Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 00:54 David Duke er fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan. Hann segir atburði dagsins marka straumhvörf fyrir landsmenn. Samsett mynd/Vísir/getty Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. „Þetta markar straumhvörf fyrir fólkið í landinu. Við erum harðákveðin í því að taka landið okkar til baka. Við ætlum að framfylgja loforðum Donald Trumps. Við trúum á þau og þau eru ástæðan fyrir því að við kusum Donald Trump vegna þess að hann sagði að við ætluðum að ná landinu okkar til baka og það er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera,“ segir Duke í viðtali við blaðamann CNN. Bæði CNN og fréttastofa AFP hafa staðfest að þrír eru látnir og nítján eru slasaðir eftir að átök brutust út á samkomu hvítra þjóðernissina í Charlottesville í Virginíufylki í dag. Á meðal þeirra voru voru nýnasistar og fyrrum meðlimir Ku Klux Klan. Ekið var á hóp fólks sem var saman komið til að mótmæla kynþáttahatri og hatursáróðri.Um nítján slösuðust í árás þegar bíl var ekið á hóp sem mótmælti kynþáttahatri.Vísir/gettyBorgarstjóri Charlottesville fordæmdi athæfið og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir álitu kyndlana, sem þjóðernissinnarnir báru, vera vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Tiltók ekki þjóðernissinna sérstaklega Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmt hatur og ofbeldi en hann gerði það með mjög almennum hætti án þess að tala sérstaklega um öfgaþjóðernissinna. Hann er gagnrýndur harðlega, úr öllum áttum, fyrir að tiltaka ekki þann hóp í yfirlýsingu sinni. Gagnrýnin var sett fram af þingmönnum Demókrataflokksins sem og samflokksmönnum Trumps. Þingmaður Repúblikanaflokksins, Marco Rubio, skrifaði afdráttarlaust tíst ætlað forsetanum. Í tístinu segir Rubio að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að talað sé um atburði dagsins sem hryðjuverkaárás.Very important for the nation to hear @potus describe events in #Charlottesville for what they are, a terror attack by #whitesupremacists— Marco Rubio (@marcorubio) August 12, 2017 Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. „Þetta markar straumhvörf fyrir fólkið í landinu. Við erum harðákveðin í því að taka landið okkar til baka. Við ætlum að framfylgja loforðum Donald Trumps. Við trúum á þau og þau eru ástæðan fyrir því að við kusum Donald Trump vegna þess að hann sagði að við ætluðum að ná landinu okkar til baka og það er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera,“ segir Duke í viðtali við blaðamann CNN. Bæði CNN og fréttastofa AFP hafa staðfest að þrír eru látnir og nítján eru slasaðir eftir að átök brutust út á samkomu hvítra þjóðernissina í Charlottesville í Virginíufylki í dag. Á meðal þeirra voru voru nýnasistar og fyrrum meðlimir Ku Klux Klan. Ekið var á hóp fólks sem var saman komið til að mótmæla kynþáttahatri og hatursáróðri.Um nítján slösuðust í árás þegar bíl var ekið á hóp sem mótmælti kynþáttahatri.Vísir/gettyBorgarstjóri Charlottesville fordæmdi athæfið og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir álitu kyndlana, sem þjóðernissinnarnir báru, vera vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Tiltók ekki þjóðernissinna sérstaklega Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmt hatur og ofbeldi en hann gerði það með mjög almennum hætti án þess að tala sérstaklega um öfgaþjóðernissinna. Hann er gagnrýndur harðlega, úr öllum áttum, fyrir að tiltaka ekki þann hóp í yfirlýsingu sinni. Gagnrýnin var sett fram af þingmönnum Demókrataflokksins sem og samflokksmönnum Trumps. Þingmaður Repúblikanaflokksins, Marco Rubio, skrifaði afdráttarlaust tíst ætlað forsetanum. Í tístinu segir Rubio að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að talað sé um atburði dagsins sem hryðjuverkaárás.Very important for the nation to hear @potus describe events in #Charlottesville for what they are, a terror attack by #whitesupremacists— Marco Rubio (@marcorubio) August 12, 2017
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34
Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12