Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. ágúst 2017 13:50 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir algengt að fólk misskilji hlutverk Alþingis. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar hefur gagnrýnt óskilvirkni þingsins. Mynd/samsett Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur of marga misskilja hlutverk þingmanna á Alþingi. Það sé ekki þeirra að framkvæma beint eða móta stefnur, heldur sé hlutverk þeirra að takast á um stefnur fyrir hönd umbjóðenda sinna sem séu grasrót stjórnmálaflokka sem í raun myndi stefnuna. Fréttastofa leitaði til hans í tilefni ummæla Theódóru S. Þorsteinsdóttur um óskilvirkni og hlutverk Alþingis. Hún ætlar að segja af sér þingmennsku um áramótin og einbeita sér að sveitastjórnarstiginu. Theodóra tilkynnti um ákvörðun sína í viðtali við Kópavogsblaðið um helgina. Hún ætlar að einbeita sér að sveitastjórnarmálum í Kópavogi þar sem hún er forseti Bæjarstjórnar. Í viðtalinu segir hún að ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. Hún njóti sín betur á sviði sveitastjórnanna og því kjósi hún þann vettvang meðal annars umfram þingið. „Þingstörfin hafa komið mér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þau eru meira eins og málstofa. Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ sagði Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið um helgina. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir algengt að fólk misskilji hvert hlutverk þingmanna og Alþingis sé. „Þingmannsstarfið er í eðli sínu valdastaða í íslenskum stjórnmálum. Það eru engir aðrir sem eru betur færir til þess að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins heldur en þingmenn og það gera þeir með aðhaldi sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. En til þess að það sé bit í því aðhaldi þá þurfa þeir að hafa stjórnmálaflokk, sem er alvöru fjöldahreyfing, á bakvið sig til þess að aðstoða þá við taumhaldið gagnvart stjórnvöldum og misskilningurinn felst í því að halda að stefnumótunin eigi að fara fram innan Alþingis. Stefnumótunin fer fram innan stjórnmálaflokka sem eru fjöldahreyfingar og fulltrúarnir bera þá stefnumótun inn á Alþingi sem er í eðli sínu átaka-og baráttuvettvangur þar sem er tekist er á um þær stefnur sem eru mótaðar innan stjórnmálaflokkanna,“ segir Eiríkur. Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur of marga misskilja hlutverk þingmanna á Alþingi. Það sé ekki þeirra að framkvæma beint eða móta stefnur, heldur sé hlutverk þeirra að takast á um stefnur fyrir hönd umbjóðenda sinna sem séu grasrót stjórnmálaflokka sem í raun myndi stefnuna. Fréttastofa leitaði til hans í tilefni ummæla Theódóru S. Þorsteinsdóttur um óskilvirkni og hlutverk Alþingis. Hún ætlar að segja af sér þingmennsku um áramótin og einbeita sér að sveitastjórnarstiginu. Theodóra tilkynnti um ákvörðun sína í viðtali við Kópavogsblaðið um helgina. Hún ætlar að einbeita sér að sveitastjórnarmálum í Kópavogi þar sem hún er forseti Bæjarstjórnar. Í viðtalinu segir hún að ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. Hún njóti sín betur á sviði sveitastjórnanna og því kjósi hún þann vettvang meðal annars umfram þingið. „Þingstörfin hafa komið mér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þau eru meira eins og málstofa. Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ sagði Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið um helgina. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir algengt að fólk misskilji hvert hlutverk þingmanna og Alþingis sé. „Þingmannsstarfið er í eðli sínu valdastaða í íslenskum stjórnmálum. Það eru engir aðrir sem eru betur færir til þess að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins heldur en þingmenn og það gera þeir með aðhaldi sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. En til þess að það sé bit í því aðhaldi þá þurfa þeir að hafa stjórnmálaflokk, sem er alvöru fjöldahreyfing, á bakvið sig til þess að aðstoða þá við taumhaldið gagnvart stjórnvöldum og misskilningurinn felst í því að halda að stefnumótunin eigi að fara fram innan Alþingis. Stefnumótunin fer fram innan stjórnmálaflokka sem eru fjöldahreyfingar og fulltrúarnir bera þá stefnumótun inn á Alþingi sem er í eðli sínu átaka-og baráttuvettvangur þar sem er tekist er á um þær stefnur sem eru mótaðar innan stjórnmálaflokkanna,“ segir Eiríkur.
Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42