Ekkert hálfkák í sauðfjárrækt Eva Pandora Baldursdóttir skrifar 4. september 2017 15:55 Við stöndum nú frammi fyrir þeirri stöðu að sauðfjárrækt er í miklum vanda. Offramleiðsla er á kindakjöti, boðað hefur verið til lækkunar á afurðaverði til bænda, horft er fram á gríðarlega offrambirgðir hjá afurðastöðvum ásamt því að gengi krónunnar og lokaðir markaðir gera sölu erlendis erfiða. Þungt hljóð er í flestum sem að greininni koma. Er það rétt að sú staða sem upp er komin í dag hafi læðst upp að okkur líkt og ósýnilegur draugur sem allt í einu greip köldum krumlum sínum um greinina? Eða gæti verið að blikur hafi verið á lofti um vanda í greininni um nokkurt skeið og stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt við? Innanlandsmarkaður látinn mæta afgangi Á árunum eftir kreppu voru bændur hvattir til þess að framleiða meira lambakjöt þar sem skilyrðin á markaðnum væru góð. Ýmsum framleiðsluhvetjandi aðgerðum var hrundið af stað og tókust þær vel. Sala á erlendum mörkuðum gekk vel, enda gengi krónunnar hagstætt fyrir útflutning. Þegar framleiðslu- og útflutningstölur fyrri ára eru skoðaðar er ljóst að mikil von var bundin við útflutning. Neysla innanlands hefur farið minnkandi í áratugi en þó hefur framleiðsla haldist frekar stöðug. Árið 2014 var 47% af heildarframleiðslu á kinda- og lambakjötsafurðum seldar á erlendum mörkuðum. Eftir að útflutningur fór á flug var höfuð áherslan í markaðssetningu á íslensku lambakjöti sett erlendis og innanlandsmarkaður var látinn mæta afgangi. Stuttu seinna lokaðist á marga erlenda markaði, gengi krónunnar hækkaði aftur en þá var ekki aftur snúið. Kominn var upp bráðavandi. Sem ef til vill var ekki svo bráður. Heildstæð nálgun á vandann Stjórnvöld hafa boðað aðgerðir til þess að takast á við langtímavandann. Því ber að fagna og gott er að sjá stjórnmálamenn sem hugsa til framtíðar og vilja koma með lausnir til lengri tíma en eftir stendur að til þess að hægt sé að færa sauðfjárræktina inn í framtíðina þarf einnig að takast á við skammtímavandann. Þær aðgerðir sem samtök bænda hafa óskað eftir eru annars vegar uppkaup og hins vegar útflutningsskylda. Þessum verkfærum hefur verið beitt áður og gagnast sannarlega til þess að takast á við skammtímavandamálum en svo virðist sem ekki hafi verið litið nægilega heildstætt á vandamálin til þess að reyna að koma á langtímastöðugleika í greininni. Þróumst í takt við nútímann Til þess að hægt sé að byggja upp framtíðar grein sem stenst veður og vinda þarf grunnurinn að vera traustur. Taka þarf á skammtímavandanum í greininni, á einn hátt eða annan, en láta þar ekki staðar numið heldur halda áfram og hjálpa greininni að þróast í takt við nútímann. Stuðla að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hjá bændum og standa við bakið á þeim í framleiðslu og markaðssetningu sem gagnast landsmönnum öllum. Með því að fara samhliða í skammtíma- og langtímaverkefni væri hægt að skapa greininni þá framtíð sem hún á skilið. Ef einungis er horft á langtímamarkmiðin getur ástandið í nútímanum orðið til þess að ekkert verði eftir til þess að þróa áfram og íslenskur sauðfjárbúskapur verði menningarleg arfleifð frá fjarlægri fortíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Pandora Baldursdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum nú frammi fyrir þeirri stöðu að sauðfjárrækt er í miklum vanda. Offramleiðsla er á kindakjöti, boðað hefur verið til lækkunar á afurðaverði til bænda, horft er fram á gríðarlega offrambirgðir hjá afurðastöðvum ásamt því að gengi krónunnar og lokaðir markaðir gera sölu erlendis erfiða. Þungt hljóð er í flestum sem að greininni koma. Er það rétt að sú staða sem upp er komin í dag hafi læðst upp að okkur líkt og ósýnilegur draugur sem allt í einu greip köldum krumlum sínum um greinina? Eða gæti verið að blikur hafi verið á lofti um vanda í greininni um nokkurt skeið og stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt við? Innanlandsmarkaður látinn mæta afgangi Á árunum eftir kreppu voru bændur hvattir til þess að framleiða meira lambakjöt þar sem skilyrðin á markaðnum væru góð. Ýmsum framleiðsluhvetjandi aðgerðum var hrundið af stað og tókust þær vel. Sala á erlendum mörkuðum gekk vel, enda gengi krónunnar hagstætt fyrir útflutning. Þegar framleiðslu- og útflutningstölur fyrri ára eru skoðaðar er ljóst að mikil von var bundin við útflutning. Neysla innanlands hefur farið minnkandi í áratugi en þó hefur framleiðsla haldist frekar stöðug. Árið 2014 var 47% af heildarframleiðslu á kinda- og lambakjötsafurðum seldar á erlendum mörkuðum. Eftir að útflutningur fór á flug var höfuð áherslan í markaðssetningu á íslensku lambakjöti sett erlendis og innanlandsmarkaður var látinn mæta afgangi. Stuttu seinna lokaðist á marga erlenda markaði, gengi krónunnar hækkaði aftur en þá var ekki aftur snúið. Kominn var upp bráðavandi. Sem ef til vill var ekki svo bráður. Heildstæð nálgun á vandann Stjórnvöld hafa boðað aðgerðir til þess að takast á við langtímavandann. Því ber að fagna og gott er að sjá stjórnmálamenn sem hugsa til framtíðar og vilja koma með lausnir til lengri tíma en eftir stendur að til þess að hægt sé að færa sauðfjárræktina inn í framtíðina þarf einnig að takast á við skammtímavandann. Þær aðgerðir sem samtök bænda hafa óskað eftir eru annars vegar uppkaup og hins vegar útflutningsskylda. Þessum verkfærum hefur verið beitt áður og gagnast sannarlega til þess að takast á við skammtímavandamálum en svo virðist sem ekki hafi verið litið nægilega heildstætt á vandamálin til þess að reyna að koma á langtímastöðugleika í greininni. Þróumst í takt við nútímann Til þess að hægt sé að byggja upp framtíðar grein sem stenst veður og vinda þarf grunnurinn að vera traustur. Taka þarf á skammtímavandanum í greininni, á einn hátt eða annan, en láta þar ekki staðar numið heldur halda áfram og hjálpa greininni að þróast í takt við nútímann. Stuðla að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hjá bændum og standa við bakið á þeim í framleiðslu og markaðssetningu sem gagnast landsmönnum öllum. Með því að fara samhliða í skammtíma- og langtímaverkefni væri hægt að skapa greininni þá framtíð sem hún á skilið. Ef einungis er horft á langtímamarkmiðin getur ástandið í nútímanum orðið til þess að ekkert verði eftir til þess að þróa áfram og íslenskur sauðfjárbúskapur verði menningarleg arfleifð frá fjarlægri fortíð.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun