Tímabært að gerbreyta kjörum aldraðra! Björgvin Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Hvað eiga eldri borgarar og öryrkjar, sem hafa eingöngu „strípaðan“ lífeyri frá TR, að lepja dauðann úr skel lengi? Ríkisstjórnin segir, að það sé góðæri í landinu. Alla vega er uppsveifla í efnahagslífinu. Gífurlegur ferðamannastraumur á stærsta þáttinn í þeirri uppsveiflu. Væri ekki rétt, á meðan uppsveiflan er, að koma lífeyrismálum aldraðra og öryrkja í viðunandi horf? Ég tel svo vera. Notum uppsveifluna til þess að búa betur að öldruðum og öryrkjum. Hættum að láta lífeyrisfólk „lifa“ af 200 þúsund krónum á mánuði eftir skatt. Hækkum þá upphæð í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark til þess að geta lifað mannsæmandi lífi. Á næsta ári hækka lágmarkslaun á mánuði í 300 þúsund kr. fyrir skatt. Það er of lítið. Eldri borgarar og öryrkjar þurfa að hafa að lágmarki 400 þúsund fyrir skatt. Og að sjálfsögðu eiga lágmarkslaun að vera a.m.k. þessi fjárhæð. Telur einhver þetta of mikið til þess að lifa af? Nei, þetta er ekki of mikið. Þetta er aðeins brot af launum þingmanna, ráðherra og embættismanna. En ráðamenn í þessu landi vilja hafa mismunun í launum; þeir vilja hafa ójöfnuð í landinu. Ég er andvígur því. Ég vil stuðla að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu. Og ég tel, að launamismunur sé orðinn alltof mikill. Það þarf að draga úr honum á ný. Við höfum ekkert að gera við svona mikinn launamun; við höfum ekkert að gera við svona mikinn ójöfnuð. 197 þúsund kr. - 230 þúsund á mánuði eftir skatt eru þær upphæðir, sem ríkisvaldið skammtar eldri borgurum og öryrkjum, sem eingöngu hafa tekjur frá TR., eftir því hvort um gifta eða einhleypa er að ræða. Þetta eru skammarlega lágar upphæðir og furðulegt, að ríkisstjórn og Alþingi láti sér sæma að skammta þeim lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja svo smánarlegar upphæðir. Þeir eldri borgarar, sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði, eru lítið betur settir en þeir sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Það er vegna skerðinganna. Kjör eldri borgara eru mjög misjöfn. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru yfirleitt mun betur settir en hinir sem búa í leiguhúsnæði eða skuldugu eigin húsnæði. Ríkisvaldið fer illa með sína eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Í stað þess, að þeir eigi áhyggjulaust ævikvöld kvíða margir þeirra morgundeginum vegna slæmra kjara. Er ekki kominn tími til þess að breyta þessu. Er ekki tímabært að gerbreyta kjörum eldri borgara; skapa þeim góð kjör á efri árum. Ég tel það. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Hvað eiga eldri borgarar og öryrkjar, sem hafa eingöngu „strípaðan“ lífeyri frá TR, að lepja dauðann úr skel lengi? Ríkisstjórnin segir, að það sé góðæri í landinu. Alla vega er uppsveifla í efnahagslífinu. Gífurlegur ferðamannastraumur á stærsta þáttinn í þeirri uppsveiflu. Væri ekki rétt, á meðan uppsveiflan er, að koma lífeyrismálum aldraðra og öryrkja í viðunandi horf? Ég tel svo vera. Notum uppsveifluna til þess að búa betur að öldruðum og öryrkjum. Hættum að láta lífeyrisfólk „lifa“ af 200 þúsund krónum á mánuði eftir skatt. Hækkum þá upphæð í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark til þess að geta lifað mannsæmandi lífi. Á næsta ári hækka lágmarkslaun á mánuði í 300 þúsund kr. fyrir skatt. Það er of lítið. Eldri borgarar og öryrkjar þurfa að hafa að lágmarki 400 þúsund fyrir skatt. Og að sjálfsögðu eiga lágmarkslaun að vera a.m.k. þessi fjárhæð. Telur einhver þetta of mikið til þess að lifa af? Nei, þetta er ekki of mikið. Þetta er aðeins brot af launum þingmanna, ráðherra og embættismanna. En ráðamenn í þessu landi vilja hafa mismunun í launum; þeir vilja hafa ójöfnuð í landinu. Ég er andvígur því. Ég vil stuðla að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu. Og ég tel, að launamismunur sé orðinn alltof mikill. Það þarf að draga úr honum á ný. Við höfum ekkert að gera við svona mikinn launamun; við höfum ekkert að gera við svona mikinn ójöfnuð. 197 þúsund kr. - 230 þúsund á mánuði eftir skatt eru þær upphæðir, sem ríkisvaldið skammtar eldri borgurum og öryrkjum, sem eingöngu hafa tekjur frá TR., eftir því hvort um gifta eða einhleypa er að ræða. Þetta eru skammarlega lágar upphæðir og furðulegt, að ríkisstjórn og Alþingi láti sér sæma að skammta þeim lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja svo smánarlegar upphæðir. Þeir eldri borgarar, sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði, eru lítið betur settir en þeir sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Það er vegna skerðinganna. Kjör eldri borgara eru mjög misjöfn. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru yfirleitt mun betur settir en hinir sem búa í leiguhúsnæði eða skuldugu eigin húsnæði. Ríkisvaldið fer illa með sína eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Í stað þess, að þeir eigi áhyggjulaust ævikvöld kvíða margir þeirra morgundeginum vegna slæmra kjara. Er ekki kominn tími til þess að breyta þessu. Er ekki tímabært að gerbreyta kjörum eldri borgara; skapa þeim góð kjör á efri árum. Ég tel það. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun