Tímabært að gerbreyta kjörum aldraðra! Björgvin Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Hvað eiga eldri borgarar og öryrkjar, sem hafa eingöngu „strípaðan“ lífeyri frá TR, að lepja dauðann úr skel lengi? Ríkisstjórnin segir, að það sé góðæri í landinu. Alla vega er uppsveifla í efnahagslífinu. Gífurlegur ferðamannastraumur á stærsta þáttinn í þeirri uppsveiflu. Væri ekki rétt, á meðan uppsveiflan er, að koma lífeyrismálum aldraðra og öryrkja í viðunandi horf? Ég tel svo vera. Notum uppsveifluna til þess að búa betur að öldruðum og öryrkjum. Hættum að láta lífeyrisfólk „lifa“ af 200 þúsund krónum á mánuði eftir skatt. Hækkum þá upphæð í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark til þess að geta lifað mannsæmandi lífi. Á næsta ári hækka lágmarkslaun á mánuði í 300 þúsund kr. fyrir skatt. Það er of lítið. Eldri borgarar og öryrkjar þurfa að hafa að lágmarki 400 þúsund fyrir skatt. Og að sjálfsögðu eiga lágmarkslaun að vera a.m.k. þessi fjárhæð. Telur einhver þetta of mikið til þess að lifa af? Nei, þetta er ekki of mikið. Þetta er aðeins brot af launum þingmanna, ráðherra og embættismanna. En ráðamenn í þessu landi vilja hafa mismunun í launum; þeir vilja hafa ójöfnuð í landinu. Ég er andvígur því. Ég vil stuðla að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu. Og ég tel, að launamismunur sé orðinn alltof mikill. Það þarf að draga úr honum á ný. Við höfum ekkert að gera við svona mikinn launamun; við höfum ekkert að gera við svona mikinn ójöfnuð. 197 þúsund kr. - 230 þúsund á mánuði eftir skatt eru þær upphæðir, sem ríkisvaldið skammtar eldri borgurum og öryrkjum, sem eingöngu hafa tekjur frá TR., eftir því hvort um gifta eða einhleypa er að ræða. Þetta eru skammarlega lágar upphæðir og furðulegt, að ríkisstjórn og Alþingi láti sér sæma að skammta þeim lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja svo smánarlegar upphæðir. Þeir eldri borgarar, sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði, eru lítið betur settir en þeir sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Það er vegna skerðinganna. Kjör eldri borgara eru mjög misjöfn. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru yfirleitt mun betur settir en hinir sem búa í leiguhúsnæði eða skuldugu eigin húsnæði. Ríkisvaldið fer illa með sína eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Í stað þess, að þeir eigi áhyggjulaust ævikvöld kvíða margir þeirra morgundeginum vegna slæmra kjara. Er ekki kominn tími til þess að breyta þessu. Er ekki tímabært að gerbreyta kjörum eldri borgara; skapa þeim góð kjör á efri árum. Ég tel það. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hvað eiga eldri borgarar og öryrkjar, sem hafa eingöngu „strípaðan“ lífeyri frá TR, að lepja dauðann úr skel lengi? Ríkisstjórnin segir, að það sé góðæri í landinu. Alla vega er uppsveifla í efnahagslífinu. Gífurlegur ferðamannastraumur á stærsta þáttinn í þeirri uppsveiflu. Væri ekki rétt, á meðan uppsveiflan er, að koma lífeyrismálum aldraðra og öryrkja í viðunandi horf? Ég tel svo vera. Notum uppsveifluna til þess að búa betur að öldruðum og öryrkjum. Hættum að láta lífeyrisfólk „lifa“ af 200 þúsund krónum á mánuði eftir skatt. Hækkum þá upphæð í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark til þess að geta lifað mannsæmandi lífi. Á næsta ári hækka lágmarkslaun á mánuði í 300 þúsund kr. fyrir skatt. Það er of lítið. Eldri borgarar og öryrkjar þurfa að hafa að lágmarki 400 þúsund fyrir skatt. Og að sjálfsögðu eiga lágmarkslaun að vera a.m.k. þessi fjárhæð. Telur einhver þetta of mikið til þess að lifa af? Nei, þetta er ekki of mikið. Þetta er aðeins brot af launum þingmanna, ráðherra og embættismanna. En ráðamenn í þessu landi vilja hafa mismunun í launum; þeir vilja hafa ójöfnuð í landinu. Ég er andvígur því. Ég vil stuðla að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu. Og ég tel, að launamismunur sé orðinn alltof mikill. Það þarf að draga úr honum á ný. Við höfum ekkert að gera við svona mikinn launamun; við höfum ekkert að gera við svona mikinn ójöfnuð. 197 þúsund kr. - 230 þúsund á mánuði eftir skatt eru þær upphæðir, sem ríkisvaldið skammtar eldri borgurum og öryrkjum, sem eingöngu hafa tekjur frá TR., eftir því hvort um gifta eða einhleypa er að ræða. Þetta eru skammarlega lágar upphæðir og furðulegt, að ríkisstjórn og Alþingi láti sér sæma að skammta þeim lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja svo smánarlegar upphæðir. Þeir eldri borgarar, sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði, eru lítið betur settir en þeir sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Það er vegna skerðinganna. Kjör eldri borgara eru mjög misjöfn. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru yfirleitt mun betur settir en hinir sem búa í leiguhúsnæði eða skuldugu eigin húsnæði. Ríkisvaldið fer illa með sína eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Í stað þess, að þeir eigi áhyggjulaust ævikvöld kvíða margir þeirra morgundeginum vegna slæmra kjara. Er ekki kominn tími til þess að breyta þessu. Er ekki tímabært að gerbreyta kjörum eldri borgara; skapa þeim góð kjör á efri árum. Ég tel það. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun