Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 00:54 David Duke er fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan. Hann segir atburði dagsins marka straumhvörf fyrir landsmenn. Samsett mynd/Vísir/getty Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. „Þetta markar straumhvörf fyrir fólkið í landinu. Við erum harðákveðin í því að taka landið okkar til baka. Við ætlum að framfylgja loforðum Donald Trumps. Við trúum á þau og þau eru ástæðan fyrir því að við kusum Donald Trump vegna þess að hann sagði að við ætluðum að ná landinu okkar til baka og það er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera,“ segir Duke í viðtali við blaðamann CNN. Bæði CNN og fréttastofa AFP hafa staðfest að þrír eru látnir og nítján eru slasaðir eftir að átök brutust út á samkomu hvítra þjóðernissina í Charlottesville í Virginíufylki í dag. Á meðal þeirra voru voru nýnasistar og fyrrum meðlimir Ku Klux Klan. Ekið var á hóp fólks sem var saman komið til að mótmæla kynþáttahatri og hatursáróðri.Um nítján slösuðust í árás þegar bíl var ekið á hóp sem mótmælti kynþáttahatri.Vísir/gettyBorgarstjóri Charlottesville fordæmdi athæfið og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir álitu kyndlana, sem þjóðernissinnarnir báru, vera vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Tiltók ekki þjóðernissinna sérstaklega Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmt hatur og ofbeldi en hann gerði það með mjög almennum hætti án þess að tala sérstaklega um öfgaþjóðernissinna. Hann er gagnrýndur harðlega, úr öllum áttum, fyrir að tiltaka ekki þann hóp í yfirlýsingu sinni. Gagnrýnin var sett fram af þingmönnum Demókrataflokksins sem og samflokksmönnum Trumps. Þingmaður Repúblikanaflokksins, Marco Rubio, skrifaði afdráttarlaust tíst ætlað forsetanum. Í tístinu segir Rubio að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að talað sé um atburði dagsins sem hryðjuverkaárás.Very important for the nation to hear @potus describe events in #Charlottesville for what they are, a terror attack by #whitesupremacists— Marco Rubio (@marcorubio) August 12, 2017 Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. „Þetta markar straumhvörf fyrir fólkið í landinu. Við erum harðákveðin í því að taka landið okkar til baka. Við ætlum að framfylgja loforðum Donald Trumps. Við trúum á þau og þau eru ástæðan fyrir því að við kusum Donald Trump vegna þess að hann sagði að við ætluðum að ná landinu okkar til baka og það er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera,“ segir Duke í viðtali við blaðamann CNN. Bæði CNN og fréttastofa AFP hafa staðfest að þrír eru látnir og nítján eru slasaðir eftir að átök brutust út á samkomu hvítra þjóðernissina í Charlottesville í Virginíufylki í dag. Á meðal þeirra voru voru nýnasistar og fyrrum meðlimir Ku Klux Klan. Ekið var á hóp fólks sem var saman komið til að mótmæla kynþáttahatri og hatursáróðri.Um nítján slösuðust í árás þegar bíl var ekið á hóp sem mótmælti kynþáttahatri.Vísir/gettyBorgarstjóri Charlottesville fordæmdi athæfið og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir álitu kyndlana, sem þjóðernissinnarnir báru, vera vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Tiltók ekki þjóðernissinna sérstaklega Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmt hatur og ofbeldi en hann gerði það með mjög almennum hætti án þess að tala sérstaklega um öfgaþjóðernissinna. Hann er gagnrýndur harðlega, úr öllum áttum, fyrir að tiltaka ekki þann hóp í yfirlýsingu sinni. Gagnrýnin var sett fram af þingmönnum Demókrataflokksins sem og samflokksmönnum Trumps. Þingmaður Repúblikanaflokksins, Marco Rubio, skrifaði afdráttarlaust tíst ætlað forsetanum. Í tístinu segir Rubio að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að talað sé um atburði dagsins sem hryðjuverkaárás.Very important for the nation to hear @potus describe events in #Charlottesville for what they are, a terror attack by #whitesupremacists— Marco Rubio (@marcorubio) August 12, 2017
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34
Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12