Íslenski boltinn

Fylkismenn nánast komnir upp | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það er næsta öruggt að Fylkir leikur í Pepsi-deild karla á næsta tímabili.

Fylkir vann 3-1 sigur á Þrótti í Árbænum í kvöld. Fyrir vikið náðu Fylkismenn sex stiga forskoti á Þróttara, sem eru í 2. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Þá er Fylkir með 24 mörk í plús en Þróttur aðeins átta.

Vinni Haukar og HK sína leiki á laugardaginn jafna liðin Þrótt að stigum í 3. sætinu. Þau eru hins vegar með miklu lakari markatölu en Fylkir.

Albert Brynjar Ingason hefur verið frábær í undanförnum leikjum og hann lagði upp öll þrjú mörk Fylkis í leiknum í kvöld.

Emil Ásmundsson kom Árbæingum yfir á 37. mínútu en Grétar Sigfinnur Sigurðarson jafnaði metin fyrir Þrótt í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik kom Oddur Ingi Guðmundsson Fylki aftur yfir. Þegar 20 mínútur voru til leiksloka skoraði Ragnar Bragi Sveinsson svo þriðja mark heimamanna og gulltryggði sigur þeirra.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Flórídana-vellinum í Árbæ í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.

Það var lítil spenna í Breiðholtsslag Leiknis R. og ÍR. Leiknismenn voru mun sterkari aðilinn og unnu 4-0 sigur.

Tómas Óli Garðarsson skoraði tvö mörk fyrir Leikni og Ragnar Leósson og Kolbeinn Kárason sitt markið hvor.

Leiknir er í 6. sæti deildarinnar en ÍR í því tíunda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×