Jón Arnór: Við megum alls ekki hika því þá erum við dauðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2017 15:00 Jón í leiknum í dag. vísir/ernir Jón Arnór Stefánsson var einn af leikmönnum íslenska körfuboltalandsliðsins sem ekki fann fjölina sína í tapinu á móti Póllandi í dag. Íslenska liðið gerði sér vonir um sigur en tapaði á endanum með 30 stiga mun. Framundan er leikur við Frakka strax á morgun og þar þarf liðið að spila miklu betur ef liðið ætlar að sleppa við þriðja stórtapið í röð. „Við þurfum að koma með sömu einbeitingu í leikinn því við vorum flottir í dag. Hugarfarið var flott og við ætluðum okkur þvílíkt sigur og trúðum á það að gætum unnið þennan leik. Við vorum yfirspilaðir,“ sagði Jón Arnór en íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel á móti Póllandi. Allt fór að halla undan fæti í öðrum leikhluta og Pólverjar voru síðan langt á undir í seinni hálfleiknum. Hvað þarf að gerast í framhaldinu? „Það þarf að koma eitthvað móment til okkar. Það er þarna einhversstaðar. Það gerist ef að fleiri komi með meira framlag og hitta úr skotunum sínum. Við erum að búa til fullt af færum í leikjunum,“ sagði Jón Arnór „Við vorum meira agressívari í dag að skjóta á körfuna og koma okkur að körfunni. Við ætluðum að reyna að vera meira agressívari en við vorum í síðasta leik. Við vorum svolítið að hörfa til baka þá og við vorum frekar óöryggir. Við vorum ákveðnari í dag og ætluðum okkur að skjóta og skora en tuðran fór ekki niður í dag,“ sagði Jón Arnór sem sjálfur hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum í leiknum. Það er ekki langur tími sem strákarnir fá að jafna sig því leikurinn við Frakka er strax á morgun. „Við þurfum að fá framlag frá fleirum og halda áfram að bæta okkur. Við verðum bara að fara agressívir í Frakkana og ekki gefa þeim neitt eftir, ekki vera hræddir við þá og alls ekki hika því þá erum við dauðir,“ sagði Jón Arnór. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Bláa lestin frá Helsinki til Tampere Stuðningsmenn íslensku karlalandsliðanna í körfubolta og fótbolta hafa í nógu að snúast í dag. 2. september 2017 14:57 Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45 Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11 Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var einn af leikmönnum íslenska körfuboltalandsliðsins sem ekki fann fjölina sína í tapinu á móti Póllandi í dag. Íslenska liðið gerði sér vonir um sigur en tapaði á endanum með 30 stiga mun. Framundan er leikur við Frakka strax á morgun og þar þarf liðið að spila miklu betur ef liðið ætlar að sleppa við þriðja stórtapið í röð. „Við þurfum að koma með sömu einbeitingu í leikinn því við vorum flottir í dag. Hugarfarið var flott og við ætluðum okkur þvílíkt sigur og trúðum á það að gætum unnið þennan leik. Við vorum yfirspilaðir,“ sagði Jón Arnór en íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel á móti Póllandi. Allt fór að halla undan fæti í öðrum leikhluta og Pólverjar voru síðan langt á undir í seinni hálfleiknum. Hvað þarf að gerast í framhaldinu? „Það þarf að koma eitthvað móment til okkar. Það er þarna einhversstaðar. Það gerist ef að fleiri komi með meira framlag og hitta úr skotunum sínum. Við erum að búa til fullt af færum í leikjunum,“ sagði Jón Arnór „Við vorum meira agressívari í dag að skjóta á körfuna og koma okkur að körfunni. Við ætluðum að reyna að vera meira agressívari en við vorum í síðasta leik. Við vorum svolítið að hörfa til baka þá og við vorum frekar óöryggir. Við vorum ákveðnari í dag og ætluðum okkur að skjóta og skora en tuðran fór ekki niður í dag,“ sagði Jón Arnór sem sjálfur hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum í leiknum. Það er ekki langur tími sem strákarnir fá að jafna sig því leikurinn við Frakka er strax á morgun. „Við þurfum að fá framlag frá fleirum og halda áfram að bæta okkur. Við verðum bara að fara agressívir í Frakkana og ekki gefa þeim neitt eftir, ekki vera hræddir við þá og alls ekki hika því þá erum við dauðir,“ sagði Jón Arnór.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Bláa lestin frá Helsinki til Tampere Stuðningsmenn íslensku karlalandsliðanna í körfubolta og fótbolta hafa í nógu að snúast í dag. 2. september 2017 14:57 Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45 Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11 Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Bláa lestin frá Helsinki til Tampere Stuðningsmenn íslensku karlalandsliðanna í körfubolta og fótbolta hafa í nógu að snúast í dag. 2. september 2017 14:57
Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45
Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11
Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02