Kristófer: Eiginlega okkar heimavöllur líka Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 13:22 Kristófer Acox í leiknum í dag. Vísir/getty „Við byrjuðum mjög vel fyrstu tíu mínúturnar, vorum yfir eftir fyrsta leikhluta. Síðan kemur einhver lægð í öðrum leikhluta og holan er orðin of djúp til þess að komast aftur upp úr henni,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Óskar Ófeig Jónsson eftir 75-102 tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Íslenska liðið mætti mjög grimmt til leiks og byrjuðu leikinn mjög vel, en svo sýndu Slóvenar styrk sinn og voru yfir 43-60 í hálfleik. „Við förum inn í leikhléið með það að koma í þriðja leikhluta og reyna aðeins að klóra í bakkann, en það bara gerðist alls ekki og við missum þá ennþá lengra fram úr okkur og þá er þetta orðið of erfitt á móti svona góðu liði,“ sagði Kristófer. „Þeir eru taplausir í okkar riðli, þannig að þeir eru á toppnum og við vissum það fyrir leikinn. En við vissum líka að þetta væri leikur sem við ættum að geta tekið ef við spilum vel.“Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, gerði vel í að rúlla á leikmannahópnum í dag og stóðu varamennirnir sig vel í leiknum. „Mjög ánægður [með leikmenn sem komu inn af bekknum], sérstaklega með Elvar og Tryggva. Þeir voru að nýta sínar mínútur bara mjög vel og þeir komu með drifkraft, og Ægir líka, og náðu að rífa þetta aðeins upp.“ Þrátt fyrir stórt tap í dag, voru úrslitin samt þau bestu hjá íslenska liðinu til þessa og var Kristófer að vonum ánægður með það „Þetta eru alltaf 20-30 stig, en við náum aðeins að laga stöðuna [í dag] og það er jákvætt. Það er einn leikur eftir og ég trúi ekki öðru en að við gefum allt í þetta.“ Síðasti leikur Íslands á mótinu verður gegn Finnum annað kvöld, en hefst leikurinn klukkan 17:45 að íslenskum tíma. Kristófer vonar að fyrsti sigur Íslands á Eurobasket verði þá að veruleika. „Þetta eru bara körfuboltamenn eins og við. Við þurfum bara að koma brjálaðir inn og gefa allt. Það verður troðfullt hús held ég, Finnar á heimavelli en við eiginlega líka á heimavelli með allt þetta fólk í stúkunni Vonandi náum við að gefa þeim alvöru leik í 40 mínútur og taka allavega einn sigur á þessu móti,“ sagði Kristófer Acox. Kristófer skoraði 4 stig í leiknum í dag, tók 3 fráköst og átti einn stolinn bolta. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira
„Við byrjuðum mjög vel fyrstu tíu mínúturnar, vorum yfir eftir fyrsta leikhluta. Síðan kemur einhver lægð í öðrum leikhluta og holan er orðin of djúp til þess að komast aftur upp úr henni,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Óskar Ófeig Jónsson eftir 75-102 tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Íslenska liðið mætti mjög grimmt til leiks og byrjuðu leikinn mjög vel, en svo sýndu Slóvenar styrk sinn og voru yfir 43-60 í hálfleik. „Við förum inn í leikhléið með það að koma í þriðja leikhluta og reyna aðeins að klóra í bakkann, en það bara gerðist alls ekki og við missum þá ennþá lengra fram úr okkur og þá er þetta orðið of erfitt á móti svona góðu liði,“ sagði Kristófer. „Þeir eru taplausir í okkar riðli, þannig að þeir eru á toppnum og við vissum það fyrir leikinn. En við vissum líka að þetta væri leikur sem við ættum að geta tekið ef við spilum vel.“Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, gerði vel í að rúlla á leikmannahópnum í dag og stóðu varamennirnir sig vel í leiknum. „Mjög ánægður [með leikmenn sem komu inn af bekknum], sérstaklega með Elvar og Tryggva. Þeir voru að nýta sínar mínútur bara mjög vel og þeir komu með drifkraft, og Ægir líka, og náðu að rífa þetta aðeins upp.“ Þrátt fyrir stórt tap í dag, voru úrslitin samt þau bestu hjá íslenska liðinu til þessa og var Kristófer að vonum ánægður með það „Þetta eru alltaf 20-30 stig, en við náum aðeins að laga stöðuna [í dag] og það er jákvætt. Það er einn leikur eftir og ég trúi ekki öðru en að við gefum allt í þetta.“ Síðasti leikur Íslands á mótinu verður gegn Finnum annað kvöld, en hefst leikurinn klukkan 17:45 að íslenskum tíma. Kristófer vonar að fyrsti sigur Íslands á Eurobasket verði þá að veruleika. „Þetta eru bara körfuboltamenn eins og við. Við þurfum bara að koma brjálaðir inn og gefa allt. Það verður troðfullt hús held ég, Finnar á heimavelli en við eiginlega líka á heimavelli með allt þetta fólk í stúkunni Vonandi náum við að gefa þeim alvöru leik í 40 mínútur og taka allavega einn sigur á þessu móti,“ sagði Kristófer Acox. Kristófer skoraði 4 stig í leiknum í dag, tók 3 fráköst og átti einn stolinn bolta.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15