Ef það er bilað, lagaðu það! Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Flestir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á góða hagstjórn, enda kjörnir til þess að stýra landinu af ábyrgð. Það sama gilti um íslenska stjórnmálamenn síðustu áratuga. Þeir reyndu sitt besta og jafnvel þótt þeir hafi ekki verið í sama stjórnmálaflokki og ég, þá ætla ég þeim ekki annað en að hafa sinnt hagstjórn landsins af heilindum. En þrátt fyrir góðan vilja sýnir sagan okkur að þeim hefur aldrei tekist að stýra peningamálum þjóðarinnar svo þau þjóni hagsmunum almennings. Þeir hafa aldrei náð að beisla ótemjuna: Krónuna. Síendurteknar gengisfellingar með tilheyrandi kjaraskerðingum fyrir almenning, öfgakenndar gengissveiflur, óðaverðbólga, kreppur og hrun, allt hefur þetta komið sér skelfilega fyrir launafólk í landinu. Í dag þurfa þeir sem vilja fjárfesta í húsnæði að borga heilli milljón meira á ársgrundvelli af 20 milljóna króna láni en frændur okkar Danir, vegna hárra vaxta. Útflutnings- og nýsköpunarfyrirtækjum er lífsins ómögulegt að gera áætlanir vegna gengissveiflna. Krónan hefur alltaf reynst dýrkeypt. Þessar síendurteknu kjaraskerðingar sem almenningur hefur tekið á sig síðustu áratugi af völdum íslensku krónunnar segja okkur það eitt að krónan er gallagripur sem þjónar engum, eða a.m.k. mjög fáum. Hún þjónar ekki heimilunum, ekki landbúnaðinum, sjávarútveginum, ferðaþjónustunni eða nýsköpunarfyrirtækjunum okkar, né íslenska ríkinu. Háir vextir þjóna einungis fjármagnseigendum og sveiflurnar sem krónan veldur eru slæmar fyrir alla. Það hlýtur því að vera meginverkefni stjórnmálanna í dag að boða lausnir á krónuvandanum, öllum til hagsbóta. Viðreisn boðar framtíðarsýn í peningamálum til skemmri og lengri tíma sem miðar að því að lækka vexti. Til skemmri tíma tölum við fyrir bindingu krónunnar við annan gjaldmiðil, svokallölluðu myntráði, til að skapa nauðsynlegan stöðugleika til að geta lækkað vexti. Til langframa talar Viðreisn fyrir upptöku evru, sem er samkvæmt skýrslu Seðlabanka Íslands frá 2012 raunhæfasti kostinn í gjaldmiðlamálum Íslands fyrir utan myntráð og krónu. Núverandi velmegun hefur náðst þrátt fyrir íslensku krónuna en væri meiri án hennar. Íslendingar eiga betra skilið. Nú er tíminn fyrir breytingar!Höfundur er alþingismaður og varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Flestir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á góða hagstjórn, enda kjörnir til þess að stýra landinu af ábyrgð. Það sama gilti um íslenska stjórnmálamenn síðustu áratuga. Þeir reyndu sitt besta og jafnvel þótt þeir hafi ekki verið í sama stjórnmálaflokki og ég, þá ætla ég þeim ekki annað en að hafa sinnt hagstjórn landsins af heilindum. En þrátt fyrir góðan vilja sýnir sagan okkur að þeim hefur aldrei tekist að stýra peningamálum þjóðarinnar svo þau þjóni hagsmunum almennings. Þeir hafa aldrei náð að beisla ótemjuna: Krónuna. Síendurteknar gengisfellingar með tilheyrandi kjaraskerðingum fyrir almenning, öfgakenndar gengissveiflur, óðaverðbólga, kreppur og hrun, allt hefur þetta komið sér skelfilega fyrir launafólk í landinu. Í dag þurfa þeir sem vilja fjárfesta í húsnæði að borga heilli milljón meira á ársgrundvelli af 20 milljóna króna láni en frændur okkar Danir, vegna hárra vaxta. Útflutnings- og nýsköpunarfyrirtækjum er lífsins ómögulegt að gera áætlanir vegna gengissveiflna. Krónan hefur alltaf reynst dýrkeypt. Þessar síendurteknu kjaraskerðingar sem almenningur hefur tekið á sig síðustu áratugi af völdum íslensku krónunnar segja okkur það eitt að krónan er gallagripur sem þjónar engum, eða a.m.k. mjög fáum. Hún þjónar ekki heimilunum, ekki landbúnaðinum, sjávarútveginum, ferðaþjónustunni eða nýsköpunarfyrirtækjunum okkar, né íslenska ríkinu. Háir vextir þjóna einungis fjármagnseigendum og sveiflurnar sem krónan veldur eru slæmar fyrir alla. Það hlýtur því að vera meginverkefni stjórnmálanna í dag að boða lausnir á krónuvandanum, öllum til hagsbóta. Viðreisn boðar framtíðarsýn í peningamálum til skemmri og lengri tíma sem miðar að því að lækka vexti. Til skemmri tíma tölum við fyrir bindingu krónunnar við annan gjaldmiðil, svokallölluðu myntráði, til að skapa nauðsynlegan stöðugleika til að geta lækkað vexti. Til langframa talar Viðreisn fyrir upptöku evru, sem er samkvæmt skýrslu Seðlabanka Íslands frá 2012 raunhæfasti kostinn í gjaldmiðlamálum Íslands fyrir utan myntráð og krónu. Núverandi velmegun hefur náðst þrátt fyrir íslensku krónuna en væri meiri án hennar. Íslendingar eiga betra skilið. Nú er tíminn fyrir breytingar!Höfundur er alþingismaður og varaformaður Viðreisnar.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun