Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. ágúst 2017 13:50 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir algengt að fólk misskilji hlutverk Alþingis. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar hefur gagnrýnt óskilvirkni þingsins. Mynd/samsett Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur of marga misskilja hlutverk þingmanna á Alþingi. Það sé ekki þeirra að framkvæma beint eða móta stefnur, heldur sé hlutverk þeirra að takast á um stefnur fyrir hönd umbjóðenda sinna sem séu grasrót stjórnmálaflokka sem í raun myndi stefnuna. Fréttastofa leitaði til hans í tilefni ummæla Theódóru S. Þorsteinsdóttur um óskilvirkni og hlutverk Alþingis. Hún ætlar að segja af sér þingmennsku um áramótin og einbeita sér að sveitastjórnarstiginu. Theodóra tilkynnti um ákvörðun sína í viðtali við Kópavogsblaðið um helgina. Hún ætlar að einbeita sér að sveitastjórnarmálum í Kópavogi þar sem hún er forseti Bæjarstjórnar. Í viðtalinu segir hún að ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. Hún njóti sín betur á sviði sveitastjórnanna og því kjósi hún þann vettvang meðal annars umfram þingið. „Þingstörfin hafa komið mér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þau eru meira eins og málstofa. Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ sagði Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið um helgina. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir algengt að fólk misskilji hvert hlutverk þingmanna og Alþingis sé. „Þingmannsstarfið er í eðli sínu valdastaða í íslenskum stjórnmálum. Það eru engir aðrir sem eru betur færir til þess að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins heldur en þingmenn og það gera þeir með aðhaldi sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. En til þess að það sé bit í því aðhaldi þá þurfa þeir að hafa stjórnmálaflokk, sem er alvöru fjöldahreyfing, á bakvið sig til þess að aðstoða þá við taumhaldið gagnvart stjórnvöldum og misskilningurinn felst í því að halda að stefnumótunin eigi að fara fram innan Alþingis. Stefnumótunin fer fram innan stjórnmálaflokka sem eru fjöldahreyfingar og fulltrúarnir bera þá stefnumótun inn á Alþingi sem er í eðli sínu átaka-og baráttuvettvangur þar sem er tekist er á um þær stefnur sem eru mótaðar innan stjórnmálaflokkanna,“ segir Eiríkur. Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur of marga misskilja hlutverk þingmanna á Alþingi. Það sé ekki þeirra að framkvæma beint eða móta stefnur, heldur sé hlutverk þeirra að takast á um stefnur fyrir hönd umbjóðenda sinna sem séu grasrót stjórnmálaflokka sem í raun myndi stefnuna. Fréttastofa leitaði til hans í tilefni ummæla Theódóru S. Þorsteinsdóttur um óskilvirkni og hlutverk Alþingis. Hún ætlar að segja af sér þingmennsku um áramótin og einbeita sér að sveitastjórnarstiginu. Theodóra tilkynnti um ákvörðun sína í viðtali við Kópavogsblaðið um helgina. Hún ætlar að einbeita sér að sveitastjórnarmálum í Kópavogi þar sem hún er forseti Bæjarstjórnar. Í viðtalinu segir hún að ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. Hún njóti sín betur á sviði sveitastjórnanna og því kjósi hún þann vettvang meðal annars umfram þingið. „Þingstörfin hafa komið mér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þau eru meira eins og málstofa. Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ sagði Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið um helgina. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir algengt að fólk misskilji hvert hlutverk þingmanna og Alþingis sé. „Þingmannsstarfið er í eðli sínu valdastaða í íslenskum stjórnmálum. Það eru engir aðrir sem eru betur færir til þess að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins heldur en þingmenn og það gera þeir með aðhaldi sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. En til þess að það sé bit í því aðhaldi þá þurfa þeir að hafa stjórnmálaflokk, sem er alvöru fjöldahreyfing, á bakvið sig til þess að aðstoða þá við taumhaldið gagnvart stjórnvöldum og misskilningurinn felst í því að halda að stefnumótunin eigi að fara fram innan Alþingis. Stefnumótunin fer fram innan stjórnmálaflokka sem eru fjöldahreyfingar og fulltrúarnir bera þá stefnumótun inn á Alþingi sem er í eðli sínu átaka-og baráttuvettvangur þar sem er tekist er á um þær stefnur sem eru mótaðar innan stjórnmálaflokkanna,“ segir Eiríkur.
Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42