki hvernig það mun koma til en ég vil gera allt til þess að klára ferillinn í búningi Miami Heat. Ég gæti spilað þarna aftur eða að fá að gera eins og Paul Pierce og skrifa undir eins dags samning,“ sagði Dwyane Wade. Chicago Bulls keypti Dwyane Wade út úr samningi hans við félagið og hann átti möguleika á því að fá betri samning hjá öðrum liðum en Cleveland Cavaliers. Hjá Cleveland Cavaliers fær hann aðeins lágmarkslaun.Dwyane Wade may play for the Cavaliers now, but he wants to leave the NBA as a member of the Heat. https://t.co/6JZLwj4wuqpic.twitter.com/24gecGjtrP — Yahoo Sports (@YahooSports) September 28, 2017 Miami Heat, Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs gátu öll boðið honum mun meira en hann ákvað að semja fyrir minna og koma til LeBron James í Cleveland alveg eins og LeBron gerði fyrir nokkrum árum og kom til Wade í Miami Heat. Dwyane Wade er orðinn 35 ára gamall og á því ekki mörg ár eftir í NBA-boltanum. Hann skoraði hinsvegar yfir 18 stig í leik á síðustu leiktíð með Chicago Bulls og getur enn spilað meðal þeirra bestu. Wade fór óvænt frá Miami Heat þegar hann samdi við Chicago Bulls fyrir 2016-17 tímabilið. Þrátt fyrir að hann hafi hafnað tilboði Miami og farið þá segja bæði hann sjálfur og Pat Riley að allt sé í góðu á milli þeirra og að Wade sé velkominn aftur til Flórída. „Það verður alltaf lykill fyrir hann undir mottunni. Ég vona bara að hann ryðgi ekki,“ sagði Pat Riley eftir að Wade yfirgaf Miami Heat fyrir rúmu ári síðan.Welcome to The Land, @DwyaneWade! DETAILS: https://t.co/QlQd1lx0M7#AllForOnepic.twitter.com/iBUzSRyze0 — Cleveland Cavaliers (@cavs) September 27, 2017 Þeir LeBron James og Dwyane Wade skáluðu í rauðvíni eftir fyrstu æfingu sína saman sem leikmenn Cleveland Cavaliers en áður höfðu þeir æft oft saman sem leikmenn Miami Heat og bandaríska landsliðsins.DWade & LeBron after their first practice together in CLE... (via mrdwyanewade/Snapchat) pic.twitter.com/PKNwaTaHld — NBA TV (@NBATV) September 28, 2017 NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Dwyane Wade er orðinn leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni en hann er engu að síður að hugsa um að enda ferillinn hjá öðru liði. Dwyane Wade sagði í viðtali við Associated Press að hans ósk sé að enda körfuboltaferilinn sem leikmaður Miami Heat. „Ég veit ekki hvernig það mun koma til en ég vil gera allt til þess að klára ferillinn í búningi Miami Heat. Ég gæti spilað þarna aftur eða að fá að gera eins og Paul Pierce og skrifa undir eins dags samning,“ sagði Dwyane Wade. Chicago Bulls keypti Dwyane Wade út úr samningi hans við félagið og hann átti möguleika á því að fá betri samning hjá öðrum liðum en Cleveland Cavaliers. Hjá Cleveland Cavaliers fær hann aðeins lágmarkslaun.Dwyane Wade may play for the Cavaliers now, but he wants to leave the NBA as a member of the Heat. https://t.co/6JZLwj4wuqpic.twitter.com/24gecGjtrP — Yahoo Sports (@YahooSports) September 28, 2017 Miami Heat, Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs gátu öll boðið honum mun meira en hann ákvað að semja fyrir minna og koma til LeBron James í Cleveland alveg eins og LeBron gerði fyrir nokkrum árum og kom til Wade í Miami Heat. Dwyane Wade er orðinn 35 ára gamall og á því ekki mörg ár eftir í NBA-boltanum. Hann skoraði hinsvegar yfir 18 stig í leik á síðustu leiktíð með Chicago Bulls og getur enn spilað meðal þeirra bestu. Wade fór óvænt frá Miami Heat þegar hann samdi við Chicago Bulls fyrir 2016-17 tímabilið. Þrátt fyrir að hann hafi hafnað tilboði Miami og farið þá segja bæði hann sjálfur og Pat Riley að allt sé í góðu á milli þeirra og að Wade sé velkominn aftur til Flórída. „Það verður alltaf lykill fyrir hann undir mottunni. Ég vona bara að hann ryðgi ekki,“ sagði Pat Riley eftir að Wade yfirgaf Miami Heat fyrir rúmu ári síðan.Welcome to The Land, @DwyaneWade! DETAILS: https://t.co/QlQd1lx0M7#AllForOnepic.twitter.com/iBUzSRyze0 — Cleveland Cavaliers (@cavs) September 27, 2017 Þeir LeBron James og Dwyane Wade skáluðu í rauðvíni eftir fyrstu æfingu sína saman sem leikmenn Cleveland Cavaliers en áður höfðu þeir æft oft saman sem leikmenn Miami Heat og bandaríska landsliðsins.DWade & LeBron after their first practice together in CLE... (via mrdwyanewade/Snapchat) pic.twitter.com/PKNwaTaHld — NBA TV (@NBATV) September 28, 2017
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira