Að efla lestur er allra mál – sjónarhorn bóksala Valdís Elísdóttir skrifar 7. september 2017 07:00 Fréttir segja að bókin sé í stórhættu. Við kaupum sífellt minna af bókum og lestur er í samkeppni við annars konar afþreyingu. Samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda hefur keyptum, prentuðum bókum fækkað um næstum helming síðan 2010. Þær eru komnar í samkeppni við sjálfar sig í rafrænu formi sem og aðra afþreyingu. Hækkun virðisaukaskatts á bækur hjálpaði bókunum síðan ekki. Að sama skapi hefur sala prentaðra bóka í t.d. Bretlandi og á Írlandi farið vaxandi. Nýjar fréttir af starfshópi menntamálaráðherra um bókaútgáfu og aðstæður hennar eru því fagnaðarerindi. Það er okkur öllum í hag að vinna saman að því að styrkja tilveru bókarinnar á allan hátt.Bóksalar ekki undanskildir Bókabúð skipar mikilvægt hlutverk í hverju samfélagi og kannski meira en við gerum okkur grein fyrir. Hún er staður visku og fróðleiks, full af notalegu andrúmslofti. Fátt er þægilegra en að setjast niður og lesa yfir góðum kaffibolla, gleyma stund og stað, fá nýjar hugmyndir og láta koma sér á óvart. Þá þarf einnig vart að fjölyrða um aðra kosti þess að lesa bækur. Að hvetja til lesturs er því sameiginlegt átak okkar allra, frá foreldrum til stjórnvalda. Bóksalar eru þarna ekki undanskildir, sem mikilvægur miðill bóka til almennings. Tæknin hefur breytt bókaumhverfinu gríðarlega og önnur afþreying en bókalestur er komin til að vera. Við erum aðdáendur allra bókaforma; prentaðra, rafrænna og sjaldgæfra bóka. Það er því meðal annars undir okkur sem rekum bókabúðir komið hvernig við þróumst í þessu breytta landslagi. Er bókin aðgengileg? Er hún á góðu verði? Það eru mýmörg tækifæri með tækninni; betri vefsíðum og vefverslun til að mynda. Við getum átt betri samskipti við núverandi og nýja viðskiptavini á þeim vettvangi sem þeir eru oftast – í snjalltækjunum – og veitt þeim innsýn í það sem gerist í bókabúðinni, alls konar viðburði og sögur sem þar eiga heima. Orðið þannig áhugaverðari staður til að heimsækja.Bókabúð er samfélag og upplifun Við erum ekki bara að selja bækur, heldur einnig upplifun og notalega stemningu. Þeir sem koma í bókabúð vilja annaðhvort geta gengið beint að því sem þeir eru að leita að eða eru að koma til að uppgötva eitthvað nýtt – en stundum bara til að komast í rólegt andrúmsloft. Þetta er táknmynd notalegu bókabúðarinnar sem við viljum halda á lofti, þó við getum líka veitt viðskiptavinum það sem þeir vilja í gegnum netið. Okkar markmið hlýtur því að vera að flétta saman það sem var og því sem verður í verslun bóka af ýmsum toga. Góð bók í notalegu umhverfi er þægilegur og ævintýralegur staður til að vera á í þeim hraða heimi sem við búum í. Við bóksalar eigum stórt hlutverk í að kynna þann heim. Við verðum að leggja okkur fram um að vernda bókina, með því að hlusta eftir breytingum og þróun, en ekki síst að búa til stað og umhverfi þar sem er notalegt að koma og kynnast bókinni. Bókabúð er nefnilega ekki bara bókabúð. Hún er upplifun, staður sem allir ættu að hafa gaman af að heimsækja. Greinarhöfundur er verslunarstjóri Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir segja að bókin sé í stórhættu. Við kaupum sífellt minna af bókum og lestur er í samkeppni við annars konar afþreyingu. Samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda hefur keyptum, prentuðum bókum fækkað um næstum helming síðan 2010. Þær eru komnar í samkeppni við sjálfar sig í rafrænu formi sem og aðra afþreyingu. Hækkun virðisaukaskatts á bækur hjálpaði bókunum síðan ekki. Að sama skapi hefur sala prentaðra bóka í t.d. Bretlandi og á Írlandi farið vaxandi. Nýjar fréttir af starfshópi menntamálaráðherra um bókaútgáfu og aðstæður hennar eru því fagnaðarerindi. Það er okkur öllum í hag að vinna saman að því að styrkja tilveru bókarinnar á allan hátt.Bóksalar ekki undanskildir Bókabúð skipar mikilvægt hlutverk í hverju samfélagi og kannski meira en við gerum okkur grein fyrir. Hún er staður visku og fróðleiks, full af notalegu andrúmslofti. Fátt er þægilegra en að setjast niður og lesa yfir góðum kaffibolla, gleyma stund og stað, fá nýjar hugmyndir og láta koma sér á óvart. Þá þarf einnig vart að fjölyrða um aðra kosti þess að lesa bækur. Að hvetja til lesturs er því sameiginlegt átak okkar allra, frá foreldrum til stjórnvalda. Bóksalar eru þarna ekki undanskildir, sem mikilvægur miðill bóka til almennings. Tæknin hefur breytt bókaumhverfinu gríðarlega og önnur afþreying en bókalestur er komin til að vera. Við erum aðdáendur allra bókaforma; prentaðra, rafrænna og sjaldgæfra bóka. Það er því meðal annars undir okkur sem rekum bókabúðir komið hvernig við þróumst í þessu breytta landslagi. Er bókin aðgengileg? Er hún á góðu verði? Það eru mýmörg tækifæri með tækninni; betri vefsíðum og vefverslun til að mynda. Við getum átt betri samskipti við núverandi og nýja viðskiptavini á þeim vettvangi sem þeir eru oftast – í snjalltækjunum – og veitt þeim innsýn í það sem gerist í bókabúðinni, alls konar viðburði og sögur sem þar eiga heima. Orðið þannig áhugaverðari staður til að heimsækja.Bókabúð er samfélag og upplifun Við erum ekki bara að selja bækur, heldur einnig upplifun og notalega stemningu. Þeir sem koma í bókabúð vilja annaðhvort geta gengið beint að því sem þeir eru að leita að eða eru að koma til að uppgötva eitthvað nýtt – en stundum bara til að komast í rólegt andrúmsloft. Þetta er táknmynd notalegu bókabúðarinnar sem við viljum halda á lofti, þó við getum líka veitt viðskiptavinum það sem þeir vilja í gegnum netið. Okkar markmið hlýtur því að vera að flétta saman það sem var og því sem verður í verslun bóka af ýmsum toga. Góð bók í notalegu umhverfi er þægilegur og ævintýralegur staður til að vera á í þeim hraða heimi sem við búum í. Við bóksalar eigum stórt hlutverk í að kynna þann heim. Við verðum að leggja okkur fram um að vernda bókina, með því að hlusta eftir breytingum og þróun, en ekki síst að búa til stað og umhverfi þar sem er notalegt að koma og kynnast bókinni. Bókabúð er nefnilega ekki bara bókabúð. Hún er upplifun, staður sem allir ættu að hafa gaman af að heimsækja. Greinarhöfundur er verslunarstjóri Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun