Traust Henry Alexander Henrysson skrifar 19. september 2017 07:00 Enn og aftur horfum við fram á kreppu í íslenskum stjórnmálum. Hneykslismál og stjórnarkreppur hafa gengið yfir með reglulegu millibili á undanförnum árum með þeirri niðurstöðu að traust til kjörinna fulltrúa hefur líklega aldrei verið minna. Rannsakendur sem tengjast Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hafa verið spurðir í fjölmiðlum út í þessi mál og reynt að bregðast við eftir bestu getu. Tilefni þess að álits þeirra hefur verið leitað er að sífellt fleiri hafa gert sér grein fyrir að stjórnmálum fylgir vídd sem tengist hvorki lagastoðum né efnahagsárangri heldur siðferði þeirra sem í þeim starfa. Vissulega er það svo ágæt spurning hvort fólk sem fæst við siðfræði geti titlað sig sérfræðinga í öðru en eigin rannsóknum. Það hefur hins vegar verið metið svo að þessi mál hafi haft þráð sem tengist hefðbundinni siðfræði náið og því verið reynt að koma ákveðnum skilgreiningum á framfæri. Þegar kjörinn fulltrúi tekur sæti gengur hann inn í ákveðinn siðferðilegan veruleika sem fylgir hlutverkinu. Hvort sem fulltrúinn gerir sér grein fyrir því eða ekki fylgir hlutverkinu ákveðin ábyrgð og fjöldi skyldna sem eiga sér rætur í eðli hlutverksins. Ábendingar um að fulltrúar hafi ekki gætt að siðferðilegum skyldum sínum vísa því hvorki út í himingeiminn né í innra tilfinningalíf viðkomandi heldur mun jarðtengdara fyrirkomulag þar sem mál- og athafnafrelsi og margvíslegum réttindum fylgja ákveðnar kvaðir. Þetta er ástæða þess að lítið þýðir fyrir kjörna fulltrúa að stara undrandi í myndavélar og spyrja hvers vegna aðrar siðferðilegar kröfur séu gerðar til þeirra en almennings. Og hvers vegna lagabókstafur og efnahagstölur dugi ekki til að verjast gagnrýni. Traust er yfirleitt aðstæðubundið. Hvert og eitt okkar treystir varla nokkurri manneskju skilyrðislaust. Ég gæti treyst lækni fyrir lífi barna minni en ekki til að mála vegg heima hjá mér. Og ástæða þess að við treystum fagfólki er að það hefur sýnt okkur skilning á hlutverki sínu. Íslenskir stjórnmálamenn hafa nú tækifæri til að sýna í verki að þeir hafi skilning á siðferðilegu eðli starfs síns. Við sýnum öll dómgreindarleysi í störfum okkar og einkalífi. Skilningurinn kemur fram í hvernig við bregðumst við þegar á dómgreindarleysið er bent. Þar hefur mikið skort á undanfarin ár. Greinarhöfundur er sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur horfum við fram á kreppu í íslenskum stjórnmálum. Hneykslismál og stjórnarkreppur hafa gengið yfir með reglulegu millibili á undanförnum árum með þeirri niðurstöðu að traust til kjörinna fulltrúa hefur líklega aldrei verið minna. Rannsakendur sem tengjast Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hafa verið spurðir í fjölmiðlum út í þessi mál og reynt að bregðast við eftir bestu getu. Tilefni þess að álits þeirra hefur verið leitað er að sífellt fleiri hafa gert sér grein fyrir að stjórnmálum fylgir vídd sem tengist hvorki lagastoðum né efnahagsárangri heldur siðferði þeirra sem í þeim starfa. Vissulega er það svo ágæt spurning hvort fólk sem fæst við siðfræði geti titlað sig sérfræðinga í öðru en eigin rannsóknum. Það hefur hins vegar verið metið svo að þessi mál hafi haft þráð sem tengist hefðbundinni siðfræði náið og því verið reynt að koma ákveðnum skilgreiningum á framfæri. Þegar kjörinn fulltrúi tekur sæti gengur hann inn í ákveðinn siðferðilegan veruleika sem fylgir hlutverkinu. Hvort sem fulltrúinn gerir sér grein fyrir því eða ekki fylgir hlutverkinu ákveðin ábyrgð og fjöldi skyldna sem eiga sér rætur í eðli hlutverksins. Ábendingar um að fulltrúar hafi ekki gætt að siðferðilegum skyldum sínum vísa því hvorki út í himingeiminn né í innra tilfinningalíf viðkomandi heldur mun jarðtengdara fyrirkomulag þar sem mál- og athafnafrelsi og margvíslegum réttindum fylgja ákveðnar kvaðir. Þetta er ástæða þess að lítið þýðir fyrir kjörna fulltrúa að stara undrandi í myndavélar og spyrja hvers vegna aðrar siðferðilegar kröfur séu gerðar til þeirra en almennings. Og hvers vegna lagabókstafur og efnahagstölur dugi ekki til að verjast gagnrýni. Traust er yfirleitt aðstæðubundið. Hvert og eitt okkar treystir varla nokkurri manneskju skilyrðislaust. Ég gæti treyst lækni fyrir lífi barna minni en ekki til að mála vegg heima hjá mér. Og ástæða þess að við treystum fagfólki er að það hefur sýnt okkur skilning á hlutverki sínu. Íslenskir stjórnmálamenn hafa nú tækifæri til að sýna í verki að þeir hafi skilning á siðferðilegu eðli starfs síns. Við sýnum öll dómgreindarleysi í störfum okkar og einkalífi. Skilningurinn kemur fram í hvernig við bregðumst við þegar á dómgreindarleysið er bent. Þar hefur mikið skort á undanfarin ár. Greinarhöfundur er sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun