Ekkert hálfkák í sauðfjárrækt Eva Pandora Baldursdóttir skrifar 4. september 2017 15:55 Við stöndum nú frammi fyrir þeirri stöðu að sauðfjárrækt er í miklum vanda. Offramleiðsla er á kindakjöti, boðað hefur verið til lækkunar á afurðaverði til bænda, horft er fram á gríðarlega offrambirgðir hjá afurðastöðvum ásamt því að gengi krónunnar og lokaðir markaðir gera sölu erlendis erfiða. Þungt hljóð er í flestum sem að greininni koma. Er það rétt að sú staða sem upp er komin í dag hafi læðst upp að okkur líkt og ósýnilegur draugur sem allt í einu greip köldum krumlum sínum um greinina? Eða gæti verið að blikur hafi verið á lofti um vanda í greininni um nokkurt skeið og stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt við? Innanlandsmarkaður látinn mæta afgangi Á árunum eftir kreppu voru bændur hvattir til þess að framleiða meira lambakjöt þar sem skilyrðin á markaðnum væru góð. Ýmsum framleiðsluhvetjandi aðgerðum var hrundið af stað og tókust þær vel. Sala á erlendum mörkuðum gekk vel, enda gengi krónunnar hagstætt fyrir útflutning. Þegar framleiðslu- og útflutningstölur fyrri ára eru skoðaðar er ljóst að mikil von var bundin við útflutning. Neysla innanlands hefur farið minnkandi í áratugi en þó hefur framleiðsla haldist frekar stöðug. Árið 2014 var 47% af heildarframleiðslu á kinda- og lambakjötsafurðum seldar á erlendum mörkuðum. Eftir að útflutningur fór á flug var höfuð áherslan í markaðssetningu á íslensku lambakjöti sett erlendis og innanlandsmarkaður var látinn mæta afgangi. Stuttu seinna lokaðist á marga erlenda markaði, gengi krónunnar hækkaði aftur en þá var ekki aftur snúið. Kominn var upp bráðavandi. Sem ef til vill var ekki svo bráður. Heildstæð nálgun á vandann Stjórnvöld hafa boðað aðgerðir til þess að takast á við langtímavandann. Því ber að fagna og gott er að sjá stjórnmálamenn sem hugsa til framtíðar og vilja koma með lausnir til lengri tíma en eftir stendur að til þess að hægt sé að færa sauðfjárræktina inn í framtíðina þarf einnig að takast á við skammtímavandann. Þær aðgerðir sem samtök bænda hafa óskað eftir eru annars vegar uppkaup og hins vegar útflutningsskylda. Þessum verkfærum hefur verið beitt áður og gagnast sannarlega til þess að takast á við skammtímavandamálum en svo virðist sem ekki hafi verið litið nægilega heildstætt á vandamálin til þess að reyna að koma á langtímastöðugleika í greininni. Þróumst í takt við nútímann Til þess að hægt sé að byggja upp framtíðar grein sem stenst veður og vinda þarf grunnurinn að vera traustur. Taka þarf á skammtímavandanum í greininni, á einn hátt eða annan, en láta þar ekki staðar numið heldur halda áfram og hjálpa greininni að þróast í takt við nútímann. Stuðla að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hjá bændum og standa við bakið á þeim í framleiðslu og markaðssetningu sem gagnast landsmönnum öllum. Með því að fara samhliða í skammtíma- og langtímaverkefni væri hægt að skapa greininni þá framtíð sem hún á skilið. Ef einungis er horft á langtímamarkmiðin getur ástandið í nútímanum orðið til þess að ekkert verði eftir til þess að þróa áfram og íslenskur sauðfjárbúskapur verði menningarleg arfleifð frá fjarlægri fortíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Pandora Baldursdóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við stöndum nú frammi fyrir þeirri stöðu að sauðfjárrækt er í miklum vanda. Offramleiðsla er á kindakjöti, boðað hefur verið til lækkunar á afurðaverði til bænda, horft er fram á gríðarlega offrambirgðir hjá afurðastöðvum ásamt því að gengi krónunnar og lokaðir markaðir gera sölu erlendis erfiða. Þungt hljóð er í flestum sem að greininni koma. Er það rétt að sú staða sem upp er komin í dag hafi læðst upp að okkur líkt og ósýnilegur draugur sem allt í einu greip köldum krumlum sínum um greinina? Eða gæti verið að blikur hafi verið á lofti um vanda í greininni um nokkurt skeið og stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt við? Innanlandsmarkaður látinn mæta afgangi Á árunum eftir kreppu voru bændur hvattir til þess að framleiða meira lambakjöt þar sem skilyrðin á markaðnum væru góð. Ýmsum framleiðsluhvetjandi aðgerðum var hrundið af stað og tókust þær vel. Sala á erlendum mörkuðum gekk vel, enda gengi krónunnar hagstætt fyrir útflutning. Þegar framleiðslu- og útflutningstölur fyrri ára eru skoðaðar er ljóst að mikil von var bundin við útflutning. Neysla innanlands hefur farið minnkandi í áratugi en þó hefur framleiðsla haldist frekar stöðug. Árið 2014 var 47% af heildarframleiðslu á kinda- og lambakjötsafurðum seldar á erlendum mörkuðum. Eftir að útflutningur fór á flug var höfuð áherslan í markaðssetningu á íslensku lambakjöti sett erlendis og innanlandsmarkaður var látinn mæta afgangi. Stuttu seinna lokaðist á marga erlenda markaði, gengi krónunnar hækkaði aftur en þá var ekki aftur snúið. Kominn var upp bráðavandi. Sem ef til vill var ekki svo bráður. Heildstæð nálgun á vandann Stjórnvöld hafa boðað aðgerðir til þess að takast á við langtímavandann. Því ber að fagna og gott er að sjá stjórnmálamenn sem hugsa til framtíðar og vilja koma með lausnir til lengri tíma en eftir stendur að til þess að hægt sé að færa sauðfjárræktina inn í framtíðina þarf einnig að takast á við skammtímavandann. Þær aðgerðir sem samtök bænda hafa óskað eftir eru annars vegar uppkaup og hins vegar útflutningsskylda. Þessum verkfærum hefur verið beitt áður og gagnast sannarlega til þess að takast á við skammtímavandamálum en svo virðist sem ekki hafi verið litið nægilega heildstætt á vandamálin til þess að reyna að koma á langtímastöðugleika í greininni. Þróumst í takt við nútímann Til þess að hægt sé að byggja upp framtíðar grein sem stenst veður og vinda þarf grunnurinn að vera traustur. Taka þarf á skammtímavandanum í greininni, á einn hátt eða annan, en láta þar ekki staðar numið heldur halda áfram og hjálpa greininni að þróast í takt við nútímann. Stuðla að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hjá bændum og standa við bakið á þeim í framleiðslu og markaðssetningu sem gagnast landsmönnum öllum. Með því að fara samhliða í skammtíma- og langtímaverkefni væri hægt að skapa greininni þá framtíð sem hún á skilið. Ef einungis er horft á langtímamarkmiðin getur ástandið í nútímanum orðið til þess að ekkert verði eftir til þess að þróa áfram og íslenskur sauðfjárbúskapur verði menningarleg arfleifð frá fjarlægri fortíð.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun