Stofnandi Wikileaks sá samsæri í sólmyrkvagleraugum Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2017 13:47 Julian Assange reyndi að segja fylgjendum sínum á Twitter að það væri engin hætta fólgin í að horfa á almyrkva með berum augum. Vísir/samsett Þvert á ráðleggingar lækna og vísindamanna tilkynnti Julian Assange, stofnandi Wikileaks, fylgjendum sínum á Twitter að fólki væri óhætt að horfa á almyrkva á sólu með berum augum. Taldi hann viðvaranir um annað runnar undan rifjum hagsmunaaðila. Assange hefur verið furðuleg fígúra í heimsmálunum undanfarin ár. Hann hefst enn við í sendiráði Ekvador í London til að komast undan handtökuskipun breskra yfirvalda fyrir að gefa sig ekki fram við dómstól árið 2012. Hann hefur við og við gefið frá sér yfirlýsingar sem virðast benda til þess að hann sé hallur undir Donald Trump Bandaríkjaforseta og rússnesk stjórnvöld. Bandaríska leyniþjónustan segir að uppljóstrunarvefur hans, Wikileaks, hafi tekið við stolnum gögnum úr póstþjónum Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sem rússneskir tölvuþrjótar eru sakaðir um að hafa komið brotist inn í. Í röð tísta á mánudag, daginn sem almyrkvi var sjáanlegur frá stórum hluta Bandaríkjanna, ákvað Assange að sigla gegn straumi viðurkenndra staðreynda og fullyrti að því fylgdi engin hætta að horfa á almyrkvann. Það væri aðeins fyrir og eftir að tunglið hyldi algerlega sólina sem hætta væri á ferðum. Sérfræðingar og fjölmiðlar höfðu brýnt fyrir almenningi að horfa ekki á sólmyrkvann með berum augum og mældu með sérstökum sólmyrkvagleraugum sem sía út skaðlega sólargeisla. Á vefsíðu NASA kom fram að jafnvel þó að tunglið skyggði á 99% sólarinnar væri hætta á verulegum augnskemmdum horfði fólk á hana með berum augum.Ung stúlka horfir á deildarmyrkva sem var sjáanlegur frá New York á mánudag. Illa hefði farið fyrir augum hennar hefði hún reynt að stara á myrkvann með berum augum.Vísir/AFPAlmyrkvi stendur stutt og flestir sjá aðeins deildarmyrkvaFullyrðing Assange er í sjálfu sér ekki röng en hún hunsar lykilþætti sem varða öryggi þess að fylgja með sólmyrkvum. Rétt er að tunglið lokar á sterka geisla sólarinnar einmitt á meðan almyrkvinn er í hámarki. Nær ómögulegt er hins vegar að segja með fullri vissu nákvæmlega hversu lengi það augnablik stendur yfir á hverjum stað. Þar sem almyrkvinn stóð sem lengst yfir varði hann í um tvær og hálfa mínútu. Eins og vefsíðan Gizmodo bendir einnig á sér afgerandi meirihluti fólks heldur aldrei fullan almyrkva heldur aðeins deildarmyrkva þar sem tunglið skyggir aðeins á hluta skífu sólarinnar. Það var tilfellið víðsvegar um Bandaríkin utan slóðar almyrkvans sjálfs á mánudag. Þannig voru aðeins 72% sólarinnar hulin í New York til dæmis. Asssange virtist hins vegar sannfærður um að verið væri að hafa bandarískan almenning að leiksoppum. „Þú horfir í burtu þegar þú sérð hann enda. Augun færa sig líka til að verja sig. Móðursýkinni virðist líka viðhaldið af hagnaði gleraugnafyrirtækja,“ tísti Assange.You look away when you see it ending. Eyes also move to protect themselves. The hysteria seems to be sustained by glasses company profits.— Julian Assange (@JulianAssange) August 21, 2017 WikiLeaks Tengdar fréttir Beðið í ofvæni eftir almyrkva Þetta er í fyrsta skipti síðan 1918 sem tunglið gengur í veg fyrir sólu og veldur almyrkva af þessu tagi þvert yfir Bandaríkin. 21. ágúst 2017 07:43 Sævar Helgi: Orð geta ekki lýst almyrkva Ritstjóri Stjörnufræðivefsins var mættur til Bandaríkjanna til að fylgjast með almyrkva á sólu í gær. Hann skortir orð til að lýsa upplifuninni. 22. ágúst 2017 21:00 Milljónir upplifðu almyrkva á sólu Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö. 21. ágúst 2017 23:30 Geimfarar sáu skugga tunglsins yfir Bandaríkjunum Aðeins sex manneskjur voru í þeirri einstöku stöðu að geta séð skugga almyrkvans á sólu yfir Bandaríkjunum í gær. 22. ágúst 2017 14:11 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Þvert á ráðleggingar lækna og vísindamanna tilkynnti Julian Assange, stofnandi Wikileaks, fylgjendum sínum á Twitter að fólki væri óhætt að horfa á almyrkva á sólu með berum augum. Taldi hann viðvaranir um annað runnar undan rifjum hagsmunaaðila. Assange hefur verið furðuleg fígúra í heimsmálunum undanfarin ár. Hann hefst enn við í sendiráði Ekvador í London til að komast undan handtökuskipun breskra yfirvalda fyrir að gefa sig ekki fram við dómstól árið 2012. Hann hefur við og við gefið frá sér yfirlýsingar sem virðast benda til þess að hann sé hallur undir Donald Trump Bandaríkjaforseta og rússnesk stjórnvöld. Bandaríska leyniþjónustan segir að uppljóstrunarvefur hans, Wikileaks, hafi tekið við stolnum gögnum úr póstþjónum Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sem rússneskir tölvuþrjótar eru sakaðir um að hafa komið brotist inn í. Í röð tísta á mánudag, daginn sem almyrkvi var sjáanlegur frá stórum hluta Bandaríkjanna, ákvað Assange að sigla gegn straumi viðurkenndra staðreynda og fullyrti að því fylgdi engin hætta að horfa á almyrkvann. Það væri aðeins fyrir og eftir að tunglið hyldi algerlega sólina sem hætta væri á ferðum. Sérfræðingar og fjölmiðlar höfðu brýnt fyrir almenningi að horfa ekki á sólmyrkvann með berum augum og mældu með sérstökum sólmyrkvagleraugum sem sía út skaðlega sólargeisla. Á vefsíðu NASA kom fram að jafnvel þó að tunglið skyggði á 99% sólarinnar væri hætta á verulegum augnskemmdum horfði fólk á hana með berum augum.Ung stúlka horfir á deildarmyrkva sem var sjáanlegur frá New York á mánudag. Illa hefði farið fyrir augum hennar hefði hún reynt að stara á myrkvann með berum augum.Vísir/AFPAlmyrkvi stendur stutt og flestir sjá aðeins deildarmyrkvaFullyrðing Assange er í sjálfu sér ekki röng en hún hunsar lykilþætti sem varða öryggi þess að fylgja með sólmyrkvum. Rétt er að tunglið lokar á sterka geisla sólarinnar einmitt á meðan almyrkvinn er í hámarki. Nær ómögulegt er hins vegar að segja með fullri vissu nákvæmlega hversu lengi það augnablik stendur yfir á hverjum stað. Þar sem almyrkvinn stóð sem lengst yfir varði hann í um tvær og hálfa mínútu. Eins og vefsíðan Gizmodo bendir einnig á sér afgerandi meirihluti fólks heldur aldrei fullan almyrkva heldur aðeins deildarmyrkva þar sem tunglið skyggir aðeins á hluta skífu sólarinnar. Það var tilfellið víðsvegar um Bandaríkin utan slóðar almyrkvans sjálfs á mánudag. Þannig voru aðeins 72% sólarinnar hulin í New York til dæmis. Asssange virtist hins vegar sannfærður um að verið væri að hafa bandarískan almenning að leiksoppum. „Þú horfir í burtu þegar þú sérð hann enda. Augun færa sig líka til að verja sig. Móðursýkinni virðist líka viðhaldið af hagnaði gleraugnafyrirtækja,“ tísti Assange.You look away when you see it ending. Eyes also move to protect themselves. The hysteria seems to be sustained by glasses company profits.— Julian Assange (@JulianAssange) August 21, 2017
WikiLeaks Tengdar fréttir Beðið í ofvæni eftir almyrkva Þetta er í fyrsta skipti síðan 1918 sem tunglið gengur í veg fyrir sólu og veldur almyrkva af þessu tagi þvert yfir Bandaríkin. 21. ágúst 2017 07:43 Sævar Helgi: Orð geta ekki lýst almyrkva Ritstjóri Stjörnufræðivefsins var mættur til Bandaríkjanna til að fylgjast með almyrkva á sólu í gær. Hann skortir orð til að lýsa upplifuninni. 22. ágúst 2017 21:00 Milljónir upplifðu almyrkva á sólu Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö. 21. ágúst 2017 23:30 Geimfarar sáu skugga tunglsins yfir Bandaríkjunum Aðeins sex manneskjur voru í þeirri einstöku stöðu að geta séð skugga almyrkvans á sólu yfir Bandaríkjunum í gær. 22. ágúst 2017 14:11 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Beðið í ofvæni eftir almyrkva Þetta er í fyrsta skipti síðan 1918 sem tunglið gengur í veg fyrir sólu og veldur almyrkva af þessu tagi þvert yfir Bandaríkin. 21. ágúst 2017 07:43
Sævar Helgi: Orð geta ekki lýst almyrkva Ritstjóri Stjörnufræðivefsins var mættur til Bandaríkjanna til að fylgjast með almyrkva á sólu í gær. Hann skortir orð til að lýsa upplifuninni. 22. ágúst 2017 21:00
Milljónir upplifðu almyrkva á sólu Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö. 21. ágúst 2017 23:30
Geimfarar sáu skugga tunglsins yfir Bandaríkjunum Aðeins sex manneskjur voru í þeirri einstöku stöðu að geta séð skugga almyrkvans á sólu yfir Bandaríkjunum í gær. 22. ágúst 2017 14:11